Segja Fjármálaeftirlitið ekki skilja hlutverk sitt Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2016 13:45 Vísir/GVA Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir Fjármálaeftirlitið ekki skilja í hverju gagnrýni félagsins á aðhaldsleysi stofnunarinnar með tryggingafélögunum felist. FME skilji ekki hlutverk sitt. FÍB skoraði á dögunum á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, að grípa til aðgerða vegna milljarða arðgreiðslna til eiganda tryggingafélaganna. Í tilkynningu frá FÍB sagði að FME hefði lagt blessun sína á að bótasjóðir yrðu tæmdir og stungið í vasa eigenda. Fjármálaeftirlitið svaraði gagnrýninni og sagði fyrirhugaðar arðgreiðslur í samræmi við lög. Þó væri ámælisvert að hve litlu leyti tryggingafélögin hafi útskýrt ástæður greiðslnanna. „FME telur að tryggingafélögin hafi ekki staðið sig sem skyldi við að réttlæta óeðlilegar arðgreiðslur. FME skilur ekki að það er ekkert að réttlæta. FME skilur ekki að gagnrýnin snýst um andvaraleysi stofnunarinnar þegar kemur að hagsmunum almennings. FME vanrækir þetta hlutverk sitt.“ Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri, skrifar undir. Þar segir að FME ráðleggi tryggingartökum að skipta um tryggingafélag séu þeir ósáttir við arðgreiðslur. FÍB bendir á að þrjú stærstu félögin sem séu með um 90 prósent markaðshlutdeild sæti gagnrýni fyrir arðgreiðslur. „Hverju breytir fyrir viðskiptavin að fara frá einu slíku yfir í það næsta? Ljóst er að FME er ekki í tengslum við raunveruleikann.“Ekki óskyldir hlutir Þá segir einnig að eftirlitið láti eins og iðgjaldatekjur og fjárfestingatekjur tryggingafélaganna séu óskyldir hlutir. Það sé rangt. „Tryggingafélögin ávaxta fyrirframgreiddu iðgjöldin og þannig verða fjárfestingatekjurnar til. Sú ávöxtun á að vera í þágu viðskiptavina, en ekki bara eigenda félaganna. Samt telur FME þörf á iðgjaldahækkun af því að „tryggingahlutinn“ sé rekinn með tapi þó fjármálahlutinn skili hagnaði, rétt eins og hann sé óskyldur tryggingum.“ FÍB segir heildarafkomuna skipta máli þegar þörfin fyrir hækkun sé metin. „FME stendur með fyrirtækjunum gegn hagsmunum neytenda þegar það leggur blessun sína yfir iðgjaldahækkun hjá tryggingafélögunum sem taka á sama tíma milljarða króna í arð.“ Þá segir að FME hafni því að viðskiptavinir tryggingafélaganna eigi bótasjóðina og segi þá þar með í eigu félaganna sjálfra. FÍB segir það ganga gegn skilgreiningu tryggingafélaganna sjálfra. Þau hafi haldið því fram að sjóðirnir séu eign tjónþola og séu skuld við þá sem eigi eftir að lenda í tjónum.Sofandi á verðinum Auk þess heldur FÍB því fram að Fjármálaeftirlitið undirstriki sofandahátt síðust sex til sjö ára með því að segja ekki hafa lagaheimild til að skipa tryggingafélögunum að ráðstafa arðs til tryggingartaka sem byggt hafi upp bótasjóðina. Eftirlitinu hefði löngu átt að vera ljóst að sjóðirnir yrðu óþarfir með nýjum reiknireglum sem hafa verið innleiddar. „Þegar árið 2011 uppfylltu öll tryggingafélögin nýju kröfurnar. Þá þegar gat FME farið að vinna með tryggingafélögunum að því að láta þau skila bótasjóðunum til viðskiptavina með því einfaldlega að nýta þá til að greiða tjón. Á móti hefði verið hægt að lækka iðgjöld og þannig hefðu viðskiptavinir tryggingafélaganna fengið sjóðina endurgreidda.“ „En líkt og fyrri daginn virðast hagsmunir viðskiptavina tryggingafélaganna engu máli skipta fyrir FME, þó svo að stofnunin hafi þá lagaskyldu að gæta þeirra. Þess í stað stendur stofnunin þétt að baki fjármálafyrirtækjum sem mergsjúga almenning í skjóli fáokunar.“ FÍB segist ekki ver að berjast fyrir sínum hagsmunum heldur hagsmunum almennings. Væri rétt að málum staðið þyrftu þeir þess ekki. Það sé Fjármálaeftirlitsins að gæta hagsmuna almennings gagnvart tryggingafélögunum. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir Fjármálaeftirlitið ekki skilja í hverju gagnrýni félagsins á aðhaldsleysi stofnunarinnar með tryggingafélögunum felist. FME skilji ekki hlutverk sitt. FÍB skoraði á dögunum á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, að grípa til aðgerða vegna milljarða arðgreiðslna til eiganda tryggingafélaganna. Í tilkynningu frá FÍB sagði að FME hefði lagt blessun sína á að bótasjóðir yrðu tæmdir og stungið í vasa eigenda. Fjármálaeftirlitið svaraði gagnrýninni og sagði fyrirhugaðar arðgreiðslur í samræmi við lög. Þó væri ámælisvert að hve litlu leyti tryggingafélögin hafi útskýrt ástæður greiðslnanna. „FME telur að tryggingafélögin hafi ekki staðið sig sem skyldi við að réttlæta óeðlilegar arðgreiðslur. FME skilur ekki að það er ekkert að réttlæta. FME skilur ekki að gagnrýnin snýst um andvaraleysi stofnunarinnar þegar kemur að hagsmunum almennings. FME vanrækir þetta hlutverk sitt.“ Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri, skrifar undir. Þar segir að FME ráðleggi tryggingartökum að skipta um tryggingafélag séu þeir ósáttir við arðgreiðslur. FÍB bendir á að þrjú stærstu félögin sem séu með um 90 prósent markaðshlutdeild sæti gagnrýni fyrir arðgreiðslur. „Hverju breytir fyrir viðskiptavin að fara frá einu slíku yfir í það næsta? Ljóst er að FME er ekki í tengslum við raunveruleikann.“Ekki óskyldir hlutir Þá segir einnig að eftirlitið láti eins og iðgjaldatekjur og fjárfestingatekjur tryggingafélaganna séu óskyldir hlutir. Það sé rangt. „Tryggingafélögin ávaxta fyrirframgreiddu iðgjöldin og þannig verða fjárfestingatekjurnar til. Sú ávöxtun á að vera í þágu viðskiptavina, en ekki bara eigenda félaganna. Samt telur FME þörf á iðgjaldahækkun af því að „tryggingahlutinn“ sé rekinn með tapi þó fjármálahlutinn skili hagnaði, rétt eins og hann sé óskyldur tryggingum.“ FÍB segir heildarafkomuna skipta máli þegar þörfin fyrir hækkun sé metin. „FME stendur með fyrirtækjunum gegn hagsmunum neytenda þegar það leggur blessun sína yfir iðgjaldahækkun hjá tryggingafélögunum sem taka á sama tíma milljarða króna í arð.“ Þá segir að FME hafni því að viðskiptavinir tryggingafélaganna eigi bótasjóðina og segi þá þar með í eigu félaganna sjálfra. FÍB segir það ganga gegn skilgreiningu tryggingafélaganna sjálfra. Þau hafi haldið því fram að sjóðirnir séu eign tjónþola og séu skuld við þá sem eigi eftir að lenda í tjónum.Sofandi á verðinum Auk þess heldur FÍB því fram að Fjármálaeftirlitið undirstriki sofandahátt síðust sex til sjö ára með því að segja ekki hafa lagaheimild til að skipa tryggingafélögunum að ráðstafa arðs til tryggingartaka sem byggt hafi upp bótasjóðina. Eftirlitinu hefði löngu átt að vera ljóst að sjóðirnir yrðu óþarfir með nýjum reiknireglum sem hafa verið innleiddar. „Þegar árið 2011 uppfylltu öll tryggingafélögin nýju kröfurnar. Þá þegar gat FME farið að vinna með tryggingafélögunum að því að láta þau skila bótasjóðunum til viðskiptavina með því einfaldlega að nýta þá til að greiða tjón. Á móti hefði verið hægt að lækka iðgjöld og þannig hefðu viðskiptavinir tryggingafélaganna fengið sjóðina endurgreidda.“ „En líkt og fyrri daginn virðast hagsmunir viðskiptavina tryggingafélaganna engu máli skipta fyrir FME, þó svo að stofnunin hafi þá lagaskyldu að gæta þeirra. Þess í stað stendur stofnunin þétt að baki fjármálafyrirtækjum sem mergsjúga almenning í skjóli fáokunar.“ FÍB segist ekki ver að berjast fyrir sínum hagsmunum heldur hagsmunum almennings. Væri rétt að málum staðið þyrftu þeir þess ekki. Það sé Fjármálaeftirlitsins að gæta hagsmuna almennings gagnvart tryggingafélögunum.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun