Viðskipti innlent

Spenntur að vinna að frekari framþróun fyrirtækisins

Birta Björnsdóttir skrifar
Sævar Freyr Þorsteinsson, forstjóri 365.
Sævar Freyr Þorsteinsson, forstjóri 365. Vísir/Daníel
Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 en hann tekur við starfinu af Ara Edwald, sem hefur sinnt starfi forstjóra undanfarin átta ár. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 en hann var áður forstjóri Símans.

Starfið leggst mjög vel í mig, það er gaman að koma og starfa hjá þessu frábæra fyrirtæki sem býr yfir jafn miklum mannauði. Ég er spenntur að vinna að frekari framþróun fyrirtækisins með öllu þessu góða fólki," segir Sævar Freyr.

Það fylgja því alltaf einhverjar breytingar þegar nýr aðili kemur inn og ég á von á því að á næstu vikunum förum við yfir hvar má gera betur og hvaða markmið við setjum okkur fram á veginn."

Sævar tilgreindi ekki nákvæmlega í hverju fyrirhugaðar breytingar gætu falist en sagðist ætla fara yfir málin með öðrum stjórnendum fyrirtækisins á næstu dögum og vikum.

Niðurstaðan úr þeirri vinnu verður svo kynnt markaðnum," sagði nýráðinn forstjóri 365.


Tengdar fréttir

Sævar Freyr Þráinsson nýr forstjóri 365

Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×