Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2014 10:54 Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir formlegum stuðningi við byggingu sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga. Visir/Pjetur Forsvarsmenn Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrirhugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgi samkomulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í tilkynningu ON. Í febrúar síðastliðnum, þegar greint var frá áformum Silicor, kom fram að verksmiðjan þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor staðfesti í gær. Viðræðurnar eru samkvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. „Landsvirkjun á í viðræðum við ýmsa aðila um raforkusölu til verkefna á Íslandi. Landsvirkjun hefur um nokkurra mánaða skeið unnið með Silicor Materials vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Landsvirkjun tjáir sig ekki um gang viðræðna við einstaka aðila enda bundið trúnaði um það," segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn fréttastofu. Arion banki annast fjármögnun á verkefninu. Bára Mjöll Þórðardóttir, starfsmaður á samskiptasviði bankans, segir fjármögnunina komna vel áleiðis. „En þó á eftir að aflétta ýmsum fyrirvörum. Þetta er spennandi verkefni og ánægjulegt fyrir bankann að taka þátt í,“ segir Bára. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016. Tengdar fréttir 80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00 67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11 Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45 Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00 Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Forsvarsmenn Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til fyrirhugaðs sólarkísilvers bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials. Í fréttatilkynningu ON segir að afhending eigi að hefjast árið 2016 og að engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgi samkomulaginu. „Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar, sem Orkuveita Reykjavíkur gerði á árunum 1997 og 2000. Með viljayfirlýsingunni er áformað að ráðstafa þeirri orku til sólarkísilversins. Leiði viljayfirlýsingin til samnings hækkar það verð sem Orka náttúrunnar fær fyrir rafmagnið,“ segir í tilkynningu ON. Í febrúar síðastliðnum, þegar greint var frá áformum Silicor, kom fram að verksmiðjan þyrfti 80 megavött í fullum afköstum. Kom þá einnig fram að fyrirtækið ætti í viðræðum við Landsvirkjun, sem Silicor staðfesti í gær. Viðræðurnar eru samkvæmt heimildum um kaup á þeim 45 megavöttum sem verksmiðjan þyrfti til viðbótar. „Landsvirkjun á í viðræðum við ýmsa aðila um raforkusölu til verkefna á Íslandi. Landsvirkjun hefur um nokkurra mánaða skeið unnið með Silicor Materials vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Landsvirkjun tjáir sig ekki um gang viðræðna við einstaka aðila enda bundið trúnaði um það," segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn fréttastofu. Arion banki annast fjármögnun á verkefninu. Bára Mjöll Þórðardóttir, starfsmaður á samskiptasviði bankans, segir fjármögnunina komna vel áleiðis. „En þó á eftir að aflétta ýmsum fyrirvörum. Þetta er spennandi verkefni og ánægjulegt fyrir bankann að taka þátt í,“ segir Bára. Eins og áður hefur komið fram hyggst Silicor framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016.
Tengdar fréttir 80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00 67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11 Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45 Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00 Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
80 MW þarf í verksmiðju Silicor á Grundartanga Silicor Materials þarf 80 megavött af raforku fyrir kísilverksmiðju á Grundartanga. Hefur rætt við Landsvirkjun frá því í haust og alla íslensku viðskiptabankana um fjármögnun. Ráðherra var kynnt verkefnið í sumar. 11. febrúar 2014 13:00
67 milljarða króna samningur undirritaður í dag Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík. 28. maí 2014 13:11
Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials vill reisa verksmiðju á Grundartanga sem gæti framleitt um 16.000 tonn af kísil á ári. Verksmiðjan gæti skapað yfir fjögur hundruð störf. 10. febrúar 2014 06:45
Hvalfjarðarsveit vill 77 milljarða sólarkísilver Silicor Materials hefur óskað eftir ívilnunum vegna sólarkísilverksmiðju sem gæti risið á Grundartanga. Fulltrúar fyrirtækisins eru væntanlegir til landsins í næstu viku. 2. maí 2014 07:00
Skapar um 400 ný störf Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power). 15. júlí 2014 22:57