Sævar Freyr Þráinsson nýr forstjóri 365 Tinni Sveinsson skrifar 14. júlí 2014 15:12 Sævar Freyr gegndi áður stöðu forstjóra Símans. Vísir/Daníel Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði. „Sævar Freyr hefur mikla reynslu í rekstri og þekkingu sem mun nýtast 365 á spennandi tímum. Með honum höfum við fengið inn mann sem er þekktur fyrir faglega stjórnun, mann sem hefur verið forstjóri í einu stærsta fyrirtæki landsins. Við höfum háleit markmið fyrir hönd 365 og vitum að Sævar Freyr er einmitt maðurinn til að leiða starfsmenn og félagið áfram til frekari landvinninga. 365 hefur góða stöðu á markaði og reksturinn hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við teljum því allar forsendur til þess að félagið geti dafnað vel. Fyrir hönd 365 vil ég þakka Ara Edwald störf hans í þágu félagsins á undanförnum átta árum. Félagið hefur vaxið undir hans stjórn og haslað sér völl á nýjum sviðum,“ segir Ingibjörg S. Pálmadóttir, stjórnarformaður 365. „Það eru ákveðin tímamót hjá 365 miðlum um þessar mundir með endurfjármögnun og hlutafjáraukningu og frekari áherslu á þeim nýjum sviðum sem grunnur hefur verið lagður að, svo sem í fjarskiptum. Þetta er því ágætur tími til að söðla um. Ráðning Sævars Freys sem aðstoðarforstjóra var undirbúningur að frekari breytingum á forystu félagsins og ég treysti honum mjög vel til að leiða fyritækið áfram. Þótt róðurinn hafi stundum verið þungur undanfarin ár var siglingin alltaf skemmtileg með frábæru samstarfsfólki, sem ég er þakklátur fyrir að hafa unnið með. Fyrirtækið og vörumerki þess hafa aldrei staðið betur en um þessar mundir og ég kveð fyrirtækið með stolti,“ segir Ari Edwald, fráfarandi forstjóri 365. „Það er mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumunum í 365 á þessum tímapunkti. Við búum að afar hæfu starfsfólki, öflugum miðlum og ekki síst góðum viðskiptavinum til langs tíma. Þetta er sterkur grunnur til framtíðar, en það er sameiginlegt verkefni okkar allra sem hér störfum að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hagstæðu verði. Ég hlakka til að vinna með öflugu samstarfsfólki sem ég er rétt byrjaður að kynnast. Okkar verkefni verður að efla þjónustuframboð í fjarskipta- og efnisþjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, nýráðinn forstjóri 365. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra viðtal við Sævar úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Í fréttatilkynningu frá 365 kemur eftirfarandi fram um Sævar Frey:Sævar Freyr lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995. Hann er 43 ára gamall, kvæntur Hafdísi Hannesdóttur geislafræðingi og eiga þau 3 börn.Sævar Freyr starfaði hjá Símanum frá 1995. Hann var forstjóri Símans í rúm sex ár þar til í febrúar á þessu ári. Sævar Freyr var þar áður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og á undan því framkvæmdastjóri farsímasviðs. Fram að því hafði Sævar Freyr stýrt ýmsum deildum Símans og borið m.a. ábyrgð á þróun, sölu, markaðsmálum, vörustjórnun, viðskiptastýringu og gagnalausnum. Sævar Freyr hefur setið í stjórn tólf upplýsingatækni- og fjarskipta fyrirtækja í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og á Íslandi ásamt því að hafa einnig verið í stjórn íslenska Sjávarklasans og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.Sævar Freyr er Skagamaður og situr í stjórn Viðskiptaráðs, knattspyrnufélags ÍA, hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og er í ferða- og atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar.Sú reynsla og þekking sem Sævar Freyr hefur mun nýtast félaginu vel á spennandi tímum. Með ráðningu á Sævari Frey sé 365 að fá mann með mikla reynslu af rekstri, þekktur fyrir faglega stjórnun, verið leiðtogi í stóru og öflugu fyrirtæki í kviku samkeppnisumhverfi. Við hjá 365 erum með stór markmið um vöxt og er Sævar Freyr rétti maðurinn til að leiða fyrirtækið. Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði. „Sævar Freyr hefur mikla reynslu í rekstri og þekkingu sem mun nýtast 365 á spennandi tímum. Með honum höfum við fengið inn mann sem er þekktur fyrir faglega stjórnun, mann sem hefur verið forstjóri í einu stærsta fyrirtæki landsins. Við höfum háleit markmið fyrir hönd 365 og vitum að Sævar Freyr er einmitt maðurinn til að leiða starfsmenn og félagið áfram til frekari landvinninga. 365 hefur góða stöðu á markaði og reksturinn hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við teljum því allar forsendur til þess að félagið geti dafnað vel. Fyrir hönd 365 vil ég þakka Ara Edwald störf hans í þágu félagsins á undanförnum átta árum. Félagið hefur vaxið undir hans stjórn og haslað sér völl á nýjum sviðum,“ segir Ingibjörg S. Pálmadóttir, stjórnarformaður 365. „Það eru ákveðin tímamót hjá 365 miðlum um þessar mundir með endurfjármögnun og hlutafjáraukningu og frekari áherslu á þeim nýjum sviðum sem grunnur hefur verið lagður að, svo sem í fjarskiptum. Þetta er því ágætur tími til að söðla um. Ráðning Sævars Freys sem aðstoðarforstjóra var undirbúningur að frekari breytingum á forystu félagsins og ég treysti honum mjög vel til að leiða fyritækið áfram. Þótt róðurinn hafi stundum verið þungur undanfarin ár var siglingin alltaf skemmtileg með frábæru samstarfsfólki, sem ég er þakklátur fyrir að hafa unnið með. Fyrirtækið og vörumerki þess hafa aldrei staðið betur en um þessar mundir og ég kveð fyrirtækið með stolti,“ segir Ari Edwald, fráfarandi forstjóri 365. „Það er mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumunum í 365 á þessum tímapunkti. Við búum að afar hæfu starfsfólki, öflugum miðlum og ekki síst góðum viðskiptavinum til langs tíma. Þetta er sterkur grunnur til framtíðar, en það er sameiginlegt verkefni okkar allra sem hér störfum að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hagstæðu verði. Ég hlakka til að vinna með öflugu samstarfsfólki sem ég er rétt byrjaður að kynnast. Okkar verkefni verður að efla þjónustuframboð í fjarskipta- og efnisþjónustu og nýta vel þau vaxtartækifæri sem félagið hefur,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, nýráðinn forstjóri 365. Í spilaranum efst í fréttinni má heyra viðtal við Sævar úr Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Í fréttatilkynningu frá 365 kemur eftirfarandi fram um Sævar Frey:Sævar Freyr lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995. Hann er 43 ára gamall, kvæntur Hafdísi Hannesdóttur geislafræðingi og eiga þau 3 börn.Sævar Freyr starfaði hjá Símanum frá 1995. Hann var forstjóri Símans í rúm sex ár þar til í febrúar á þessu ári. Sævar Freyr var þar áður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og á undan því framkvæmdastjóri farsímasviðs. Fram að því hafði Sævar Freyr stýrt ýmsum deildum Símans og borið m.a. ábyrgð á þróun, sölu, markaðsmálum, vörustjórnun, viðskiptastýringu og gagnalausnum. Sævar Freyr hefur setið í stjórn tólf upplýsingatækni- og fjarskipta fyrirtækja í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og á Íslandi ásamt því að hafa einnig verið í stjórn íslenska Sjávarklasans og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar.Sævar Freyr er Skagamaður og situr í stjórn Viðskiptaráðs, knattspyrnufélags ÍA, hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og er í ferða- og atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar.Sú reynsla og þekking sem Sævar Freyr hefur mun nýtast félaginu vel á spennandi tímum. Með ráðningu á Sævari Frey sé 365 að fá mann með mikla reynslu af rekstri, þekktur fyrir faglega stjórnun, verið leiðtogi í stóru og öflugu fyrirtæki í kviku samkeppnisumhverfi. Við hjá 365 erum með stór markmið um vöxt og er Sævar Freyr rétti maðurinn til að leiða fyrirtækið.
Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira