Umsókn Hard Rock Café í Lækjargötu ekki verið hafnað Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 13:22 Fjárfestar sem stefna að opnun Hard Rock veitingastaðar í Iðu húsinu við Lækjargötu segja rangt að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi hafnað ósk þeirra um opnun staðarins. Enda hafi félagið fyrst lagt inn alvöru umsókn síðast liðinn föstudag og menn séu bjartsýnir á niðurstöðuna. Fjárfestar sem reka meðal annars Dominos staðina tóku yfir leigusamning Iðu bókaverslunar í Lækjargötu fyrir nokkru og stefna á að opna þar Hard Rock stað. Í desember sendu fjárfestarnir almenna fyrirspurn til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar varðandi fyrirætlanir sínar. Í niðurstöðu sviðsins hinn 7. janúar segir m.a. að „samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulagsins sé húsnæðið á skilgreindum miðborgarkjarna 6 þar sem gert sé ráð fyrir hámarki 50% sömu starfsemi, smásöluverslun undanskilin á götuhliðum jarðhæða. Í dag sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53%, sem sé yfir 50% viðmiðinu. Það sé því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði.“Bjartsýnn á niðurstöðuna Högni Sigurðsson einn þeirra sem vinna að opnun Hard Rock segir þetta ekki vera endanlegt svar við umsókn frá fjárfestunum heldur einungis fyrstu viðbrögð við fyrirspurn. Eiginleg umsókn hafi ekki verið lögð inn fyrr en síðast liðinn föstudag og segist Högni vera bjartsýnn á niðurstöðuna. „Já, við erum að koma til móts við öll þau efni sem við teljum að þurfi að koma til móts við til að fá jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Högni. Ef allt gangi að óskum verði staðurinn opnaður seinnipart sumars.Sjá einnig:Deilur í Iðuhúsinu „Ef hlutirnir ganga eftir ætlum við að vera með svið þar með lifandi tónlist og DJ‘ar geta komið fram í bland við veitingastað sem einnig verður á efri hæðinni. Svo gæti verið að við verðum einnig með eitthvað í kjallaranum,“ segir Högni. Hins vegar verði Hard Rock verslun á götuhlið jarðhæðarinnar sem bæði sé samkvæmt stefnu Hard Rock keðjunnar og þeim áherslum sem borgin hafi um starfsemi á jarðhæð næst götunni. Það yrði vissulega áfall ef borgin hafnaði þessu. „Það væri eiginlega bar mest áfall fyrir miðborgina held ég. Jú, að sjálfsögðu yrðu það vonbrigði. En ég held að þetta verði allt á jákvæðu nótunum,“ segir Högni Sigurðsson. Tengdar fréttir Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Fjárfestar sem stefna að opnun Hard Rock veitingastaðar í Iðu húsinu við Lækjargötu segja rangt að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi hafnað ósk þeirra um opnun staðarins. Enda hafi félagið fyrst lagt inn alvöru umsókn síðast liðinn föstudag og menn séu bjartsýnir á niðurstöðuna. Fjárfestar sem reka meðal annars Dominos staðina tóku yfir leigusamning Iðu bókaverslunar í Lækjargötu fyrir nokkru og stefna á að opna þar Hard Rock stað. Í desember sendu fjárfestarnir almenna fyrirspurn til umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar varðandi fyrirætlanir sínar. Í niðurstöðu sviðsins hinn 7. janúar segir m.a. að „samkvæmt miðborgarkafla aðalskipulagsins sé húsnæðið á skilgreindum miðborgarkjarna 6 þar sem gert sé ráð fyrir hámarki 50% sömu starfsemi, smásöluverslun undanskilin á götuhliðum jarðhæða. Í dag sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða 53%, sem sé yfir 50% viðmiðinu. Það sé því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði.“Bjartsýnn á niðurstöðuna Högni Sigurðsson einn þeirra sem vinna að opnun Hard Rock segir þetta ekki vera endanlegt svar við umsókn frá fjárfestunum heldur einungis fyrstu viðbrögð við fyrirspurn. Eiginleg umsókn hafi ekki verið lögð inn fyrr en síðast liðinn föstudag og segist Högni vera bjartsýnn á niðurstöðuna. „Já, við erum að koma til móts við öll þau efni sem við teljum að þurfi að koma til móts við til að fá jákvæð viðbrögð við þessu,“ segir Högni. Ef allt gangi að óskum verði staðurinn opnaður seinnipart sumars.Sjá einnig:Deilur í Iðuhúsinu „Ef hlutirnir ganga eftir ætlum við að vera með svið þar með lifandi tónlist og DJ‘ar geta komið fram í bland við veitingastað sem einnig verður á efri hæðinni. Svo gæti verið að við verðum einnig með eitthvað í kjallaranum,“ segir Högni. Hins vegar verði Hard Rock verslun á götuhlið jarðhæðarinnar sem bæði sé samkvæmt stefnu Hard Rock keðjunnar og þeim áherslum sem borgin hafi um starfsemi á jarðhæð næst götunni. Það yrði vissulega áfall ef borgin hafnaði þessu. „Það væri eiginlega bar mest áfall fyrir miðborgina held ég. Jú, að sjálfsögðu yrðu það vonbrigði. En ég held að þetta verði allt á jákvæðu nótunum,“ segir Högni Sigurðsson.
Tengdar fréttir Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Deilur í Iðuhúsinu: „Búið að ganga yfir mig á skítugum skónum“ Eigandi Sbarro segir framkvæmdir við opnun Hard Rock þegar hafnar. Hann er afar ósáttur. 11. janúar 2016 10:52