Fleiri fréttir

Lárus hafi ákveðið að bjóða starfsmönnum bankans að kaupa hlutabréf í Glitni með lánum frá bankanum sjálfum

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna milljarða lánveitinga til fjórtán einkahlutafélaga í eigu jafnmargra starfsmanna bankans. Lánveitingarnar eru hluti af ákæru héraðssaksóknara í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi.

Markaðir komnir í ró

Síðustu mánuði hafa hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum hækkað um rúmlega tíu prósent og markaðir í Asíu tekið við sér eftir miklar lægðir.

Þriðjungur segir skort á vinnuafli

Þriðjungur stjórnenda fjögur hundruð stærstu fyrirtækja landsins segist í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands finna fyrir vinnuaflsskorti, samanborið við sautján prósent fyrir ári.

130 milljónir í ráðgjöf vegna skuldaviðræðna

Reykjanesbær greiddi 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf vegna viðræðna við kröfuhafa 2015. Mun borga sig náist samkomulag um milljarða­afskriftir, að sögn bæjarstjóra. Jöfnunarsjóður endurgreiðir stóran hluta.

Tilraunir til að selja Ísland fyrr á öldum hluti af hrunrannsókn

Lítill áhugi erlendra aðila á Íslandi þegar landið var boðið til sölu frá 16. og fram til 19. aldar er orðinn hluti af rannsókn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins.

Máli gegn Björgólfi vísað frá

Máli málsóknarfélags gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þetta staðfestir Reimar Pétursson verjandi Björgólfs við Vísi.

Sádar sækjast eftir láni

Leitast eftir sex til átta milljörðum til að stoppa upp í fjárlög vegna verðhruns olíu.

Hlustað á gagnrýni

Aðalfundur Símans fer fram í vikunni og er athyglisverður fyrir nokkurra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þetta fyrsti aðalfundur félagsins eftir að það var skráð á markað síðastliðið haust.

SA telja gjaldtöku hagkvæmustu leiðina

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins telur hagkvæmt að taka upp gjaldtöku af ferðamannastöðum. Þótt Ísland sé dýrt er verðlag ekki farið að hafa áhrif.

Fákeppni, arðgreiðslur og ónýt mynt

Einu aðilarnir, sem fást til að fjárfesta hér á landi í krónuhagkerfinu, eru spákaupmenn sem stunda vaxtamunarviðskipti vegna ofurvaxta Seðlabankans og þau viðskipti ógna stöðugleika. Það höfum við áður rekið okkur á. Stjórnendur lífeyrissjóðanna ganga síðan eins langt og þeir komast við að gera sér mat úr fákeppni á kostnað sjóðsfélaga, eigenda sjóðanna.

Forsvarsmenn Airbnb mótfallnir takmörkunum

Sofia Gkiousou, yfirmaður opinberrar stefnu Airbnb á Íslandi, segir Airbnb fagna því að breyta lögum um veitingastaði og skemmtanahald og einfalda þannig regluverk í kringum útleigu til ferðamanna á Íslandi. Hún segir hins vegar níutíu daga takmörkun á leigutíma og við tvær eignir vera of takmarkandi fyrir Airbnb-gestgjafa á Íslandi. Þetta kemur fram í bréfi hennar til atvinnuveganefndar.

Sjá næstu 50 fréttir