Hundruð Íslendinga greiða fyrir vörur með snjallsímanum einum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2014 20:00 Eflaust kannast einhverjir við komast að því við búðarkassann að veskið hafi verið skilið heima. Nú er lausn í sjónmáli. Smáforritið Pyngjan gerir fólki kleift að greiða með snjallsímanum en forritið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það að gleyma veskinu heima þarf því ekkert endilega að vera neitt tiltökumál. Forritið, sem kom á markað fyrir tæpum mánuði, er hægt og bítandi að sækja í sig veðrið, en þegar hafa sex hundruð manns nýtt sér þessa nýjung hérlendis. Um helmingur Íslendinga gengur með snjallsíma í vasanum og nýtist þetta því stórum hópi fólksEn upp á hvaða möguleika býður slík þjónusta?„Einn möguleiki er að hraða afgreiðslu eins og ísbúðirnar hafa gert. Þær bjóða notendum að skanna inn QR-kóða og greiða fyrir ísinn áður en komið er inn í ísbúðina. Þannig er hægt að ganga beint að afgreiðsluborðinu og fá ísinn afhentan. Þannig að þetta flýtir og er til þæginda fyrir notendur,”segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH samskipta. Dagný segir þetta vera verslunarmáta framtíðarinnar. Þróun Pyngjunnar tók tvör ár en fór í loftið í júní. Þegar hafa sex hundruð manns nýtt sér smáforritið. en fjórir söluaðilar bjóða upp á þessa lausn á ellefu stöðum í Reykjavík og í Reykjanesbæ. En er hægt að treysta þessu? Hverjar eru hætturnar? „Það er lagt mjög mikið upp úr öryggismálum í þessari greiðslulausn eins og öllum öðrum greiðslulausnum. Allar tæknilegar ráðstafanir eru gerðar til að öryggi verði eins og best verður á kosið. Við teljum þetta mjög örugga greiðsluleið og munum fá það vottað innan skamms að uppfylla alla staðla á þessu sviði sem gerðir eru til greiðslulausna.“ Það er leikur einn að nota Pyngjuna. Hægt er að ná í forritið í netverslunum Android og Apple. því næst eru kortaupplýsingar slegnar inn og forritið virkjast. Forritið er hægt að nota á kaffihúsum Kaffitárs og segir rekstrarstjóri þar á bæ Pyngjuna nýtast bæði söluaðilum og kúnnum og telur það hafa flýtt fyrir afgreiðslu umtalsvert „Þetta einfaldar afgreiðsluna og flýtir fyrir og býður upp á möguleika sem annars eru ekki fyrir hendi. Við sjáum að þetta fækkar handtökum starfsmanna við afgreiðsluna og gefur okkur þá frekar tækifæri til að eiga betra spjall við viðskiptavininn,“ segir Lilja Pétursdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa Kaffitárs. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Eflaust kannast einhverjir við komast að því við búðarkassann að veskið hafi verið skilið heima. Nú er lausn í sjónmáli. Smáforritið Pyngjan gerir fólki kleift að greiða með snjallsímanum en forritið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Það að gleyma veskinu heima þarf því ekkert endilega að vera neitt tiltökumál. Forritið, sem kom á markað fyrir tæpum mánuði, er hægt og bítandi að sækja í sig veðrið, en þegar hafa sex hundruð manns nýtt sér þessa nýjung hérlendis. Um helmingur Íslendinga gengur með snjallsíma í vasanum og nýtist þetta því stórum hópi fólksEn upp á hvaða möguleika býður slík þjónusta?„Einn möguleiki er að hraða afgreiðslu eins og ísbúðirnar hafa gert. Þær bjóða notendum að skanna inn QR-kóða og greiða fyrir ísinn áður en komið er inn í ísbúðina. Þannig er hægt að ganga beint að afgreiðsluborðinu og fá ísinn afhentan. Þannig að þetta flýtir og er til þæginda fyrir notendur,”segir Dagný Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri DH samskipta. Dagný segir þetta vera verslunarmáta framtíðarinnar. Þróun Pyngjunnar tók tvör ár en fór í loftið í júní. Þegar hafa sex hundruð manns nýtt sér smáforritið. en fjórir söluaðilar bjóða upp á þessa lausn á ellefu stöðum í Reykjavík og í Reykjanesbæ. En er hægt að treysta þessu? Hverjar eru hætturnar? „Það er lagt mjög mikið upp úr öryggismálum í þessari greiðslulausn eins og öllum öðrum greiðslulausnum. Allar tæknilegar ráðstafanir eru gerðar til að öryggi verði eins og best verður á kosið. Við teljum þetta mjög örugga greiðsluleið og munum fá það vottað innan skamms að uppfylla alla staðla á þessu sviði sem gerðir eru til greiðslulausna.“ Það er leikur einn að nota Pyngjuna. Hægt er að ná í forritið í netverslunum Android og Apple. því næst eru kortaupplýsingar slegnar inn og forritið virkjast. Forritið er hægt að nota á kaffihúsum Kaffitárs og segir rekstrarstjóri þar á bæ Pyngjuna nýtast bæði söluaðilum og kúnnum og telur það hafa flýtt fyrir afgreiðslu umtalsvert „Þetta einfaldar afgreiðsluna og flýtir fyrir og býður upp á möguleika sem annars eru ekki fyrir hendi. Við sjáum að þetta fækkar handtökum starfsmanna við afgreiðsluna og gefur okkur þá frekar tækifæri til að eiga betra spjall við viðskiptavininn,“ segir Lilja Pétursdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa Kaffitárs.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun