Fleiri fréttir

Allt útlit fyrir aukna einkaneyslu

Kortavelta einstaklinga jókst um 7,3% að raungildi í júní frá sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun.

Hitinn og magnið kemur á óvart

Verktakar í Vaðlaheiðargöngum gætu lent á nokkrum köldum vatnsæðum þar sem rennsli gæti orðið álíka kraftmikið og úr sprungunni sem tefur gangagerðina. Rannsóknir sýndu að jarðhiti gæti fundist á gangaleiðinni.

Camel fer upp að hlið Marlboro

Eftir samkomulag um kaup Reynolds American Inc. á Lorillard Inc. fyrir 25 milljarða Bandaríkjadala verður fyrrnefnda fyrirtækið næststærsti tóbaksframleiðandi Bandaríkjanna á eftir Altria, sem meðal annars framleiðir Marlboro-sígarettur. Kaupverðið samsvarar yfir 2.850 milljörðum íslenskra króna.

Bandarísk yfirvöld ósammála Sigmundi

Bandaríska matvöruverslunin Costco auglýsir lífrænt ræktað kjöt á vefsíðu sinni sem vottað sé af bandarískum yfirvöldum. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir rannsóknir sýna að bandarískt kjöt og unnar kjötvörur séu öruggar.

BRICS-ríkin stofna þróunarbanka

Leiðtogar hinna svokölluðu BRICS-ríkja, þ.e. Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku, skrifuðu í dag undir samkomulag um að koma á fót nýjum þróunarbanka og gjaldeyrisvarasjóði.

Skapar um 400 ný störf

Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power).

Gangagerðarmenn flýja heita vatnið

Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin.

N4 á Akureyri til sölu

Fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri er komið í söluferli. Fjárfestingafélagið Tækifæri, sem er að mestu í eigu KEA, Akureyrarkaupstaðar og Lífeyrissjóðsins Stapa, hefur sýnt kaupunum áhuga.

Vodafone hlýtur upplýsingaöryggisvottun

Vodafone hefur fengið vottað og staðfest að stjórnkerfi fyrirtækisins fyrir upplýsingaöryggi samræmist alþjóðlega upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001.

Segir neyðarástand á leigumarkaði

"Þó að margir vilji tala ástandið upp, þetta sé allt nice og frábært, þá er neyðarástand á leigumarkaði á Íslandi í dag. Það er bara einfalt,“ segir Ásta Hafberg frá Samtökum leigjenda.

Nýi Billy passar ekki með þeim gamla

Sænski húsgagnarisinn IKEA hefur kynnt nýja Billy bókaskápa til sögunnar. Ekki er hægt að nýta færanlegar hillur úr gömlum skápum í nýju útgáfunni.

Sævar Freyr Þráinsson nýr forstjóri 365

Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði.

Matarverð lækkar hraðar en verð á fötum

Verð á dagvöru hefur lækkað um 1,4% frá áramótum og veltan eykst jafnt og þétt. Verð á áfengi hefur lækkað um 0,1% á þessum tíma. Hins vegar hefur verð á fötum og skóm hækkað um 11 – 12%. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Í tilkynningu segir að ætla megi að styrking á gengi krónunnar skili sér fyrr út í verðlag á vörum með mikinn veltuhraða eins og mat og drykkjarvöru.

Sumarflugin látin duga

Þýsk flugfélög ætla sér ekki að lengja ferðatímabilið til Íslands, þrátt fyrir mikla aukningu ferðamanna utan annatíma.

Beittu Steinullarverksmiðjunni gegn Múrbúðinni

Fyrri eigendur Húsasmiðjunar viðurkenndu að hafa brotið gegn skilyrðum sem sett voru af samkeppnisráði, um að eigendur Steinullarverksmiðjunnar mættu ekki beita sér gegn samkeppni.

Sjá næstu 50 fréttir