Gríðarleg uppsveifla á fasteignamarkaði: Veltan aukist um rúmlega 80 milljarða í ár Sæunn Gísladóttir skrifar 21. desember 2016 09:00 Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um 23 prósent á fyrstu 11 mánuðum ársins. vísir/vilhelm Heildarvelta á fasteignamarkaði á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam rúmum 415 milljörðum króna samanborið við rúmlega 330 milljarða veltu á sama tímabili í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Um fjórðungs veltuaukningu er að ræða milli ára, en samningar á tímabilinu eru um 11 þúsund og hefur þeim fjölgað um átta prósent milli ára. Því er ljóst að verðgildi hvers samnings hefur aukist töluvert milli ára. Veltan var mest á höfuðborgarsvæðinu og nam þar rúmlega 315 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 257 milljarða á sama tímabili í fyrra. Fjöldi samninga í ár var 7.182 á tímabilinu og var því meðalverð á eign um 44 milljónir króna.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mynd/AðsendUtan höfuðborgarsvæðisins nam veltan um 100 milljörðum króna. Hún var mest á Norðurlandi þar sem hún nam 28 milljörðum króna, en fast á eftir fylgir Reykjanesið með 27 milljarða króna. Sé landið skoðað í heild var langmest aukning í veltu á fyrstu ellefu mánuðum ársins á Reykjanesinu. Þar jókst veltan um 12 milljarða, eða 80 prósent á milli ára. Hún dróst mest saman á Austurlandi eða um tuttugu prósent. Í Hagsjá Landsbankans sem byggir á gögnum frá Þjóðskrá kom fram í lok nóvember að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 13,6 prósent á síðustu 12 mánuðum. Um var að ræða mestu hækkanir á fasteignaverði á einu ári frá 2007. „Þessi aukning í veltu er rosalega mikil en þetta skýrist af vaxandi veltu og hækkandi fasteignaverði. Aukning veltu í krónutali er sambland af vaxandi veltu, fjölda samninga, hækkandi verði og kannski spilar inn í að verið sé að selja mismunandi gerðir íbúða. Kannski er meðalaldur íbúða lægri í ár eða þær eru örlítið stærri, þá kemur það fram í þessu þó að fermetraverð sé ekki að hækka eins mikið,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Hann bendir á að verðhækkun á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega á svæðum eins og Breiðholti, hafi ýtt undir meiri veltu. Að mati Konráðs verða áframhaldandi hækkanir á fasteignamarkaði. Greiningardeild Arion banka hefur spáð að verðið muni hækka um 11 prósent á næsta ári en eitthvað minna árið 2018. „Spár geta hins vegar verið sjálfsuppfyllandi, ef líkur eru á hækkunum er fólk tilbúið til að setja pening inn á markaðinn því það býst við að það sé trygg ávöxtun og það þýðir að hækkunin verði af sjálfu sér vegna væntinga,“ segir Konráð. Að mati Konráðs er að mestu leyti innistæða fyrir hækkununum. „Ef maður horfir á markaðinn í heild sinni er þetta í takt við aukinn kaupmátt og verðrými.“ Hann bendir þó á að framboð á íbúðum sé að minnka og ef svo haldi áfram gæti það farið að koma niður á veltunni á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Heildarvelta á fasteignamarkaði á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam rúmum 415 milljörðum króna samanborið við rúmlega 330 milljarða veltu á sama tímabili í fyrra samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Um fjórðungs veltuaukningu er að ræða milli ára, en samningar á tímabilinu eru um 11 þúsund og hefur þeim fjölgað um átta prósent milli ára. Því er ljóst að verðgildi hvers samnings hefur aukist töluvert milli ára. Veltan var mest á höfuðborgarsvæðinu og nam þar rúmlega 315 milljörðum króna, samanborið við rúmlega 257 milljarða á sama tímabili í fyrra. Fjöldi samninga í ár var 7.182 á tímabilinu og var því meðalverð á eign um 44 milljónir króna.Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Mynd/AðsendUtan höfuðborgarsvæðisins nam veltan um 100 milljörðum króna. Hún var mest á Norðurlandi þar sem hún nam 28 milljörðum króna, en fast á eftir fylgir Reykjanesið með 27 milljarða króna. Sé landið skoðað í heild var langmest aukning í veltu á fyrstu ellefu mánuðum ársins á Reykjanesinu. Þar jókst veltan um 12 milljarða, eða 80 prósent á milli ára. Hún dróst mest saman á Austurlandi eða um tuttugu prósent. Í Hagsjá Landsbankans sem byggir á gögnum frá Þjóðskrá kom fram í lok nóvember að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 13,6 prósent á síðustu 12 mánuðum. Um var að ræða mestu hækkanir á fasteignaverði á einu ári frá 2007. „Þessi aukning í veltu er rosalega mikil en þetta skýrist af vaxandi veltu og hækkandi fasteignaverði. Aukning veltu í krónutali er sambland af vaxandi veltu, fjölda samninga, hækkandi verði og kannski spilar inn í að verið sé að selja mismunandi gerðir íbúða. Kannski er meðalaldur íbúða lægri í ár eða þær eru örlítið stærri, þá kemur það fram í þessu þó að fermetraverð sé ekki að hækka eins mikið,“ segir Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka. Hann bendir á að verðhækkun á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega á svæðum eins og Breiðholti, hafi ýtt undir meiri veltu. Að mati Konráðs verða áframhaldandi hækkanir á fasteignamarkaði. Greiningardeild Arion banka hefur spáð að verðið muni hækka um 11 prósent á næsta ári en eitthvað minna árið 2018. „Spár geta hins vegar verið sjálfsuppfyllandi, ef líkur eru á hækkunum er fólk tilbúið til að setja pening inn á markaðinn því það býst við að það sé trygg ávöxtun og það þýðir að hækkunin verði af sjálfu sér vegna væntinga,“ segir Konráð. Að mati Konráðs er að mestu leyti innistæða fyrir hækkununum. „Ef maður horfir á markaðinn í heild sinni er þetta í takt við aukinn kaupmátt og verðrými.“ Hann bendir þó á að framboð á íbúðum sé að minnka og ef svo haldi áfram gæti það farið að koma niður á veltunni á næsta ári.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Fasteignaverð ekki hækkað eins mikið frá árinu 2007 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um alls 14,8 prósent síðustu tólf mánuði. 21. desember 2016 09:08