Vilja fjölbreyttari kosti fyrir sprotana Sæunn Gísladóttir skrifar 20. desember 2016 09:30 Fram kemur í skýrslunni að stærsta gatið í sprotafjármögnunarkostum sé á millistigi. Mynd/Gígja Einarsdóttir Viðskipti Lagt er til í nýrri skýrslu KPMG um fjármögnun sprotafyrirtækja að stofna vettvang með bréf í óskráðum félögum, að ríkið styðji við hópfjármögnun og að stofnað verði félag englafjárfesta á Íslandi. Englafjárfestar eru frumfjárfestar sem fjárfesta næst á eftir stofnendum, fjölskyldu og vinum. Í skýrslunni er einnig lagt til að ríkið styðji við hópfjármögnun, en það hefur verið gert á hinum Norðurlöndunum. Talið er að með hópfjármögnun yrði markaðurinn í meiri mæli látinn ráða því hvaða fyrirtæki fái fjármagn frá hinu opinbera. Þá er lagt til að ráðist verði í kynningarátak um kosti og galla þess fyrir almenning að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Verkefnið var unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Fréttablaðið/StefánÍ skýrslunni kemur fram að stærsta gatið, þegar komi að fjármögnunarkostum, sé þegar sprotastigi lýkur en áður en tekjur eru farnar að koma inn í reksturinn í miklum mæli. Þar sé samkeppni lítil og viðbrögð fjárfesta gjarnan þau að fyrirtækin þurfi að vera komin lengra til að hægt sé að leggja þeim til fé. Tillögur skýrslunnar miða að því að auka val sprotafyrirtækja á öllum stigum, en þó með áherslu á að fylla upp í gatið. Vettvangur með óskráð bréf í samstarfi við aðila eins og Samtök iðnaðarins og Nasdaq OMX Ísland ætti að auka upplýsingaflæði og stuðla að auknum viðskiptum með bréf í sprotafyrirtækjum. Reynt yrði að koma í veg fyrir misnotkun með hæfilega íþyngjandi regluverki og fyrirvörum gagnvart þátttakendum á vettvanginum.Sjá einnig: Fjárfestingarumhverfi sprota með því besta sem hefur verið á Íslandi Bala Kamallakharan„Mér finnst engin ástæða til annars en að athuga hvaða möguleikar séu í boði þarna. Tvennt skiptir þarna öllu máli. Í fyrsta lagi þarf að búa þannig um hnútana að þetta verði trúverðugur vettvangur og sæmileg upplýsingagjöf verði um þá kosti sem bjóðast. Í öðru lagi er mikilvægt að þetta sé aðgreint frá skráðum kostum, að það sé gerður skýr greinarmunur á því sem um er að ræða,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. „Það á eftir að útfæra þetta nánar, það væri næsta skref. En við höfum lýst yfir áhuga á því að vera til ráðgjafar í þessu. Við í Kauphöllinni höfum talað um að það séu mikil tækifæri á þessum enda. Þetta gæti verið milliskref fyrir fyrirtæki sem ætla að skrá sig á markað eða hyggja á stærri landvinninga,“ segir Páll. Bala Kamallakharan, fjárfestir og mentor hjá Startup Reykjavík, telur að tillögurnar séu góðar. „Ég er einn þeirra sem telja að meira fjármagn sé betra en minna, fyrst og fremst vegna þess að enginn veit hvaða fyrirtæki muni slá í gegn. Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum allar leiðir til að veita stofnendum tækifæri til að byggja upp eitthvað sem nær árangri. Ég tel að aðgangur að fjármagni eigi að vera erfiður en það eigi jafnframt að vera margar og fjölbreyttar leiðir í boði,“ segir Bala. „Í lok dags snýst þetta mest um að fá meira fjármagn og gefa fyrirtækjum það á sprotastigi.“ saeunn@frettabladid.is Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Viðskipti Lagt er til í nýrri skýrslu KPMG um fjármögnun sprotafyrirtækja að stofna vettvang með bréf í óskráðum félögum, að ríkið styðji við hópfjármögnun og að stofnað verði félag englafjárfesta á Íslandi. Englafjárfestar eru frumfjárfestar sem fjárfesta næst á eftir stofnendum, fjölskyldu og vinum. Í skýrslunni er einnig lagt til að ríkið styðji við hópfjármögnun, en það hefur verið gert á hinum Norðurlöndunum. Talið er að með hópfjármögnun yrði markaðurinn í meiri mæli látinn ráða því hvaða fyrirtæki fái fjármagn frá hinu opinbera. Þá er lagt til að ráðist verði í kynningarátak um kosti og galla þess fyrir almenning að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Verkefnið var unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Fréttablaðið/StefánÍ skýrslunni kemur fram að stærsta gatið, þegar komi að fjármögnunarkostum, sé þegar sprotastigi lýkur en áður en tekjur eru farnar að koma inn í reksturinn í miklum mæli. Þar sé samkeppni lítil og viðbrögð fjárfesta gjarnan þau að fyrirtækin þurfi að vera komin lengra til að hægt sé að leggja þeim til fé. Tillögur skýrslunnar miða að því að auka val sprotafyrirtækja á öllum stigum, en þó með áherslu á að fylla upp í gatið. Vettvangur með óskráð bréf í samstarfi við aðila eins og Samtök iðnaðarins og Nasdaq OMX Ísland ætti að auka upplýsingaflæði og stuðla að auknum viðskiptum með bréf í sprotafyrirtækjum. Reynt yrði að koma í veg fyrir misnotkun með hæfilega íþyngjandi regluverki og fyrirvörum gagnvart þátttakendum á vettvanginum.Sjá einnig: Fjárfestingarumhverfi sprota með því besta sem hefur verið á Íslandi Bala Kamallakharan„Mér finnst engin ástæða til annars en að athuga hvaða möguleikar séu í boði þarna. Tvennt skiptir þarna öllu máli. Í fyrsta lagi þarf að búa þannig um hnútana að þetta verði trúverðugur vettvangur og sæmileg upplýsingagjöf verði um þá kosti sem bjóðast. Í öðru lagi er mikilvægt að þetta sé aðgreint frá skráðum kostum, að það sé gerður skýr greinarmunur á því sem um er að ræða,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. „Það á eftir að útfæra þetta nánar, það væri næsta skref. En við höfum lýst yfir áhuga á því að vera til ráðgjafar í þessu. Við í Kauphöllinni höfum talað um að það séu mikil tækifæri á þessum enda. Þetta gæti verið milliskref fyrir fyrirtæki sem ætla að skrá sig á markað eða hyggja á stærri landvinninga,“ segir Páll. Bala Kamallakharan, fjárfestir og mentor hjá Startup Reykjavík, telur að tillögurnar séu góðar. „Ég er einn þeirra sem telja að meira fjármagn sé betra en minna, fyrst og fremst vegna þess að enginn veit hvaða fyrirtæki muni slá í gegn. Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum allar leiðir til að veita stofnendum tækifæri til að byggja upp eitthvað sem nær árangri. Ég tel að aðgangur að fjármagni eigi að vera erfiður en það eigi jafnframt að vera margar og fjölbreyttar leiðir í boði,“ segir Bala. „Í lok dags snýst þetta mest um að fá meira fjármagn og gefa fyrirtækjum það á sprotastigi.“ saeunn@frettabladid.is
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira