Hitinn og magnið kemur á óvart Haraldur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2014 09:00 Vatnið úr sprungunni skapar mikinn hita og raka í göngunum. Vísir/Auðunn „Það kemur okkur á óvart hversu mikið magn af þetta heitu vatni hefur komið úr sprungunni í göngunum og hversu samfellt rennslið hefur verið,“ segir Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur og eigandi Jarðfræðistofunnar ehf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær skoða verktakar í Vaðlaheiðargöngum að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal þar sem hinn endi ganganna verður. Ástæðan er að ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í göngunum um miðjan febrúar og dælir út 200 lítrum af 46 gráðu heitu vatni á sekúndu. Vatnið veldur því að hitastigið í göngunum er milli 28 og 30 gráður og starfsmenn þar eiga erfitt með að vinna fullan vinnudag vegna hitans.Fyrirtæki Ágústs sá um gerð jarðfræðirannsókna sem farið var í við undirbúning framkvæmdanna. Í skýrslu um niðurstöður þeirra segir að búast megi við að sprungur með heitu vatni finnist í göngunum. Vatnsflæðið verði þá talið í fáeinum lítrum eða nokkrum tugum lítra á sekúndu. „Magnið sem verktakarnir sjá núna þýðir að aðfærsluæðarnar eru að leiða vatnið um langan veg og líklega innan frá hálendinu,“ segir Ágúst. Hann segir að verktakar í göngunum geti lent á köldum vatnsæðum með kraftmiklu rennsli. „Þeir gætu átt von á nokkrum æðum með köldu vatni í svipuðu magni og rennur nú úr göngunum.“ Í skýrslunni sé einnig bent á að mikinn jarðhita megi finna á nokkrum svæðum í Eyjafirði og Fnjóskadal. „Það er til dæmis mjög mikill jarðhiti innar í Fnjóskadalnum við bæinn Reyki og á svæði í botni Eyjafjarðar.“ Tengdar fréttir Slys í Vaðlaheiðargöngum Maður slasaðist er hann fékk steypu yfir sig í Vaðlaheiðargöngum við Akureyri síðdegis. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn ekki alvarlega slasaður. 14. júlí 2014 17:23 Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum Ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal. Starfsmennirnir geta ekki unnið fullan vinnudag vegna hitans. 15. júlí 2014 07:00 Gangagerðarmenn flýja heita vatnið Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin. 15. júlí 2014 20:24 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
„Það kemur okkur á óvart hversu mikið magn af þetta heitu vatni hefur komið úr sprungunni í göngunum og hversu samfellt rennslið hefur verið,“ segir Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur og eigandi Jarðfræðistofunnar ehf. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær skoða verktakar í Vaðlaheiðargöngum að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal þar sem hinn endi ganganna verður. Ástæðan er að ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í göngunum um miðjan febrúar og dælir út 200 lítrum af 46 gráðu heitu vatni á sekúndu. Vatnið veldur því að hitastigið í göngunum er milli 28 og 30 gráður og starfsmenn þar eiga erfitt með að vinna fullan vinnudag vegna hitans.Fyrirtæki Ágústs sá um gerð jarðfræðirannsókna sem farið var í við undirbúning framkvæmdanna. Í skýrslu um niðurstöður þeirra segir að búast megi við að sprungur með heitu vatni finnist í göngunum. Vatnsflæðið verði þá talið í fáeinum lítrum eða nokkrum tugum lítra á sekúndu. „Magnið sem verktakarnir sjá núna þýðir að aðfærsluæðarnar eru að leiða vatnið um langan veg og líklega innan frá hálendinu,“ segir Ágúst. Hann segir að verktakar í göngunum geti lent á köldum vatnsæðum með kraftmiklu rennsli. „Þeir gætu átt von á nokkrum æðum með köldu vatni í svipuðu magni og rennur nú úr göngunum.“ Í skýrslunni sé einnig bent á að mikinn jarðhita megi finna á nokkrum svæðum í Eyjafirði og Fnjóskadal. „Það er til dæmis mjög mikill jarðhiti innar í Fnjóskadalnum við bæinn Reyki og á svæði í botni Eyjafjarðar.“
Tengdar fréttir Slys í Vaðlaheiðargöngum Maður slasaðist er hann fékk steypu yfir sig í Vaðlaheiðargöngum við Akureyri síðdegis. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn ekki alvarlega slasaður. 14. júlí 2014 17:23 Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum Ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal. Starfsmennirnir geta ekki unnið fullan vinnudag vegna hitans. 15. júlí 2014 07:00 Gangagerðarmenn flýja heita vatnið Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin. 15. júlí 2014 20:24 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Sjá meira
Slys í Vaðlaheiðargöngum Maður slasaðist er hann fékk steypu yfir sig í Vaðlaheiðargöngum við Akureyri síðdegis. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn ekki alvarlega slasaður. 14. júlí 2014 17:23
Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum Ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal. Starfsmennirnir geta ekki unnið fullan vinnudag vegna hitans. 15. júlí 2014 07:00
Gangagerðarmenn flýja heita vatnið Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin. 15. júlí 2014 20:24