Fleiri fréttir

Hlaupa með fyrsta kyndilinn

Eitt af því sem skiptir mestu máli fyrir efnahagslega framtíð þjóða er hvernig til tekst við að byggja upp öflug fyrirtæki til framtíðar. Mjór er mikils vísir og ekkert sprettur af engu. Talsverð gerjun er í starfsemi sprotafyrirtækja og áhugi á þeim vaxandi. Það vakti því athygli þegar þrír reynsluboltar úr stjórnendateymi Nýsköpunarsjóðs tilkynntu um stofnun nýs sjóðs sem ætlað er að fjárfesta í sprotafyrirtækjum og nýta þekkingu og reynslu til að koma þeim á legg.

Snæbjörn neitaði sök

Fyrrverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS neitaði sök í máli héraðssaksóknara á hendur honum í morgun.

Vaxtamunur gæti minnkað

Ef rétt verður haldið á spilunum mun vaxtastig lækka og vaxtamunur minnka milli Íslands og annarra landa á komandi árum.

40 tonn seld af neftóbaki í ár

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins leggur til að tóbaksgjald hækki um allt að 69 prósent á hvert gramm tóbaks.

Minni verslun vegna breytts kortatímabils

Kaupmenn finna fyrir minni verslun vegna nýs fyrirkomulags greiðslukortatímabila. Ekki eru lengur auglýst ný tímabil snemma í desember líkt og áður. Gamla fyrirkomulagið er barn síns tíma að sögn forstöðumanns hjá Borgun.

Tap hjá ÍNN

Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári.

Skáka þúsundum fyrirtækja í Evrópu

Fyrirtækið Nox Medical hefur tryggt sér stóran styrk frá Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Nýtist til að þróa næstu kynslóð svefnrannsókna á næstu árum. Fyrirtækið vinnur að lausn svefnvanda sem er undirliggjandi ástæða fjöl

Vilja fjölbreyttari kosti fyrir sprotana

Í nýrri skýrslu er lagt til að stofna markað með hlutabréf í óskráðum félögum til að auka fjárfestingu í sprotafyrirtækjum hérlendis. Forstjóri Kauphallarinnar segir alveg þess virði að skoða þannig vettvang.

BlackBerry tekur slaginn

BlackBerry varð vinsælt merki á farsímamarkaði þegar fyrirtækið setti síma sinn, Quark, á markað.

Erum berskjölduð fyrir hökkurum

Yahoo!-tölvuárásin er sú síðasta sem tilkynnt er um í röð hakkárása á ýmsa netþjónustu á síðustu árum. Tölvuhakk snertir Íslendinga jafnt og aðra þar sem internetið er landamæralaust. Mikilvægt er að skipta um lykilorð reglulega.

Þurfum að læra af Norðmönnum

Seðlabankastjóri segir Íslendinga þurfa að draga lærdóm af reynslu Norðmanna í hagstjórn meðal annars með ábyrgri ráðstöfun tekna ríkisins af auðlindanýtingu. Unnið hefur verið að stofnun orkuauðlindasjóðs í fjármálaráðuneytinu.

Mikil hækkun tekna síðustu ár

Heildartekjur voru hæstar í Garðabæ og í Skorradalshreppi á árinu 2015 samkvæmt nýrri samantekt Hagstofunnar.

Íslendingar versla mun meira erlendis fyrir jólin

Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í nóvember síðastliðnum var 25 prósentum meiri en í nóvember í fyrra og nam 9,6 milljörðum króna samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Telja fordæmisgildi dóms takmarkað vegna hlutabréfaeignar dómara

Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum.

Gengi evru ekki lægra í fjórtán ár

Sérfræðingar hjá Barclays spá því að evran verði jöfn dollar á þriðja ársfjórðungi 2017 en muni dollarinn svo verða sterkari en evra til lengri tíma litið.

Sjá næstu 50 fréttir