Viðskipti innlent

Sigurjón og Elín sýknuð í Hæstarétti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir.
Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir. vísir/
Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínu Sigfúsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, sem ákærð voru fyrir umboðssvik.

Sigurjóni og Elínu var gefið að sök að hafa í störfum sínum fyrir Landsbanka Íslands misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu. Annars vegar var um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamninga Kaupþingsbanka sem dagsett er 4.júlí 2006 og staðfest af ákærðu þremur dögum síðar. Önnur sjálfskuldarábyrgðin var við félagið Empennage Inc., skráð á Panama að fjárhæð 2,5 milljörðum króna. Hin var við félagið Zimham Corp., skráð á Panama að fjárhæð 4,3 milljörðum króna. Ábyrgðirnar voru tryggðar með veði í Landsbankanum sjálfum.

Hins vegar er um að ræða sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning Kaupþings dagsettan 29. júní 2007 við félagið Empenneage Inc., að fjárhæð 6,8 milljörðum króna og ábyrgðin var veitt án utanaðkomandi trygginga.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×