Margt sem Íslendingar geti lært af Nýsjálendingum í ferðaþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2019 13:28 Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. Vísir/vilhelm Í dag er ferðaþjónustudagurinn, árviss viðburður á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna hefur fengið ferðaþjónustusérfræðing frá Nýja Sjálandi til landsins til að miðla af þekkingu sinni. Margt sé líkt með eyríkjunum tveimur. Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. „Í þetta sinn ætlum við að horfa svolítið í framrúðuna; skoða framtíðarsýnina og velta því fyrir okkar hvað við þurfum að gera til að ná þeim markmiðum sem er búið að setja fram í samvinnu stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna um framtíðarsýn þessarar atvinnugreinar til 2030,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfyrirlesari dagsins er hinn nýsjálenski Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Salter hefur verið innlendum stjórnvöldum innan handar við gerð hins svokallaða jafnvægisáss sem er mælitæki til að mæla álag vegna ferðamanna á umhverfi og innviði. „Hann hefur þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og getur borið hana saman við þessa uppbyggingu sem orðið hefur og þá þróun sem orðið hefur í stefnumótun og árangri á Nýja Sjálandi. Þessi lönd eru gríðarlega lík að mörgu leyti. Ferðaþjónustan í báðum löndum byggist á náttúru og ævintýraferðamennsku og það er margt sem þessi lönd hafa lært hvort af öðru. Við höfum dregið marga lærdóma af þróun ferðaþjónustunnar á Nýja Sjálandi á undanförnum árum og horfum töluvert þangað. Það hefur síðan komið í ljós að Nýsjálendingar hafa horft töluvert hingað lika og hafa tekið upp verkefni sem hafa heppnast vel á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Í dag er ferðaþjónustudagurinn, árviss viðburður á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna hefur fengið ferðaþjónustusérfræðing frá Nýja Sjálandi til landsins til að miðla af þekkingu sinni. Margt sé líkt með eyríkjunum tveimur. Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. „Í þetta sinn ætlum við að horfa svolítið í framrúðuna; skoða framtíðarsýnina og velta því fyrir okkar hvað við þurfum að gera til að ná þeim markmiðum sem er búið að setja fram í samvinnu stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna um framtíðarsýn þessarar atvinnugreinar til 2030,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfyrirlesari dagsins er hinn nýsjálenski Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Salter hefur verið innlendum stjórnvöldum innan handar við gerð hins svokallaða jafnvægisáss sem er mælitæki til að mæla álag vegna ferðamanna á umhverfi og innviði. „Hann hefur þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og getur borið hana saman við þessa uppbyggingu sem orðið hefur og þá þróun sem orðið hefur í stefnumótun og árangri á Nýja Sjálandi. Þessi lönd eru gríðarlega lík að mörgu leyti. Ferðaþjónustan í báðum löndum byggist á náttúru og ævintýraferðamennsku og það er margt sem þessi lönd hafa lært hvort af öðru. Við höfum dregið marga lærdóma af þróun ferðaþjónustunnar á Nýja Sjálandi á undanförnum árum og horfum töluvert þangað. Það hefur síðan komið í ljós að Nýsjálendingar hafa horft töluvert hingað lika og hafa tekið upp verkefni sem hafa heppnast vel á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30
Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57
Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59