Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2016 10:01 Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. Ráðamenn bandaríska fyrirtæksins vonast þó til að framkvæmdir hefjist næsta vor. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Davíð Stefánsson, talsmann Silicor Materials á Íslandi. Áform um verksmiðjuna voru kynnt opinberlega vorið 2014 þegar fulltrúar Silicor og Faxaflóahafna undirrituðu viljayfirlýsingu á Grundartanga um að fyrirtækið fengi lóð á Katanesi, austan álvers Norðuráls. Snemma á þessu ári vonuðust ráðamenn þess til að framkvæmdir hæfust í haust en nú hafa þeir lýst því yfir að fjármögnun tefjist fram á vor. „Þetta eru stórar fjárhæðir. Þetta er flókið samspil margra mjög ólíkra aðila. Þetta tekur einfaldlega meiri tíma en menn eru að gera ráð fyrir,“ segir Davíð.Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor Materials á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Menn eru að reyna að spenna sig og reyna að ná þessu á ákveðnum tímapunkti. En svo reynist það bara ekki raunhæft. Það þarf einfaldlega lengri tíma í að ljúka þessu.“ Verksmiðju Silicor er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarrafhlöður en hráefnið kemur frá kísilverum eins og þeim sem nú rísa á Húsavík og í Helguvík. Með samningi við Orku náttúrunnar er Silicor búið að tryggja sér um helming þeirra raforku, sem verksmiðjan þarf, en ræðir við Landsvirkjun um það sem á vantar. „Þeir segjast í þröngri stöðu og þá er verið að tala um orkuöflun sem nær þá fram á 2019-2020. Þeir gera ekki meira en það sem þeir hafa. Þeir eru bundnir í samningum við aðra. En við erum sem sagt í viðræðum við þá og vonandi klárast það með réttum hætti,“ segir Davíð um Landsvirkjun.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga vorið 2014.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Þetta er raunar ein stærsta einstaka atvinnufjárfesting sem áformuð er hérlendis, upp á einn milljarð dollara, eða um 110 milljarða íslenskra króna, en gert er ráð fyrir 450 störfum í verksmiðjunni. Davíð segir menn vonast til að framkvæmdir hefjist næsta vor. „Silicor Material, og þeir sem stýra því fyrirtæki, eru að vonast til þess að það hefjist næsta vor. En nákvæmlega hvenær, - það hef ég ekki.“ Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. Ráðamenn bandaríska fyrirtæksins vonast þó til að framkvæmdir hefjist næsta vor. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Davíð Stefánsson, talsmann Silicor Materials á Íslandi. Áform um verksmiðjuna voru kynnt opinberlega vorið 2014 þegar fulltrúar Silicor og Faxaflóahafna undirrituðu viljayfirlýsingu á Grundartanga um að fyrirtækið fengi lóð á Katanesi, austan álvers Norðuráls. Snemma á þessu ári vonuðust ráðamenn þess til að framkvæmdir hæfust í haust en nú hafa þeir lýst því yfir að fjármögnun tefjist fram á vor. „Þetta eru stórar fjárhæðir. Þetta er flókið samspil margra mjög ólíkra aðila. Þetta tekur einfaldlega meiri tíma en menn eru að gera ráð fyrir,“ segir Davíð.Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor Materials á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Menn eru að reyna að spenna sig og reyna að ná þessu á ákveðnum tímapunkti. En svo reynist það bara ekki raunhæft. Það þarf einfaldlega lengri tíma í að ljúka þessu.“ Verksmiðju Silicor er ætlað að hreinvinna kísil til nota í sólarrafhlöður en hráefnið kemur frá kísilverum eins og þeim sem nú rísa á Húsavík og í Helguvík. Með samningi við Orku náttúrunnar er Silicor búið að tryggja sér um helming þeirra raforku, sem verksmiðjan þarf, en ræðir við Landsvirkjun um það sem á vantar. „Þeir segjast í þröngri stöðu og þá er verið að tala um orkuöflun sem nær þá fram á 2019-2020. Þeir gera ekki meira en það sem þeir hafa. Þeir eru bundnir í samningum við aðra. En við erum sem sagt í viðræðum við þá og vonandi klárast það með réttum hætti,“ segir Davíð um Landsvirkjun.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga vorið 2014.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Þetta er raunar ein stærsta einstaka atvinnufjárfesting sem áformuð er hérlendis, upp á einn milljarð dollara, eða um 110 milljarða íslenskra króna, en gert er ráð fyrir 450 störfum í verksmiðjunni. Davíð segir menn vonast til að framkvæmdir hefjist næsta vor. „Silicor Material, og þeir sem stýra því fyrirtæki, eru að vonast til þess að það hefjist næsta vor. En nákvæmlega hvenær, - það hef ég ekki.“
Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30 Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45 Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30 Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00
Ég held að þetta sé allt lygi, segir Bubbi Efnaverkfræðingur sem vann matsskýrslu vegna Silicor Materials á Grundartanga segir þetta einhverja hreinustu stóriðju sem um getur. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og íbúi í Hvalfirði, segist ekki trúa þessu. 6. maí 2015 22:30
Vill hefja framkvæmdir á Grundartanga í haust Forstjóri Silicor Materials staðfestir að önnur lönd séu nú til skoðunar fyrir 130 milljarða sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. 19. mars 2016 20:45
Segir markaðshorfur mjög góðar fyrir sólarkísil í Kína Markaðshorfur fyrir sólarkísilframleiðslu á Grundartanga eru mjög góðar, segir forstjóri Silicor Materials. 26. mars 2016 20:30
Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári. 17. september 2015 15:36