Munu leggjast gegn arðgreiðslu á aðalfundi VÍS Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. mars 2016 18:30 Stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu 5 milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi. Greint hefur verið frá því að stjórnir tryggingafélaganna þriggja, VÍS, TM og Sjóvár, vilja greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða í arð vegna síðasta reikningsárs. Arðgreiðslurnar eru í samræmi við lög um vátryggingarstarfsemi og án ótvíræðrar lagaheimildar getur Fjármálaeftirlitið ekki gefið tryggingafélögunum bindandi fyrirmæli um ráðstöfun arðs. Slík lagaheimild er ekki fyrir hendi. Þrátt fyrir lögmætið eru arðgreiðslurnar afar umdeildar. Sú umdeildasta er sennilega hjá VÍS en félagið sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. Stjórn VÍS ákvað síðan í lok febrúar að greiða 5 milljarða króna í arð til hluthafa vegna rekstrar síðasta árs.„Menn hafa kannski ekki gætt að orðspori fyrirtækisins með því að haga sínum ákvörðunum gagnvart viðskiptavinum með þessum hætti,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME um fyrirhugaða arðgreiðslu hjá VÍS og aðdraganda hennar.365/ÞÞUnnur Gunnarsdóttir forstjóri FME hafði þetta að segja um arðgreiðslu VÍS í fréttum okkar í gær: „Þetta er svolítið sérstök atburðarás og ekki heppileg. Menn hafa kannski ekki gætt að orðspori fyrirtækisins með því að haga sínum ákvörðunum gagnvart viðskiptavinum með þessum hætti.“ Stærsti hluthafi VÍS er Lífeyrissjóður verzlunarmanna og styður sjóðurinn Herdísi Fjeldsted sem er stjórnarformaður VÍS. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lífeyrissjóðurinn lýst óánægju með arðgreiðsluna. Nokkrir stærstu hluthafar VÍS, meðal annars Lífeyrissjóður verzlunarmanna, ætla ekki að styðja tillögu um 5 milljarða arðgreiðslu óbreytta á aðalfundi VÍS hinn 17. mars næstkomandi. Hefur þessum upplýsingum verið komið á framfæri við fulltrúa þeirra í stjórn VÍS. Líklegast verður það niðurstaða stjórnarinnar að gera tillögu um hófstílltari arðgreiðslu. Morgunblaðið greindi fyrst frá því í dag að stórir hluthafar VÍS hefðu efasemdir um arðgreiðsluna. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að búið sé að koma þeim upplýsingum til skila að þessi tillaga verði ekki studd óbreytt á aðalfundi VÍS. Ekki eru uppi áform um að breyta tillögum um arðgreiðslur hjá TM og Sjóvá. Fyrirhuguð arðgreiðsla hjá Sjóvá er sett í einkennilegt ljós þegar haft er í huga að ríkissjóður er stærsti hluthafi Sjóvár með 13 prósenta eignarhlut gegnum SAT Eignarhaldsfélag hf. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu 5 milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi. Greint hefur verið frá því að stjórnir tryggingafélaganna þriggja, VÍS, TM og Sjóvár, vilja greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða í arð vegna síðasta reikningsárs. Arðgreiðslurnar eru í samræmi við lög um vátryggingarstarfsemi og án ótvíræðrar lagaheimildar getur Fjármálaeftirlitið ekki gefið tryggingafélögunum bindandi fyrirmæli um ráðstöfun arðs. Slík lagaheimild er ekki fyrir hendi. Þrátt fyrir lögmætið eru arðgreiðslurnar afar umdeildar. Sú umdeildasta er sennilega hjá VÍS en félagið sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. Stjórn VÍS ákvað síðan í lok febrúar að greiða 5 milljarða króna í arð til hluthafa vegna rekstrar síðasta árs.„Menn hafa kannski ekki gætt að orðspori fyrirtækisins með því að haga sínum ákvörðunum gagnvart viðskiptavinum með þessum hætti,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME um fyrirhugaða arðgreiðslu hjá VÍS og aðdraganda hennar.365/ÞÞUnnur Gunnarsdóttir forstjóri FME hafði þetta að segja um arðgreiðslu VÍS í fréttum okkar í gær: „Þetta er svolítið sérstök atburðarás og ekki heppileg. Menn hafa kannski ekki gætt að orðspori fyrirtækisins með því að haga sínum ákvörðunum gagnvart viðskiptavinum með þessum hætti.“ Stærsti hluthafi VÍS er Lífeyrissjóður verzlunarmanna og styður sjóðurinn Herdísi Fjeldsted sem er stjórnarformaður VÍS. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lífeyrissjóðurinn lýst óánægju með arðgreiðsluna. Nokkrir stærstu hluthafar VÍS, meðal annars Lífeyrissjóður verzlunarmanna, ætla ekki að styðja tillögu um 5 milljarða arðgreiðslu óbreytta á aðalfundi VÍS hinn 17. mars næstkomandi. Hefur þessum upplýsingum verið komið á framfæri við fulltrúa þeirra í stjórn VÍS. Líklegast verður það niðurstaða stjórnarinnar að gera tillögu um hófstílltari arðgreiðslu. Morgunblaðið greindi fyrst frá því í dag að stórir hluthafar VÍS hefðu efasemdir um arðgreiðsluna. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að búið sé að koma þeim upplýsingum til skila að þessi tillaga verði ekki studd óbreytt á aðalfundi VÍS. Ekki eru uppi áform um að breyta tillögum um arðgreiðslur hjá TM og Sjóvá. Fyrirhuguð arðgreiðsla hjá Sjóvá er sett í einkennilegt ljós þegar haft er í huga að ríkissjóður er stærsti hluthafi Sjóvár með 13 prósenta eignarhlut gegnum SAT Eignarhaldsfélag hf.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira