Viðskipti innlent

H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa

Sæunn Gísladóttir skrifar
Um 2.600 fermetrar munu fara undir nýja H&M verslun í Kringlunni.
Um 2.600 fermetrar munu fara undir nýja H&M verslun í Kringlunni. VÍSIR/GETTY
Stærstur hluti verslunarrýmis Hagkaups á annarri hæð Kringlunnar eða um 2.600 fermetrar mun fara undir nýja H&M verslun. Ráðgert er að sú verslun opni seinnihluta árs 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitum.

Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa Hagar, fyrir hönd Hagkaups, og Reitir endurnýjað leigusamning milli félaganna í Kringlunni. Gildistími nýs samnings er til ársins 2028. Ný verslun Hagkaups verður á einni hæð, í stað tveggja áður, og verður verslunin rúmlega 3.600 fm á 1. hæð í norðurenda verslunarmiðstöðvarinnar.

Samningar eru síðan á lokastigi við alþjóðlegt fatamerki um að reka um 1.000 fm verslun við hlið H&M á 2. hæðinni í norðurenda Kringlunnar.

Eins og Vísir greindi frá fyrr á árinu er von á H&M verslun á næsta ári í Smáralind og í miðbænum árið 2018 á Hafnartorgi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×