Viðskipti erlent

Svissnesk úr í sögulegu lágmarki

Sæunn Gísladóttir skrifar
Swatch-úr hafa notið mikilla vinsælda.
Swatch-úr hafa notið mikilla vinsælda. Vísir/EPA
Útlit er fyrir að um 20 milljón svissnesk úr verði seld úr landi á árinu, og hafa þau aldrei verið jafn fá síðan árið 1984.

Bloomberg greinir frá því að á fyrstu tíu mánuðum ársins hafi fjöldi útfluttra úra dregist saman um ellefu prósent samanborið við síðasta ár.

Ef fer sem horfir munu úrin ná sömu lægð og árið 1984 þegar tölvuúr voru í tísku.

Fjöldi úraframleiðenda, meðal annars Vacheron, Constantin, Cart­ier og Vulcain hafa fækkað starfsfólki undanfarið, en Swatch, einn þekktasti úraframleiðandi Sviss, hefur ekki tilkynnt um slíkt þó að kostnaður hafi aukist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×