Lítil eftirspurn eftir græðgi og baktjaldamakki Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2016 18:34 Fjármálaráðherra segir fyrirætlanir tryggingafélaganna um milljarða arðgreiðslur áminningu um að atvinnulífið eins og aðrir í samfélaginu þyrftu að taka þátt í að auka traust í samfélaginu á nýjan leik. Stjórnir stærstu tryggingafélaganna ákváðu í dag að lækka greiðslurnar um fimm og hálfan milljarð. Fjármálaráðherra og þingmenn fögnuðu því í umræðum á Alþingi í dag að tryggingafélög hefðu ákveðið að lækka arðgreiðslur sínar. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og sagði upprunaleg áform tryggingafélaganna sýna endurreisn græðgisvæðingarinnar í þjóðfélaginu. „Ég held að menn ættu að átta sig á því í viðskiptalífinu á Íslandi að það er lítil eftirspurn eftir græðginni og það er lítil eftirspurn eftir baktjaldamakki og sölu hluta til vildarvina í lokuðu ferli og öðrum slíkum hlutum. Viðbrögðin undanfarnar vikur og mánuði hafa sýnt það og það er vel, því það veitir greinilega ekki af að veita aðhald,“ sagði Stengrímur. Stjórn Sjóvar leggur til að arðgreiðslur lækki um rúma 2,4 milljarða og stjórn VÍS að þær lækki um þrjá milljarða. Steingrímur segir að engu að síður ætli félögin að greiða út sem svari til alls hagnaðar þeirra á síðasta ári. Tryggingafélögin hefðu einnig vísað til Evróputilskipunar sem ekki hefði tekið gildi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði þetta mál áminningu um að atvinnulífið áttaði sig áþví að allir þyrftu að standa saman í að endurheimta traust í landinu. „Traust á milli almennings og atvinnustarfseminnar, traust á milli kjósenda og stjórnmálaflokka, kjósenda og Alþingis, á eftirlitsstofnunum og svo framvegis. Okkur miðar ágætlega á mörgum sviðum en atvinnulífið og vinnumarkaðurinn í heild sinni verður líka að skila sínu í þeirri umræðu,“ sagði Bjarni. Það gengi ekki upp að hækka iðgjöld á lögbundnum tryggingum og taka út á sama tíma margra ára uppsafnaðan arð. Fleiri þingmenn tóku undir sjónarmið Bjarna og Steingríms en þó ekki allir. Sigríður Andersen sagðist ekki ætla að taka undir vanþóknun innan og utan þings á tryggingarfélögunum, eða taka þátt í geðshræringum og stóryrðum. Það þyrfti líka að huga að eigendum tryggingafélaganna nú þegar lækka ætti arðgreiðslurnar. „Hver hefur talað máli sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna sem verða hér af greiðslu, ríkissjóður af 420 milljóna arðgreiðslu við þessa ákvörðun ef hún raungerist. Hver ætlar að tala máli sjóðsfélaganna í lífeyrissjóðunum í þessu máli,“ spurði Sigríður Andersen á Alþingi í dag. Tengdar fréttir Lækka arðgreiðslur sínar í 657 milljónir Sjóvá segir umræðu um umdeildar tillögur um arðgreiðslur hafa ógnað orðspori félagsins. 10. mars 2016 12:04 VÍS lækkar arðgreiðslu um þrjá milljarða Stjórnin segir núverandi arðgreiðslustefnu geta skaðað orðspor fyrirtækisins. 10. mars 2016 15:03 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir fyrirætlanir tryggingafélaganna um milljarða arðgreiðslur áminningu um að atvinnulífið eins og aðrir í samfélaginu þyrftu að taka þátt í að auka traust í samfélaginu á nýjan leik. Stjórnir stærstu tryggingafélaganna ákváðu í dag að lækka greiðslurnar um fimm og hálfan milljarð. Fjármálaráðherra og þingmenn fögnuðu því í umræðum á Alþingi í dag að tryggingafélög hefðu ákveðið að lækka arðgreiðslur sínar. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og sagði upprunaleg áform tryggingafélaganna sýna endurreisn græðgisvæðingarinnar í þjóðfélaginu. „Ég held að menn ættu að átta sig á því í viðskiptalífinu á Íslandi að það er lítil eftirspurn eftir græðginni og það er lítil eftirspurn eftir baktjaldamakki og sölu hluta til vildarvina í lokuðu ferli og öðrum slíkum hlutum. Viðbrögðin undanfarnar vikur og mánuði hafa sýnt það og það er vel, því það veitir greinilega ekki af að veita aðhald,“ sagði Stengrímur. Stjórn Sjóvar leggur til að arðgreiðslur lækki um rúma 2,4 milljarða og stjórn VÍS að þær lækki um þrjá milljarða. Steingrímur segir að engu að síður ætli félögin að greiða út sem svari til alls hagnaðar þeirra á síðasta ári. Tryggingafélögin hefðu einnig vísað til Evróputilskipunar sem ekki hefði tekið gildi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði þetta mál áminningu um að atvinnulífið áttaði sig áþví að allir þyrftu að standa saman í að endurheimta traust í landinu. „Traust á milli almennings og atvinnustarfseminnar, traust á milli kjósenda og stjórnmálaflokka, kjósenda og Alþingis, á eftirlitsstofnunum og svo framvegis. Okkur miðar ágætlega á mörgum sviðum en atvinnulífið og vinnumarkaðurinn í heild sinni verður líka að skila sínu í þeirri umræðu,“ sagði Bjarni. Það gengi ekki upp að hækka iðgjöld á lögbundnum tryggingum og taka út á sama tíma margra ára uppsafnaðan arð. Fleiri þingmenn tóku undir sjónarmið Bjarna og Steingríms en þó ekki allir. Sigríður Andersen sagðist ekki ætla að taka undir vanþóknun innan og utan þings á tryggingarfélögunum, eða taka þátt í geðshræringum og stóryrðum. Það þyrfti líka að huga að eigendum tryggingafélaganna nú þegar lækka ætti arðgreiðslurnar. „Hver hefur talað máli sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna sem verða hér af greiðslu, ríkissjóður af 420 milljóna arðgreiðslu við þessa ákvörðun ef hún raungerist. Hver ætlar að tala máli sjóðsfélaganna í lífeyrissjóðunum í þessu máli,“ spurði Sigríður Andersen á Alþingi í dag.
Tengdar fréttir Lækka arðgreiðslur sínar í 657 milljónir Sjóvá segir umræðu um umdeildar tillögur um arðgreiðslur hafa ógnað orðspori félagsins. 10. mars 2016 12:04 VÍS lækkar arðgreiðslu um þrjá milljarða Stjórnin segir núverandi arðgreiðslustefnu geta skaðað orðspor fyrirtækisins. 10. mars 2016 15:03 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Lækka arðgreiðslur sínar í 657 milljónir Sjóvá segir umræðu um umdeildar tillögur um arðgreiðslur hafa ógnað orðspori félagsins. 10. mars 2016 12:04
VÍS lækkar arðgreiðslu um þrjá milljarða Stjórnin segir núverandi arðgreiðslustefnu geta skaðað orðspor fyrirtækisins. 10. mars 2016 15:03
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun