FÍB skoðar möguleikann á samkeppni við tryggingafélögin Bjarki Ármannsson skrifar 9. mars 2016 16:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir mögulega tækifæri fyrir nýjan aðila á tryggingamarkaði. Vísir/Auðunn Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) skoðar nú möguleikann á því að fara út í einhvers konar tryggingastarfsemi á íslenskum markaði. Framkvæmdastjóri félagsins segir markaðinn einsleitan og að mögulega sé þannig tækifæri fyrir nýjan aðila. „Auðvitað höfum við verið að setja okkur í samband við þá aðila sem við höfum tengst í gegnum árin og gætu mögulega komið til greina sem samstarfsaðilar,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „En síðan er auðvitað líka alltaf hinn möguleikinn, að einhverjir taki sig til og hreinlega fari út í það að stofna nýtt félag sem myndi leitast við að veita samkeppni á markaði.“„Ólga í samfélaginu“ Félagið hefur að undanförnu verið duglegt að gagnrýna starfsemi íslensku tryggingafélaganna þriggja; VÍS, Sjóvár og TM. Þá sérstaklega í ljósi himinhárra og umdeildra arðgreiðslna sem félögin leggja til að greiða út til hluthafa sinna vegna síðasta reikningsárs.Sjá einnig: Munu leggjast gegn arðgreiðslu á aðalfundi VÍS „Nú framundan eru aðalfundir félaganna og það er kannski von á því að eitthvað gerist þar,“ segir Runólfur. „En eins og staðan er núna þá er það mikil ólga í samfélaginu að það er greinilega hljómgrunnur fyrir því að hér verði eitthvað gert.“VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Áformin hafa verið víða gagnrýnd.VísirFÍB hefur áður reynt fyrir sér í tryggingabransanum. Félagið fór í samstarf við breska tryggingafélagið Ibex á Lloyd‘s markaðnum árið 1996 og bauð félagsmönnum sínum bifreiðatryggingar undir heitinu FÍB tryggingar. Það varð þó fljótt undir í baráttunni við rótgrónu fyrirtækin hér á landi. „Á þeim tímapunkti voru yfirlýsingar í farvatninu frá fyrirtækjum hér á markaði um að það þyrfti allt að 25 prósent hækkun iðgjalda ökutækjatrygginga,“ rifjar Runólfur upp. „Þetta fyrirtæki kom inn á haustmánuðunum 1996 og bauð þrjátíu prósent ódýrari tryggingariðgjöld á bifreiðatryggingum en voru fyrir. Viku seinna var allur markaðurinn búinn að lækka sig niður um 25 prósent.“Sjá einnig: Formaður VR vonar að tryggingafélögin sjái að sér Runólfur segir tryggingastarfsemi í eðli sínu þannig að hún þurfi talsvert langa aðlögun áður en farið er af stað. „Þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir hann. „En fyrst byrja menn auðvitað að þreifa og kanna landslagið. Þannig ástand er í augnablikinu að það er vissulega möguleiki á því að það verði farið út í svona aðgerðir.“ Tengdar fréttir VÍS og Sjóvá standa við tillögur um arðgreiðslur Stjórn VÍS segist hafa skilning á því að mörgum þyki fyrirhugaðar arðgreiðslur félagsins háar. 8. mars 2016 19:22 Ný reikningsskil skapa milljarða í arð VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér 2. mars 2016 14:00 Munu leggjast gegn arðgreiðslu á aðalfundi VÍS Stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu 5 milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi. 8. mars 2016 18:30 Formaður VR vonar að tryggingafélögin sjái að sér Formaður VR segir launafólki misboðið með arðgreiðslum tryggingafélaganna sem lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut í. 8. mars 2016 13:28 „Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir það að eigendur tryggingafélaganna tæmi bótasjóðina og stingi þeim í eigin vasa“ FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra áskorun um að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. 6. mars 2016 11:47 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) skoðar nú möguleikann á því að fara út í einhvers konar tryggingastarfsemi á íslenskum markaði. Framkvæmdastjóri félagsins segir markaðinn einsleitan og að mögulega sé þannig tækifæri fyrir nýjan aðila. „Auðvitað höfum við verið að setja okkur í samband við þá aðila sem við höfum tengst í gegnum árin og gætu mögulega komið til greina sem samstarfsaðilar,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. „En síðan er auðvitað líka alltaf hinn möguleikinn, að einhverjir taki sig til og hreinlega fari út í það að stofna nýtt félag sem myndi leitast við að veita samkeppni á markaði.“„Ólga í samfélaginu“ Félagið hefur að undanförnu verið duglegt að gagnrýna starfsemi íslensku tryggingafélaganna þriggja; VÍS, Sjóvár og TM. Þá sérstaklega í ljósi himinhárra og umdeildra arðgreiðslna sem félögin leggja til að greiða út til hluthafa sinna vegna síðasta reikningsárs.Sjá einnig: Munu leggjast gegn arðgreiðslu á aðalfundi VÍS „Nú framundan eru aðalfundir félaganna og það er kannski von á því að eitthvað gerist þar,“ segir Runólfur. „En eins og staðan er núna þá er það mikil ólga í samfélaginu að það er greinilega hljómgrunnur fyrir því að hér verði eitthvað gert.“VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Áformin hafa verið víða gagnrýnd.VísirFÍB hefur áður reynt fyrir sér í tryggingabransanum. Félagið fór í samstarf við breska tryggingafélagið Ibex á Lloyd‘s markaðnum árið 1996 og bauð félagsmönnum sínum bifreiðatryggingar undir heitinu FÍB tryggingar. Það varð þó fljótt undir í baráttunni við rótgrónu fyrirtækin hér á landi. „Á þeim tímapunkti voru yfirlýsingar í farvatninu frá fyrirtækjum hér á markaði um að það þyrfti allt að 25 prósent hækkun iðgjalda ökutækjatrygginga,“ rifjar Runólfur upp. „Þetta fyrirtæki kom inn á haustmánuðunum 1996 og bauð þrjátíu prósent ódýrari tryggingariðgjöld á bifreiðatryggingum en voru fyrir. Viku seinna var allur markaðurinn búinn að lækka sig niður um 25 prósent.“Sjá einnig: Formaður VR vonar að tryggingafélögin sjái að sér Runólfur segir tryggingastarfsemi í eðli sínu þannig að hún þurfi talsvert langa aðlögun áður en farið er af stað. „Þetta gerist ekki á einni nóttu,“ segir hann. „En fyrst byrja menn auðvitað að þreifa og kanna landslagið. Þannig ástand er í augnablikinu að það er vissulega möguleiki á því að það verði farið út í svona aðgerðir.“
Tengdar fréttir VÍS og Sjóvá standa við tillögur um arðgreiðslur Stjórn VÍS segist hafa skilning á því að mörgum þyki fyrirhugaðar arðgreiðslur félagsins háar. 8. mars 2016 19:22 Ný reikningsskil skapa milljarða í arð VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér 2. mars 2016 14:00 Munu leggjast gegn arðgreiðslu á aðalfundi VÍS Stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu 5 milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi. 8. mars 2016 18:30 Formaður VR vonar að tryggingafélögin sjái að sér Formaður VR segir launafólki misboðið með arðgreiðslum tryggingafélaganna sem lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut í. 8. mars 2016 13:28 „Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir það að eigendur tryggingafélaganna tæmi bótasjóðina og stingi þeim í eigin vasa“ FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra áskorun um að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. 6. mars 2016 11:47 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
VÍS og Sjóvá standa við tillögur um arðgreiðslur Stjórn VÍS segist hafa skilning á því að mörgum þyki fyrirhugaðar arðgreiðslur félagsins háar. 8. mars 2016 19:22
Ný reikningsskil skapa milljarða í arð VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér 2. mars 2016 14:00
Munu leggjast gegn arðgreiðslu á aðalfundi VÍS Stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu 5 milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi. 8. mars 2016 18:30
Formaður VR vonar að tryggingafélögin sjái að sér Formaður VR segir launafólki misboðið með arðgreiðslum tryggingafélaganna sem lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut í. 8. mars 2016 13:28
„Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir það að eigendur tryggingafélaganna tæmi bótasjóðina og stingi þeim í eigin vasa“ FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra áskorun um að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. 6. mars 2016 11:47