Samsung vill nota rafhlöður frá LG Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2016 10:30 Innan skamms gætu símar Samsung verið búnir rafhlöðum frá LG. Vísir/AFP Samsung Electronics reynir nú að komast að samkomulagi við LG Chem, dótturfélag LG Electronics, um að fá að nota rafhlöður síðarnefnds fyrirtækis í snjallsíma sína. Frá þessu er greint í Chosun Ilbo, einu stærsta dagblaði Suður-Kóreu. Með þessu er Samsung sagt vilja koma í veg fyrir galla líkt og komu upp í farsímanum Galaxy Note 7 sem átti það til að springa vegna rafhlöðugalla. Til þessa hafa rafhlöður í Note-símum Samsung komið frá bæði dótturfélaginu Samsung SDI og hinu kínverska Amperex Technology. Chosun Ilbo vitnaði í heimildarmann sem sagði meira en níutíu prósent líkur á að fyrirtækin komist að samkomulagi og Samsung muni nota rafhlöður LG Chem frá og með miðju næsta ári. Hvorki talsmenn Samsung né LG Chem vildu tjá sig um samkomulagið þegar Chosun Ilbo innti þá eftir svörum. Þess er skemmst að minnast að Samsung innkallaði tvær og hálfa milljón Galaxy Note 7 síma snemma í september þessa árs. Var það gert vegna áðurnefnds rafhlöðugalla í rafhlöðu frá Samsung SDI. Í október hætti Samsung öllum stuðningi við notendur Galaxy Note 7 en þá hafði fyrirtækið reynt að laga gallann með því að skipta út rafhlöðunni fyrir rafhlöðu frá Amperex Technology. Í henni kviknaði einnig. LG Chem framleiðir nú rafhlöður fyrir LG Electronics og Apple. Tengdar fréttir Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Samsung Electronics reynir nú að komast að samkomulagi við LG Chem, dótturfélag LG Electronics, um að fá að nota rafhlöður síðarnefnds fyrirtækis í snjallsíma sína. Frá þessu er greint í Chosun Ilbo, einu stærsta dagblaði Suður-Kóreu. Með þessu er Samsung sagt vilja koma í veg fyrir galla líkt og komu upp í farsímanum Galaxy Note 7 sem átti það til að springa vegna rafhlöðugalla. Til þessa hafa rafhlöður í Note-símum Samsung komið frá bæði dótturfélaginu Samsung SDI og hinu kínverska Amperex Technology. Chosun Ilbo vitnaði í heimildarmann sem sagði meira en níutíu prósent líkur á að fyrirtækin komist að samkomulagi og Samsung muni nota rafhlöður LG Chem frá og með miðju næsta ári. Hvorki talsmenn Samsung né LG Chem vildu tjá sig um samkomulagið þegar Chosun Ilbo innti þá eftir svörum. Þess er skemmst að minnast að Samsung innkallaði tvær og hálfa milljón Galaxy Note 7 síma snemma í september þessa árs. Var það gert vegna áðurnefnds rafhlöðugalla í rafhlöðu frá Samsung SDI. Í október hætti Samsung öllum stuðningi við notendur Galaxy Note 7 en þá hafði fyrirtækið reynt að laga gallann með því að skipta út rafhlöðunni fyrir rafhlöðu frá Amperex Technology. Í henni kviknaði einnig. LG Chem framleiðir nú rafhlöður fyrir LG Electronics og Apple.
Tengdar fréttir Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Samsung hættir sölu Galaxy Note 7 Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði. 11. október 2016 07:54
Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00