Taka á móti tífalt fleiri sendingum frá ASOS á mánuði en upphaflega var búist við Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 16:25 Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen á Íslandi, en fyrirtækið tekur við miklum fjölda sendinga frá netversluninni ASOS sem er gríðarlega vinsæl hér á landi. vísir Flutningsfyrirtækið TVG-Zimsen áætlar að það muni taka við hátt í 3000 sendingum frá bresku netversluninni ASOS nú fyrir jólin en gríðarleg aukning hefur verið í sendingum frá búðinni síðustu daga og vikur að sögn Björns Einarssonar, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Ljóst er að ASOS nýtur mikilla vinsælda hér á landi en núna desember spilar jólaverslunin vissulega inn í þar sem fólk er að kaupa jólagjafir og ef til vill ný jóladress. Til samanburðar tók TVG-Zimsen við hátt í 2000 sendingum í nóvember en Björn segir að fyrirtækið hafi upphaflega búist því að taka við um 300 sendingum í hverjum mánuði þegar þeir byrjuðu að þjónusta ASOS í haust. Miðað við það er aukningin núna í desember tíföld. TVG-Zimsen er umboðsaðili flutningsfyrirtækisins Skynet á Íslandi. Skynet er með samning við ASOS og tekur fyrirtækið því við sendingum frá fataversluninni, tollar þær og afhendir kaupendum. „Við erum markvisst að þróa okkar starfsemi í tengslum við netverslun og einn liður í því var að fara í þetta samstarf við Skynet sem er svo með samning við ASOS sem er svona feykilega vinsælt á Íslandi,“ segir Björn í samtali við Vísi. Hann bendir á að vissulega hjálpi gengisþróun pundsins til og að verslun Íslendinga í Bretlandi eða í gegnum Bretland hafi aukist mikið einnig þess vegna. „En netverslun er líka að aukast heilt yfir og eins og til dæmis ASOS þá er það mjög aðgengileg síða og auðvelt að versla hjá þeim. Svo spila flutningslausnir auðvitað líka inn í.“ Sem umboðsaðili Skynet á Íslandi tekur TVG-Zimsen við sendingum frá fleiri verslunum en Björn segir að hlutur ASOS sé langstærstur. „Sú verslun hefur greinilega komið sér vel fyrir á íslenskum markaði.“ Tengdar fréttir Íslendingar versla jólagjafirnar meira á netinu en nokkru sinni fyrr Fataverslun á Íslandi dregst saman þrátt fyrir að verð hafi lækkað. Samkeppni við erlendan markað sem nú hefur harðnað á netinu. Jólaverslun um netið er feikimikil. Sendingum fyrir jólin að utan hefur fjölgað um 55 prósent frá í fyr 14. desember 2016 14:30 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Flutningsfyrirtækið TVG-Zimsen áætlar að það muni taka við hátt í 3000 sendingum frá bresku netversluninni ASOS nú fyrir jólin en gríðarleg aukning hefur verið í sendingum frá búðinni síðustu daga og vikur að sögn Björns Einarssonar, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Ljóst er að ASOS nýtur mikilla vinsælda hér á landi en núna desember spilar jólaverslunin vissulega inn í þar sem fólk er að kaupa jólagjafir og ef til vill ný jóladress. Til samanburðar tók TVG-Zimsen við hátt í 2000 sendingum í nóvember en Björn segir að fyrirtækið hafi upphaflega búist því að taka við um 300 sendingum í hverjum mánuði þegar þeir byrjuðu að þjónusta ASOS í haust. Miðað við það er aukningin núna í desember tíföld. TVG-Zimsen er umboðsaðili flutningsfyrirtækisins Skynet á Íslandi. Skynet er með samning við ASOS og tekur fyrirtækið því við sendingum frá fataversluninni, tollar þær og afhendir kaupendum. „Við erum markvisst að þróa okkar starfsemi í tengslum við netverslun og einn liður í því var að fara í þetta samstarf við Skynet sem er svo með samning við ASOS sem er svona feykilega vinsælt á Íslandi,“ segir Björn í samtali við Vísi. Hann bendir á að vissulega hjálpi gengisþróun pundsins til og að verslun Íslendinga í Bretlandi eða í gegnum Bretland hafi aukist mikið einnig þess vegna. „En netverslun er líka að aukast heilt yfir og eins og til dæmis ASOS þá er það mjög aðgengileg síða og auðvelt að versla hjá þeim. Svo spila flutningslausnir auðvitað líka inn í.“ Sem umboðsaðili Skynet á Íslandi tekur TVG-Zimsen við sendingum frá fleiri verslunum en Björn segir að hlutur ASOS sé langstærstur. „Sú verslun hefur greinilega komið sér vel fyrir á íslenskum markaði.“
Tengdar fréttir Íslendingar versla jólagjafirnar meira á netinu en nokkru sinni fyrr Fataverslun á Íslandi dregst saman þrátt fyrir að verð hafi lækkað. Samkeppni við erlendan markað sem nú hefur harðnað á netinu. Jólaverslun um netið er feikimikil. Sendingum fyrir jólin að utan hefur fjölgað um 55 prósent frá í fyr 14. desember 2016 14:30 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Íslendingar versla jólagjafirnar meira á netinu en nokkru sinni fyrr Fataverslun á Íslandi dregst saman þrátt fyrir að verð hafi lækkað. Samkeppni við erlendan markað sem nú hefur harðnað á netinu. Jólaverslun um netið er feikimikil. Sendingum fyrir jólin að utan hefur fjölgað um 55 prósent frá í fyr 14. desember 2016 14:30
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent