Viðskipti innlent

70 manns missa vinnuna hjá Lifandi markaði

Höskuldur Kári Schram skrifar
Öllu starfsfólki fyrirtækisins Lifandi markaðar var sagt upp störfum í gær eða rúmlega sjötíu manns. Verslunum fyrirtækisins hefur verið lokað.

Lifandi markaður rak þrjár matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota þann 4. júlí síðastliðinn að beiðni eigenda.

Fyrirtækið tapaði samtals rúmum 90 milljónum króna á árunum 2011 og 2012 samkvæmt ársreikningi. Fyrirtækið var í eigu Auðar I fagfjárfestingasjóðs sem er framtakssjóður sem var rekinn af Virðingu.

Rúmlega sjötíu manns unnu hjá fyrirtækinu og var þeim öllum sagt upp störfum í gær. Verslunum fyrirtækisins hefur ennfremur verið lokað.



Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjárfestar sýnt áhuga að kaupa verslun fyrirtækisins í Borgartúni og eru viðræður á lokastigi. Þeir stefna á að opna verslunina á ný í næstu viku undir nafni Lifandi markaðar. Því er ekki útilokað að einhverjum starfsmönnum sem var sagt upp í gær verði boðið að vinna þar. Ekki liggur fyrir hvað verður um hinar verslanir fyrirtækisins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×