ESA fagnar ákvörðunum varðandi Íbúðalánasjóð Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júlí 2014 13:09 Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að Íbúðalánasjóður muni héðan í frá aðeins sinna starfsemi tengdri almannaþjónustu. Vísir/Vilhelm. ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, fagnar því að íslensk stjórnvöld hafi fallist á að gera veigamiklar breytingar á starfsemi Íbúðalánasjóðs til að tryggja að hún samræmist ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. Þetta segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, í tilkynningu á vef ESA. Í kjölfar tilmæla frá ESA hafa íslensk stjórnvöld fallist á að breyta reglum um starfsemi Íbúðalánasjóðs. ESA hefur því ákveðið að ljúka rannsókn sinni á málefnum Íbúðalánasjóðs. „Eftir að umræddar breytingar taka gildi mun starfsemi Íbúðalánasjóðs vera háð ákveðnum takmörkunum. Þar ber helst að nefna að lán Íbúðalánasjóðs munu að hámarki nema 24 milljónum króna jafnframt því sem hlutfall lána af verðmæti eigna skal að lágmarki vera 60% og að hámarki 80%. Af þessu leiðir að hámarksverðmæti eigna sem lánað verður út á mun verða 40 milljónir króna. Þessar takmarkanir verða háðar árlegri endurskoðun. Þar að auki munu leigufélög þurfa að uppfylla ákveðin félagsleg skilyrði til að standast lánshæfismat sjóðsins,“ segir Sletnes. Í tilkynningunni fagnar ESA því jafnframt að íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að Íbúðalánasjóður muni héðan í frá aðeins sinna starfsemi tengdri almannaþjónustu. Þá hafa þau staðfest að ríkisborgurum EES-ríkja er ekki mismunað í lánafyrirgreiðslu Íbúðalánasjóðs. Samhliða áðurnefndri ákvörðun hefur ESA einnig ákveðið að ljúka rannsókn sinni á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs, en hún var samþykkt með fyrirvara árið 2011 til að fyrirbyggja áföll sem vofðu yfir Íbúðalánasjóði og haft hefðu neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Íslensk stjórnvöld hafa nú sýnt fram á að umrætt framlag ríkisins til sjóðsins fellur innan kerfis viðvarandi aðstoðar. Því hafi þeim ekki borið að tilkynna ráðstöfuninna til ESA og hafa því dregið tilkynninguna til baka. Á þeim grunni hefur ESA nú lokið meðferð málsins. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, fagnar því að íslensk stjórnvöld hafi fallist á að gera veigamiklar breytingar á starfsemi Íbúðalánasjóðs til að tryggja að hún samræmist ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. Þetta segir Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, í tilkynningu á vef ESA. Í kjölfar tilmæla frá ESA hafa íslensk stjórnvöld fallist á að breyta reglum um starfsemi Íbúðalánasjóðs. ESA hefur því ákveðið að ljúka rannsókn sinni á málefnum Íbúðalánasjóðs. „Eftir að umræddar breytingar taka gildi mun starfsemi Íbúðalánasjóðs vera háð ákveðnum takmörkunum. Þar ber helst að nefna að lán Íbúðalánasjóðs munu að hámarki nema 24 milljónum króna jafnframt því sem hlutfall lána af verðmæti eigna skal að lágmarki vera 60% og að hámarki 80%. Af þessu leiðir að hámarksverðmæti eigna sem lánað verður út á mun verða 40 milljónir króna. Þessar takmarkanir verða háðar árlegri endurskoðun. Þar að auki munu leigufélög þurfa að uppfylla ákveðin félagsleg skilyrði til að standast lánshæfismat sjóðsins,“ segir Sletnes. Í tilkynningunni fagnar ESA því jafnframt að íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að Íbúðalánasjóður muni héðan í frá aðeins sinna starfsemi tengdri almannaþjónustu. Þá hafa þau staðfest að ríkisborgurum EES-ríkja er ekki mismunað í lánafyrirgreiðslu Íbúðalánasjóðs. Samhliða áðurnefndri ákvörðun hefur ESA einnig ákveðið að ljúka rannsókn sinni á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs, en hún var samþykkt með fyrirvara árið 2011 til að fyrirbyggja áföll sem vofðu yfir Íbúðalánasjóði og haft hefðu neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Íslensk stjórnvöld hafa nú sýnt fram á að umrætt framlag ríkisins til sjóðsins fellur innan kerfis viðvarandi aðstoðar. Því hafi þeim ekki borið að tilkynna ráðstöfuninna til ESA og hafa því dregið tilkynninguna til baka. Á þeim grunni hefur ESA nú lokið meðferð málsins.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent