Viðskipti innlent

VÍS og Sjóvá standa við tillögur um arðgreiðslur

Bjarki Ármannsson skrifar
Hvorki stjórn VÍS né Sjóvár hyggst falla frá umdeildum tillögum sínum um arðgreiðslur til hluthafa.
Hvorki stjórn VÍS né Sjóvár hyggst falla frá umdeildum tillögum sínum um arðgreiðslur til hluthafa. Vísir/E.Ól.
Hvorki stjórn VÍS né Sjóvár hyggst falla frá umdeildum tillögum sínum um arðgreiðslur til hluthafa. Stjórn VÍS segist hafa skilning á því að mörgum þyki fyrirhugaðar arðgreiðslur félagsins háar en segir komandi hluthafafund réttan vettvang til að ræða málefni félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningum frá stjórnum félaganna nú í kvöld. Stjórnir tryggingafélaganna VÍS, TM og Sjóvár vilja greiða hluthöfum sínum samtals 9,6 milljarða króna í arð vegna síðasta reikningsárs. Arðgreiðslurnar eru afar umdeildar og greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu fimm milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi.

VÍS segir tillögur um arðgreiðslur í samræmi við fyrri yfirlýsingar og stefnu félagsins. Bæði félögin benda á að arður hafi ekki verið greiddur út hjá félögunum á árunum 2009 til 2013.


Tengdar fréttir

Ný reikningsskil skapa milljarða í arð

VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér

Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill skýringar vegna arðgreiðslna tryggingafélaganna. Formaður FÍB segir fólki almennt misboðið. FME bendir á að félögin séu hlutafélög og bótasjóðir ekki í eigu þeirra sem í þá gr






Fleiri fréttir

Sjá meira


×