Beittu Steinullarverksmiðjunni gegn Múrbúðinni Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2014 19:47 Vísir/Anton Fyrri eigendur Húsasmiðjunar viðurkenndu að hafa brotið gegn skilyrðum sem sett voru af samkeppnisráði, um að eigendur Steinullarverksmiðjunnar mættu ekki beita sér gegn samkeppni. Þá sem aðaleigendur verksmiðjunar. Baldur Björnsson, eigandi eigandi Múrbúðarinnar sendi fjölmiðlum í dag samskipti sín við framkvæmdastjóra Steinullarverksmiðjunnar. Þá spurði Baldur hvort kjör Múrbúðarinnar væru önnur en kjör Húsasmiðjunnar og Byko. Í pósti sínum til fjölmiðla segir Baldur að Múrbúðinni þyki rétt að sýna fjölmiðlum og þar með almenningi, dæmi um „þá forherðingu“ sem Húsasmiðjan og Steinullarverksmiðjan, nú Steinull hf, hafi sýnt í viðleitni til að koma í veg fyrir samkeppni á sölu á steinull. „Í frétt Samkeppniseftirlitsins frá því í gær kemur allt annað fram. Þar segir að fyrri eigendur Húsasmiðjunar hafi viðurkennt að hafa brotið gegn skilyrðum samkeppnisráðs nr. 19/2002. Þau skilyrði voru sett vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull hf.). Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni,“ segir Baldur. „Miðað við þau viðskiptakjör sem Steinullarverksmiðjan bauð hafði Múrbúðin aðeins 5% framlegð af sölu steinullar ef hún yrði seld á sama verði og í Byko og Húsasmiðjunni eins og tilboð þeirra sýndu ýtrekað. Múrbúðin hafði því ekkert svigrúm til að lækka verðið og gat þarmeð ekki beitt sér í samkeppni með þessa mikilvægu byggingavöru. Í tölvupósti til Steinullarverksmiðjunnar undraðist framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar hvernig Byko og Húsasmiðjan gætu selt steinullina með svo lágri framlegð, þ.e. ef fyrirtækin væru yfirleitt að kaupa hana inn á sömu kjörum og Múrbúðin. Framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar sagði af og frá að þessi fyrirtæki væru með hagstæðari viðskiptakjör en Múrbúðin og verðlagning þeirra hlyti bara að vera til marks um grimma samkeppni. En nú hefur sannleikurinn semsé komið í ljós, Steinullarverksmiðjan vann með eigendum sínum að því að koma í veg fyrir að samkeppni gæti hafist í sölu á steinull hér á landi.“Tölvupóstur framkvæmdastjóra Steinullarverksmiðjunnar: Sæll Baldur. Ég tek undir með þér að kaup ykkar hafa verið undir því sem ég átti von á. Hverju um er að kenna ætla ég ekki að dæma um en ég get fullvissað þig um að samband okkar við eigendur okkar er nákvæmlega með þeim hætti, sem ég lýsti á fundi okkar við upphaf viðskiptanna og sömu afsláttakjör eru í gildi nú eins og verið hafa frá úrskurði samkeppnisráðs árið 2002. Við tökum skilyrði samkeppnisráðs mjög alvarlega og leitumst þess vegna við að halda nauðsynlegri „fjarlægð“ milli fyrirtækjanna. Það er aðeins einn verðlisti í gangi, sem gildir fyrir alla viðskiptavini á Íslandi og vörurnar hækka að sjálfsögðu jafn mikið til allra. Ástæða þessarar hækkunar er einfaldlega sú, að okkar stærstu kostnaðarliðir hafa hækkað mjög mikið síðan síðasti verðlisti var gefinn út: Laun hafa hækkað samkvæmt kjarasamningum um ríflega 12% og rafmagn hátt í 20 % í takt við nýja verðstefnu Landsvirkjunar auk verulegra hækkana, sem stafa af veikingu krónunnar. Það hafa aldrei verið greiddir út aðrir eftirágreiddir afslættir til viðskiptavina á Íslandi og engin áform uppi um slíkt. Ég hef að sjálfsögðu fylgst með umræðum í framhaldi af útgáfu skýrslu um mismunun birgja í verðum til smásöluaðila og þykir afar athyglivert að mismunun á þessum „frjálsa“ markaði virðist margföld á við það sem er samkvæmt okkar viðskiptakjörum. Auðvitað verður að reka öll fyrirtæki með hagnaði og ég sé ekki hvernig Byko eða Húsasmiðjan geta selt steinull með lægri álagningu en aðrar vörur. Stundi menn undirboð og selji vörur með tapi er það væntanlega merki um grimmúðlega samkeppni, sem ekki stenst til lengdar eða hvað ? Samkeppni á byggingamarkaði mun þó væntanlega ekki minnka á næstunni með innkomu nýs aðila á markaðinn. Við bjóðum að sjálfsögðu alla viðskipamenn velkomna og ég vonast til að okkar samstarf þróist á jákvæðan hátt báðum til hagsbóta. Bestu kveðjur F.h. Steinullar hf. EinarTölvupóstur Baldurs: Við þökkum fyrir viðskiptin og lipra þjónustu á síðasta ári. Við höfum móttekið bréf ykkar dagsett 24/1 sl varðandi 5% hækkun á verðskrá ykkar. Undirritaður hefur af því nokkrar áhyggjur vegna eignarhalds á Steinull hf, að verðhækkanir séu mismiklar á söluaðila ykkar. Því spyr ég; Hækka vörur jafnmikið til eiganda Steinullar, söluaðilanna Byko og Húsasmiðjunnar ? Ef verð hækka jafnmikið til ofangreindra aðila og til Múrbúðarinnar, vinnið þið hækkunina niður með eftirágreiddum afsláttum til þeirra seinna, t.d. í árslok ? Eins þú þú sérð höfum við hjá Múrbúðinni nokkrar áhyggjur af mismunum í krafti eignarhalds á Steinull hf. Þetta einnig í ljósi mikillar umræðu þessa dagana um gríðarlega mismunun á verði Íslenskra birgja til stærri smásöluaðila. Það hefur komið berlega í ljós undanfarið að við eigum ekki nokkra möguleika að bjóða ykkar vörur á móti eigendum ykkar nema í litlum sölum til smærri verktaka eða einstaklinga, nokkurs konar kropp sölur og ekkert meira. Byko sem tapaði rúmlega 400 miljónum árið 2010” og Húsasmiðjan sem sögð var hafa tapað skv fréttum um 309 miljónum fyrstu 7 mánuðum ársins 2011” hafa kannski sérstakt svigrúm til að selja ykkar vörur með lægri álagningu en við hjá Múrbúðinni teljum að rekstur okkar þurfi til að reka fyrirtækið af ábyrgð, rekstrarhallalaust. Með von um svör við ofangreindum spurningum. Kveðja / Best regards Baldur Björnsson MÚRBÚÐIN Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Fyrri eigendur Húsasmiðjunar viðurkenndu að hafa brotið gegn skilyrðum sem sett voru af samkeppnisráði, um að eigendur Steinullarverksmiðjunnar mættu ekki beita sér gegn samkeppni. Þá sem aðaleigendur verksmiðjunar. Baldur Björnsson, eigandi eigandi Múrbúðarinnar sendi fjölmiðlum í dag samskipti sín við framkvæmdastjóra Steinullarverksmiðjunnar. Þá spurði Baldur hvort kjör Múrbúðarinnar væru önnur en kjör Húsasmiðjunnar og Byko. Í pósti sínum til fjölmiðla segir Baldur að Múrbúðinni þyki rétt að sýna fjölmiðlum og þar með almenningi, dæmi um „þá forherðingu“ sem Húsasmiðjan og Steinullarverksmiðjan, nú Steinull hf, hafi sýnt í viðleitni til að koma í veg fyrir samkeppni á sölu á steinull. „Í frétt Samkeppniseftirlitsins frá því í gær kemur allt annað fram. Þar segir að fyrri eigendur Húsasmiðjunar hafi viðurkennt að hafa brotið gegn skilyrðum samkeppnisráðs nr. 19/2002. Þau skilyrði voru sett vegna kaupa Byko, Húsasmiðjunnar og Kaupfélags Skagfirðinga á eignarhlutum í Steinullarverksmiðjunni hf. (nú Steinull hf.). Skilyrðunum var ætlað að vinna gegn því að sameiginleg eignaraðild Byko og Húsasmiðjunnar að Steinull myndi takmarka samkeppni,“ segir Baldur. „Miðað við þau viðskiptakjör sem Steinullarverksmiðjan bauð hafði Múrbúðin aðeins 5% framlegð af sölu steinullar ef hún yrði seld á sama verði og í Byko og Húsasmiðjunni eins og tilboð þeirra sýndu ýtrekað. Múrbúðin hafði því ekkert svigrúm til að lækka verðið og gat þarmeð ekki beitt sér í samkeppni með þessa mikilvægu byggingavöru. Í tölvupósti til Steinullarverksmiðjunnar undraðist framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar hvernig Byko og Húsasmiðjan gætu selt steinullina með svo lágri framlegð, þ.e. ef fyrirtækin væru yfirleitt að kaupa hana inn á sömu kjörum og Múrbúðin. Framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar sagði af og frá að þessi fyrirtæki væru með hagstæðari viðskiptakjör en Múrbúðin og verðlagning þeirra hlyti bara að vera til marks um grimma samkeppni. En nú hefur sannleikurinn semsé komið í ljós, Steinullarverksmiðjan vann með eigendum sínum að því að koma í veg fyrir að samkeppni gæti hafist í sölu á steinull hér á landi.“Tölvupóstur framkvæmdastjóra Steinullarverksmiðjunnar: Sæll Baldur. Ég tek undir með þér að kaup ykkar hafa verið undir því sem ég átti von á. Hverju um er að kenna ætla ég ekki að dæma um en ég get fullvissað þig um að samband okkar við eigendur okkar er nákvæmlega með þeim hætti, sem ég lýsti á fundi okkar við upphaf viðskiptanna og sömu afsláttakjör eru í gildi nú eins og verið hafa frá úrskurði samkeppnisráðs árið 2002. Við tökum skilyrði samkeppnisráðs mjög alvarlega og leitumst þess vegna við að halda nauðsynlegri „fjarlægð“ milli fyrirtækjanna. Það er aðeins einn verðlisti í gangi, sem gildir fyrir alla viðskiptavini á Íslandi og vörurnar hækka að sjálfsögðu jafn mikið til allra. Ástæða þessarar hækkunar er einfaldlega sú, að okkar stærstu kostnaðarliðir hafa hækkað mjög mikið síðan síðasti verðlisti var gefinn út: Laun hafa hækkað samkvæmt kjarasamningum um ríflega 12% og rafmagn hátt í 20 % í takt við nýja verðstefnu Landsvirkjunar auk verulegra hækkana, sem stafa af veikingu krónunnar. Það hafa aldrei verið greiddir út aðrir eftirágreiddir afslættir til viðskiptavina á Íslandi og engin áform uppi um slíkt. Ég hef að sjálfsögðu fylgst með umræðum í framhaldi af útgáfu skýrslu um mismunun birgja í verðum til smásöluaðila og þykir afar athyglivert að mismunun á þessum „frjálsa“ markaði virðist margföld á við það sem er samkvæmt okkar viðskiptakjörum. Auðvitað verður að reka öll fyrirtæki með hagnaði og ég sé ekki hvernig Byko eða Húsasmiðjan geta selt steinull með lægri álagningu en aðrar vörur. Stundi menn undirboð og selji vörur með tapi er það væntanlega merki um grimmúðlega samkeppni, sem ekki stenst til lengdar eða hvað ? Samkeppni á byggingamarkaði mun þó væntanlega ekki minnka á næstunni með innkomu nýs aðila á markaðinn. Við bjóðum að sjálfsögðu alla viðskipamenn velkomna og ég vonast til að okkar samstarf þróist á jákvæðan hátt báðum til hagsbóta. Bestu kveðjur F.h. Steinullar hf. EinarTölvupóstur Baldurs: Við þökkum fyrir viðskiptin og lipra þjónustu á síðasta ári. Við höfum móttekið bréf ykkar dagsett 24/1 sl varðandi 5% hækkun á verðskrá ykkar. Undirritaður hefur af því nokkrar áhyggjur vegna eignarhalds á Steinull hf, að verðhækkanir séu mismiklar á söluaðila ykkar. Því spyr ég; Hækka vörur jafnmikið til eiganda Steinullar, söluaðilanna Byko og Húsasmiðjunnar ? Ef verð hækka jafnmikið til ofangreindra aðila og til Múrbúðarinnar, vinnið þið hækkunina niður með eftirágreiddum afsláttum til þeirra seinna, t.d. í árslok ? Eins þú þú sérð höfum við hjá Múrbúðinni nokkrar áhyggjur af mismunum í krafti eignarhalds á Steinull hf. Þetta einnig í ljósi mikillar umræðu þessa dagana um gríðarlega mismunun á verði Íslenskra birgja til stærri smásöluaðila. Það hefur komið berlega í ljós undanfarið að við eigum ekki nokkra möguleika að bjóða ykkar vörur á móti eigendum ykkar nema í litlum sölum til smærri verktaka eða einstaklinga, nokkurs konar kropp sölur og ekkert meira. Byko sem tapaði rúmlega 400 miljónum árið 2010” og Húsasmiðjan sem sögð var hafa tapað skv fréttum um 309 miljónum fyrstu 7 mánuðum ársins 2011” hafa kannski sérstakt svigrúm til að selja ykkar vörur með lægri álagningu en við hjá Múrbúðinni teljum að rekstur okkar þurfi til að reka fyrirtækið af ábyrgð, rekstrarhallalaust. Með von um svör við ofangreindum spurningum. Kveðja / Best regards Baldur Björnsson MÚRBÚÐIN
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira