Viðskipti innlent

Óbreytt stjórn hjá Sjóvá

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kosið verður um nýja stjórn Sjóvá þann 11. mars næstkomandi.
Kosið verður um nýja stjórn Sjóvá þann 11. mars næstkomandi. Vísir/Arnþór Birkisson
Núverandi stjórn býður sig fram að óbreyttu til stjórnar Sjóvár. Framboðsfrestur til stjórnar Sjóvá-Almennra trygginga hf. rann út þann 6. mars.

Kosið verður um nýja stjórn Sjóvá þann 11. mars næstkomandi.

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins: Erna Gísladóttir, Heimir V. Haraldsson, Hjördís E. Harðardóttir, Ingi Jóhann Guðmundsson, og Tómas Kristjánsson.

Garðar Gíslason, og Kristín Egilsdóttir eru í framboði sem varamenn í stjórn.

 


Tengdar fréttir

Ný reikningsskil skapa milljarða í arð

VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×