Viðskipti erlent

2,2 milljarða tap hjá Arnarlaxi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði.
Frá sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson,
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax skilaði 16 milljóna evra tapi á síðasta rekstrarári, eða tæplega 2,2 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins. Segir þar að árið 2017 hafi tap fyrirtækisins verið 587 þúsund evrur.Rekstrartekjur drógust saman úr 67 milljónum evra árið 2017, niður í 42 milljónir evra árið 2018. EBITDA afkoma félagsins var neikvæð um þrjár milljónir evra samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Þar kemur fram að eignir Laxeldisfyrirtækisins námu 106 milljónum evra og eigið fé 58 milljónum evra en skuldir námu 47 milljónum evra. Laun og launatengd gjöld voru 8,4 milljónum evra.Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, jók við hlut sinn í laxeldinu á þessu ári. Hlutur Gyðu, fjárfestingafélags hans, jókst úr 2,4 prósentum í 4,8 prósent. Þetta kom fram á hluthafalista sem birtist í síðustu viku, sem er sá fyrsti sem birtist eftir að norski laxeldisrisinn SalMar eignaðist meirihluta í Arnarlaxi með kaupum á bréfum TM og Fiskisunds.SalMar á 59 prósenta hlut í Arnarlaxi, samkvæmt hluthafalistanum. Vísir greindi frá því í febrúar að Salmar jók hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna. Þá var fyrirtækið metið á 21 milljarð króna.


Tengdar fréttir

Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum

Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.