Viðskipti innlent

Tapaði 458 milljónum á Icelandair

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Gengið lækkaði um 35% í fyrra.
Gengið lækkaði um 35% í fyrra.

Tap Traðarhyrnu, sem stofnað var um kaup í Icelandair Group í febrúar 2017, jókst í 458 milljónir króna árið 2018 úr 169 milljónum króna árið áður. Gengi Icelandair Group lækkaði um 35 prósent í fyrra og það sem af er ári hefur gengið lækkað um þriðjung.

Traðarhyrna fjárfesti upphaflega í Icelandair Group fyrir 1,7 milljarða króna en við árslok 2018 átti félagið hlutabréf í flugfélaginu fyrir 740 milljónir. Fram kemur í reikningi Traðarhyrnu að félagið hafi í fyrra selt hlutabréf í Iceland­air Group fyrir 310 milljónir króna. Traðarhyrna hefur haldið áfram að minnka hlut sinn á árinu.

Skuldir Traðarhyrnu við lánastofnanir námu 193 milljónum króna við árslok og var eiginfjárhlutfallið 74 prósent.

Athygli vekur að í lok síðasta árs var Traðarsteinn sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Helgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, ekki lengur á meðal hluthafa Traðarhyrnu. Áður var félagið stærsti hluthafinn með 20 prósenta hlut.

Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja.

Auk þess er Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir ekki lengur á meðal hluthafa en hann átti 4,6 prósenta hlut við lok árs 2017. Fram kom í ársreikningi að Traðarhyrna hefði keypt eigin bréf fyrir 250 milljónir króna á á árinu.

Jafnframt kom fram í fréttum í ágúst síðastliðnum að Ómar Benediktsson, varaformaður stjórnar Icelandair Group, hefði fært hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá Traðarhyrnu yfir í félagið NT.

Fjögur félög áttu 13,9 prósenta hlut í Traðarhyrnu við árslok: Kvika banki, Snæból í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar, Gani í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og NT í eigu téðs Ómars.

Aðrir hluthafar eru félög á vegum Margrétar Ásgeirsdóttur hóteleiganda; fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar, fyrrverandi útgerðarmanns; Þorvalds Gissurarsonar verktaka, Óttars Þórarinssonar og Fagfjárfestasjóðsins Myllu undir stjórn Júpíters, sjóðastýringar Kviku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.