Þurfum að læra af Norðmönnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2016 19:11 Búrfellsvirkjun í vetrarklæðum. Það væri ábyrg hagstjórn á flesta mælikvarða ef Íslendingar myndu fylgja dæmi Norðmanna þegar tekjur ríkisins af auðlindanýtingu eru annars vegar og safna þeim í sjóði sem nýta mætti síðar. mynd/landsvirkjun Seðlabankastjóri segir Íslendinga þurfa að draga lærdóm af reynslu Norðmanna í hagstjórn meðal annars með ábyrgri ráðstöfun tekna ríkisins af auðlindanýtingu. Unnið hefur verið að stofnun orkuauðlindasjóðs í fjármálaráðuneytinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að Íslendingar dragi lærdóm af reynslu Norðmanna þegar agi í hagstjórn er annars vegar. Áður hefur Már vísað til vel heppnaðarar peningastefnu Norðmanna en verðbólguvæntingar högguðust ekki í Noregi þegar gengi norsku krónunnar féll samhliða verðfalli á hráolíu. „Það gengur vel í Noregi því ríkisfjármálastefnan er ábyrg og þeir hafa tekið með ábyrgum hætti á búhnykkjum sem þeir hafa orðið fyrir. Þeir hafa hlaðið arðgreiðslum úr auðlindageiranum í stóra sjóði og svo framvegis. Það er meiri agi þar í stjórnmálunum og í hagstjórn,“ segir Már. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur talað fyrir stofnun sérstaks auðlindasjóðs að norskri fyrirmynd. Í ávarpi sínu á ársfundi Landsvirkjunar á síðasta ári sagði hann: „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna Með því að leggja inn í sérstakan sjóð arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins getum við hafið uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu.“Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Hann kynnti þar hugmyndir um orkuauðlindasjóð og endurtók þær svo á ársfundi fyrirtækisins á þessu ári. Unnið hefur verið að stofnun sjóðsins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Vísir/Vilhelm.Ráðherrann endurtók svo þennan boðskap á ársfundi Landsvirkjunar á þessu ári: „Fyrir ári, á þessum vettvangi, varpaði ég fram þeirri hugmynd að koma á fót sérstökum sjóði um arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins. Með slíkum sjóði mætti hefja uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. (…) Sérstaklega hefur verið litið til Noregs þar sem slíkur sjóður hefur verið rekinn með góðum árangri.“ Hvað varð um þessi áform? Það hefur ekki neinn slíkur sjóður verið stofnaður ennþá en hann verður ekki stofnaður nema með skýrri lagaheimild. Engin frumvarpsdrög liggja fyrir opinberlega en í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið unnin undirbúningsvinna vegna stofnunar sjóðsins. Bjarni Benediktsson hefur sjálfur fundað með norska fjármálaráðuneytinu og norska olíusjóðnum til að afla betri upplýsinga um starfsemi hans, hlutverk og fjármögnun. Landsvirkjun greiddi ríkissjóð átján hundruð milljónir króna í arð á árinu 2011 og svo einn og hálfan milljarð króna á ári síðastliðin fjögur ár. Samtals 7,8 milljarða króna á fimm árum. Eftir tvö til þrjú ár ætti árleg arðgreiðsla til ríkissjóðs að geta numið 10-20 milljörðum króna ef áætlanir stjórnenda Landsvirkjunar ganga eftir. Ef það gengur upp er ljóst að skapast hefur raunhæf þörf fyrir stofnun auðlindasjóðs að norskri fyrirmynd. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Seðlabankastjóri segir Íslendinga þurfa að draga lærdóm af reynslu Norðmanna í hagstjórn meðal annars með ábyrgri ráðstöfun tekna ríkisins af auðlindanýtingu. Unnið hefur verið að stofnun orkuauðlindasjóðs í fjármálaráðuneytinu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að Íslendingar dragi lærdóm af reynslu Norðmanna þegar agi í hagstjórn er annars vegar. Áður hefur Már vísað til vel heppnaðarar peningastefnu Norðmanna en verðbólguvæntingar högguðust ekki í Noregi þegar gengi norsku krónunnar féll samhliða verðfalli á hráolíu. „Það gengur vel í Noregi því ríkisfjármálastefnan er ábyrg og þeir hafa tekið með ábyrgum hætti á búhnykkjum sem þeir hafa orðið fyrir. Þeir hafa hlaðið arðgreiðslum úr auðlindageiranum í stóra sjóði og svo framvegis. Það er meiri agi þar í stjórnmálunum og í hagstjórn,“ segir Már. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur talað fyrir stofnun sérstaks auðlindasjóðs að norskri fyrirmynd. Í ávarpi sínu á ársfundi Landsvirkjunar á síðasta ári sagði hann: „Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna Með því að leggja inn í sérstakan sjóð arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins getum við hafið uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu.“Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar 2015. Hann kynnti þar hugmyndir um orkuauðlindasjóð og endurtók þær svo á ársfundi fyrirtækisins á þessu ári. Unnið hefur verið að stofnun sjóðsins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Vísir/Vilhelm.Ráðherrann endurtók svo þennan boðskap á ársfundi Landsvirkjunar á þessu ári: „Fyrir ári, á þessum vettvangi, varpaði ég fram þeirri hugmynd að koma á fót sérstökum sjóði um arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins. Með slíkum sjóði mætti hefja uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. (…) Sérstaklega hefur verið litið til Noregs þar sem slíkur sjóður hefur verið rekinn með góðum árangri.“ Hvað varð um þessi áform? Það hefur ekki neinn slíkur sjóður verið stofnaður ennþá en hann verður ekki stofnaður nema með skýrri lagaheimild. Engin frumvarpsdrög liggja fyrir opinberlega en í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur verið unnin undirbúningsvinna vegna stofnunar sjóðsins. Bjarni Benediktsson hefur sjálfur fundað með norska fjármálaráðuneytinu og norska olíusjóðnum til að afla betri upplýsinga um starfsemi hans, hlutverk og fjármögnun. Landsvirkjun greiddi ríkissjóð átján hundruð milljónir króna í arð á árinu 2011 og svo einn og hálfan milljarð króna á ári síðastliðin fjögur ár. Samtals 7,8 milljarða króna á fimm árum. Eftir tvö til þrjú ár ætti árleg arðgreiðsla til ríkissjóðs að geta numið 10-20 milljörðum króna ef áætlanir stjórnenda Landsvirkjunar ganga eftir. Ef það gengur upp er ljóst að skapast hefur raunhæf þörf fyrir stofnun auðlindasjóðs að norskri fyrirmynd.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira