Viðskipti innlent

Lækka arðgreiðslur sínar í 657 milljónir

Bjarki Ármannsson skrifar
Sjóvá segir umræðu um umdeildar tillögur um arðgreiðslur hafa ógnað orðspori félagsins.
Sjóvá segir umræðu um umdeildar tillögur um arðgreiðslur hafa ógnað orðspori félagsins. Vísir/Arnþór
Stjórn tryggingafélagsins Sjóvár hefur ákveðið að lækka arðgreiðslur úr félaginu úr 3,1 milljarði í 657 milljónir króna. Ákvörðunin er tekin á ljósi viðbragða við tillögu stjórnarinnar um arðgreiðslu.

Í greinargerð stjórnarinnar vmeð breytingartillögunni, sem finna má í viðhengi við fréttina, segir að rangfærslur sem hafi verið uppi í umræðunni um arðgreiðslur Sjóvár ógni orðspori félagsins.

Stjórn Sjóvár harmi tortryggnina sem beinst hafi að félaginu undanfarna daga og vilji með þessu bregðast við henni.

Tillögur Sjóvár, VÍS og TM um arðgreiðslur hafa verið harðlega gagnrýndar. Sjóvá sendi frá sér tillögu í vikunni þar sem fram kom að félagið hyggðist ekki falla frá tillögum sínum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×