Vodafone hlýtur upplýsingaöryggisvottun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2014 15:14 Vodafone hefur fengið afhent vottunarskírteini frá BSI til staðfestingar á fylgni við ISO-27001 staðalinn. Mynd/Vodafone Vodafone hefur fengið vottað og staðfest að stjórnkerfi fyrirtækisins fyrir upplýsingaöryggi samræmist alþjóðlega upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001. Frá þessu greinir í tilkynningu frá Vodafone. Þar kemur jafnframt fram að vottunin felur í sér formlega viðurkenningu á því að upplýsingaöryggi sé stjórnað samkvæmt fyrirfram ákveðnum ferlum og fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna. Hún tryggir ennfremur stöðugar umbætur í upplýsingaöryggismálum. Vottunin nær til stjórnkerfis upplýsingaöryggis fyrir farsíma-, landlínu- og netþjónustu Vodafone. „Það er mikið ánægjuefni fyrir viðskiptavini og starfsfólk Vodafone að þessum áfanga skuli vera náð. ISO-vottunin staðfestir mikla og faglega vinnu sem átt hefur sér stað innan fyrirtækisins í upplýsingaöryggismálum og er mikilvægt skref í verkefni sem héðan í frá er viðvarandi og lýkur í raun aldrei. Við ætlum okkur að vera í fararbroddi á sviði öryggismála hér á landi til framtíðar og munum stýra upplýsingaöryggismálum með faglegum og ábyrgum hætti,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone í tilkynningunni. Stefán segir samstarf Vodafone á Íslandi við Vodafone Group á sviði net- og upplýsingaöryggismála hafa aukist mikið. „Samstarfið hefur mikla þýðingu fyrir okkar viðskiptavini, enda er Vodafone eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi með ómælda reynslu og þekkingu á öryggismálum. Samstarfið hefur nú þegar skilað viðskiptavinum Vodafone áþreifanlegum árangri og mun áfram koma íslenskum fyrirtækjum og samfélagi til góða.“ Í tilkynningunni segir að markvisst hafi verið unnið að uppbyggingu á öflugu stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Vodafone með fagleg vinnubrögð að leiðarljósi. Allir innviðir hafa verið yfirfarnir og öryggisferlar endurskoðaðir. Ýmis tæknileg mál hafa verið rýnd og þeim breytt þar sem þess var þörf. Vinnulag við meðferð gagna hefur verið skýrt og fræðsla í upplýsingaöryggismálum efld stórlega. Nýtt og betra verklag hefur verið innleitt í samskiptum við eftirlitsaðila og lögreglu og meðhöndlun kortaupplýsinga hefur verið breytt til samræmis við hinn alþjóðlega PCI staðal. Samhliða hefur vöru- og þjónustuframboð Vodafone í auknum mæli tekið mið af þörfum viðskiptavina fyrir öryggislausnir og áhyggjuleysi við notkun. Tilgangurinn með öllu þessu sé að styrkja fyrirtækið og bæta þjónustuna við viðskiptavini. Úttektin á upplýsingaöryggismálum Vodafone var í höndum The British Standard Institution (BSI), sem rýndi í vinnulag, ferla og virkni innan Vodafone. Úttektin náði m.a. til vinnulags við skráningar, vinnslu, geymslu og eyðingu gagna hjá fyrirtækinu. Endurúttekt á stjórnkerfinu verður gerð árlega. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Vodafone hefur fengið vottað og staðfest að stjórnkerfi fyrirtækisins fyrir upplýsingaöryggi samræmist alþjóðlega upplýsingaöryggisstaðlinum ISO 27001. Frá þessu greinir í tilkynningu frá Vodafone. Þar kemur jafnframt fram að vottunin felur í sér formlega viðurkenningu á því að upplýsingaöryggi sé stjórnað samkvæmt fyrirfram ákveðnum ferlum og fagleg vinnubrögð séu viðhöfð í hvívetna. Hún tryggir ennfremur stöðugar umbætur í upplýsingaöryggismálum. Vottunin nær til stjórnkerfis upplýsingaöryggis fyrir farsíma-, landlínu- og netþjónustu Vodafone. „Það er mikið ánægjuefni fyrir viðskiptavini og starfsfólk Vodafone að þessum áfanga skuli vera náð. ISO-vottunin staðfestir mikla og faglega vinnu sem átt hefur sér stað innan fyrirtækisins í upplýsingaöryggismálum og er mikilvægt skref í verkefni sem héðan í frá er viðvarandi og lýkur í raun aldrei. Við ætlum okkur að vera í fararbroddi á sviði öryggismála hér á landi til framtíðar og munum stýra upplýsingaöryggismálum með faglegum og ábyrgum hætti,“ segir Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone í tilkynningunni. Stefán segir samstarf Vodafone á Íslandi við Vodafone Group á sviði net- og upplýsingaöryggismála hafa aukist mikið. „Samstarfið hefur mikla þýðingu fyrir okkar viðskiptavini, enda er Vodafone eitt öflugasta fjarskiptafyrirtæki í heimi með ómælda reynslu og þekkingu á öryggismálum. Samstarfið hefur nú þegar skilað viðskiptavinum Vodafone áþreifanlegum árangri og mun áfram koma íslenskum fyrirtækjum og samfélagi til góða.“ Í tilkynningunni segir að markvisst hafi verið unnið að uppbyggingu á öflugu stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Vodafone með fagleg vinnubrögð að leiðarljósi. Allir innviðir hafa verið yfirfarnir og öryggisferlar endurskoðaðir. Ýmis tæknileg mál hafa verið rýnd og þeim breytt þar sem þess var þörf. Vinnulag við meðferð gagna hefur verið skýrt og fræðsla í upplýsingaöryggismálum efld stórlega. Nýtt og betra verklag hefur verið innleitt í samskiptum við eftirlitsaðila og lögreglu og meðhöndlun kortaupplýsinga hefur verið breytt til samræmis við hinn alþjóðlega PCI staðal. Samhliða hefur vöru- og þjónustuframboð Vodafone í auknum mæli tekið mið af þörfum viðskiptavina fyrir öryggislausnir og áhyggjuleysi við notkun. Tilgangurinn með öllu þessu sé að styrkja fyrirtækið og bæta þjónustuna við viðskiptavini. Úttektin á upplýsingaöryggismálum Vodafone var í höndum The British Standard Institution (BSI), sem rýndi í vinnulag, ferla og virkni innan Vodafone. Úttektin náði m.a. til vinnulags við skráningar, vinnslu, geymslu og eyðingu gagna hjá fyrirtækinu. Endurúttekt á stjórnkerfinu verður gerð árlega.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent