Viðskipti innlent

Viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka sendur í leyfi vegna ákæru um markaðsmisnotkun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi. vísir/vilhelm
Jónas Guðmundsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka, er einn af þeim fimm fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir markaðsmisnotkun.

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir að Jónas sé kominn í ótímabundið leyfi frá og með deginum í dag vegna málsins og sé það í samræmi við reglur bankans.

„Næstu skref hjá okkur eru að skoða ákæru héraðssaksóknara vel og sjá hvað honum er gefið að sök,“ segir Edda í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV.

Auk Jónasar eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri bankans, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson ákærðir í málinu. Eru þeir allir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun en Lárus er einnig ákærður fyrir umboðssvik.


Tengdar fréttir

Aðalmeðferð í Aurum-málinu í apríl

Áætlað er að aðalmeðferð í Aurum-málinu svokallaða fari fram í apríl á næsta ári. Þetta kom fram við fyrirtöku í málinu í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×