Aldrei eins mörgum VSK númerum lokað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2014 20:00 Embætti ríkisskattstjóra herðir aðgerðir sínar vegna hugsanlegra undanskota virðisaukaskattskyldra aðila, en það sem af er ári hefur fjögur hundruð virðisaukaskattsnúmerum verið lokað. Forstöðumaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra segir þetta stærstu og umfangsmestu aðgerð sem embættið hefur farið í. Á grundvelli nýfenginna lagaheimilda embættis ríkisskattstjóra hefur eftirlit með virðisaukaskattsskilum aukist. Ríkisskattstjóri byrjaði á síðasta ári að beita þessari nýju lagaheimild til lokunar á kennitölum og virðisaukaskattsnúmerum, en samkvæmt henni er ríkisskattstjóra heimilt að láta stöðva atvinnurekstur launagreiðana sem ekki hefur sinnt skyldum sínum um skil á staðgreiðslu tekjuskatts. Þeirri heimild var beitt í fyrsta sinn í ágúst í fyrra. Eftirlit embættisins er tvíþætt og unnið er í tveimur teymum daglega. Annars vegar með samtímaeftirliti þar sem fyrirtæki eru daglega heimsótt og skattskil þess og tekjuskráning skoðuð. Hins vegar eru það eftiráskoðanir þar sem afmarkaðir liðir í skattframtölum fyrirtækja eru skoðaðiar. Virðisaukaskattsnúmerum, sem áætlað hefur verið á síðastliðin tvö ár, hefur einnig verið lokað. Alls eru það fjögur hundruð númer það sem af er ári. Sem er stærsta slíka aðgerð embættisins,.er þetta gert á grundvelli 27. gr. laga um virðisaukaskatt þar sem segir m.a. að hafi skattaðili sætt áætlun virðisaukaskatts samfellt í tvö uppgjörstímabil eða lengur sé Ríkisskattstjóra heimilt að fella hann af virðisaukaskattsskrá. „Á grundvelli nýfenginna lagaheimilda höfum við gert mikið átak í því að loka virðisaukaskattsnúmerum, það er að segja aðilar sem hafa um alla tíð innheimt virðisaukaskatt en ekki skilað til hins opinbera og því fórum við í þetta átak. Þetta eru um fjögur hundruð aðilar sem hafa verið núna á síðustu vikum verið úrskurðaðir af skrá,“ segir Sigurður Jensson forstöðumaður eftirlitssviðs RSK.En hverju skilar þessi áherslubreyting og hvað þýðir þetta fyrir fólk?„Það sem fólk þarf að átta sig á að þegar það fær vsk númer þá er það orðið innheimtumaður ríkissjóðs. Það er komið í samstarf við hið opinbera að innheimta virðisaukaskatt af viðskiptavinum sínum og skila því til ríkissjóðs. Skili menn því ekki heldur láti áætla sig að þá eru menn einfaldlega að brjóta það samstarf og samkomulag og því raunverulega ætti þessum aðilum að vera óheimilt að starfa.“ Válista verður komið upp á næstu vikum og mun hann birtast á vef Ríkisskattstjóra. Listinn verður opinn almenningi og hægt verður að sjá hversu mörgum vasknúmerum hefur verið lokað á grundvelli nýfenginnar lagagreinar embættisins. „Það verður aðgengilegt í gegnum rsk.is að átta sig á því hverjir raunverulega standa undir þeim skyldum sem fylgja því að vá virðisaukanúmer. Það má búast við því að það verði 400-500 aðilar að minnsta kosti, í fyrsta kastinu. Hugsanlega fleiri,“ segir Sigurður. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Embætti ríkisskattstjóra herðir aðgerðir sínar vegna hugsanlegra undanskota virðisaukaskattskyldra aðila, en það sem af er ári hefur fjögur hundruð virðisaukaskattsnúmerum verið lokað. Forstöðumaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra segir þetta stærstu og umfangsmestu aðgerð sem embættið hefur farið í. Á grundvelli nýfenginna lagaheimilda embættis ríkisskattstjóra hefur eftirlit með virðisaukaskattsskilum aukist. Ríkisskattstjóri byrjaði á síðasta ári að beita þessari nýju lagaheimild til lokunar á kennitölum og virðisaukaskattsnúmerum, en samkvæmt henni er ríkisskattstjóra heimilt að láta stöðva atvinnurekstur launagreiðana sem ekki hefur sinnt skyldum sínum um skil á staðgreiðslu tekjuskatts. Þeirri heimild var beitt í fyrsta sinn í ágúst í fyrra. Eftirlit embættisins er tvíþætt og unnið er í tveimur teymum daglega. Annars vegar með samtímaeftirliti þar sem fyrirtæki eru daglega heimsótt og skattskil þess og tekjuskráning skoðuð. Hins vegar eru það eftiráskoðanir þar sem afmarkaðir liðir í skattframtölum fyrirtækja eru skoðaðiar. Virðisaukaskattsnúmerum, sem áætlað hefur verið á síðastliðin tvö ár, hefur einnig verið lokað. Alls eru það fjögur hundruð númer það sem af er ári. Sem er stærsta slíka aðgerð embættisins,.er þetta gert á grundvelli 27. gr. laga um virðisaukaskatt þar sem segir m.a. að hafi skattaðili sætt áætlun virðisaukaskatts samfellt í tvö uppgjörstímabil eða lengur sé Ríkisskattstjóra heimilt að fella hann af virðisaukaskattsskrá. „Á grundvelli nýfenginna lagaheimilda höfum við gert mikið átak í því að loka virðisaukaskattsnúmerum, það er að segja aðilar sem hafa um alla tíð innheimt virðisaukaskatt en ekki skilað til hins opinbera og því fórum við í þetta átak. Þetta eru um fjögur hundruð aðilar sem hafa verið núna á síðustu vikum verið úrskurðaðir af skrá,“ segir Sigurður Jensson forstöðumaður eftirlitssviðs RSK.En hverju skilar þessi áherslubreyting og hvað þýðir þetta fyrir fólk?„Það sem fólk þarf að átta sig á að þegar það fær vsk númer þá er það orðið innheimtumaður ríkissjóðs. Það er komið í samstarf við hið opinbera að innheimta virðisaukaskatt af viðskiptavinum sínum og skila því til ríkissjóðs. Skili menn því ekki heldur láti áætla sig að þá eru menn einfaldlega að brjóta það samstarf og samkomulag og því raunverulega ætti þessum aðilum að vera óheimilt að starfa.“ Válista verður komið upp á næstu vikum og mun hann birtast á vef Ríkisskattstjóra. Listinn verður opinn almenningi og hægt verður að sjá hversu mörgum vasknúmerum hefur verið lokað á grundvelli nýfenginnar lagagreinar embættisins. „Það verður aðgengilegt í gegnum rsk.is að átta sig á því hverjir raunverulega standa undir þeim skyldum sem fylgja því að vá virðisaukanúmer. Það má búast við því að það verði 400-500 aðilar að minnsta kosti, í fyrsta kastinu. Hugsanlega fleiri,“ segir Sigurður.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent