Brýnt að marka stefnu varðandi fjölda ferðamanna Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2014 15:45 Grímur Sæmundsen segir eitt stærsta verkefni ferðaþjónustunnar á Íslandi að fólk geti upplifað víðáttu, kyrrð og fámenni Vísir/GVA Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að stjórnvöld og ferðaþjónustan svari þeirri spurningu hversu mikinn fjölda ferðamanna Ísland þolir. Hins vegar sé ánægjulegt hversu vel hafi tekist að fjölga ferðamönnum utan háannatímans á sumrin. Vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi á undanförnum áratug hefur verið mjög hraður og ferðamönnum fjölgað um 16 til 19 prósent á ári. Í samantekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að kortavelta útlendinga á Íslandi var 1,7 milljarði króna meiri í maí síðast liðnum en á sama tíma í fyrra og var 8,7 milljarðar króna. Þetta er nánast tvöföldun á kortaveltu útlendinga í maímánuði á fimm árum. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta enn eitt dæmið um vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum „Já, þetta er auðvitað alveg frábært hvað jaðartími ársins í ferðaþjónustunni hefur eflst,“ segir Grímur. En þessum öra vexti fylgja líka vaxtaverkir og sumir hafa áhyggjur af því að ferðamenn upplifi ekki það sem þeir eru að sækjast eftir þegar nánast er örtröð á hálendinu og öðrum helstu ferðamannastöðum. „Þetta er eitt okkar stærsta verkefni nú um stundir að huga að þessum atriðum. Fólk vill kannski upplifa víðáttu, kyrrð og fámenni. En það eru bara fleiri og fleiri sem vilja njóta þess. Þetta er auðvitað mjög aðkallandi verkefni hjá ferðaþjónustunni og stjórnvöldum að móta stefnu í þessum efnum,“ segir Grímur. Spár gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna fari í eina milljón á þessu ári eða næsta og með fjölgun flugfélaga og áfangastaða sem þjóna Íslandi sér ekki fyrir endann á fjölguninni. Hvað þolir landiðaðtakaámóti mörgum ferðamönnum? „Þetta er grundvallarspurning og orðið brýnt að stjórnvöld og ferðaþjónustan í sameiningu svari henni og þjóðin öll. Við þurfum að velta fyrir okkur þessum grundvallar spurningum, hvað við teljum að sé okkar markmið varðandi fjölda ferðamanna. Ég veit ekki til þess að slíkt markmið sé til í dag,“ segir Grímur. Tekjur ríkissjóðs á hvern ferðamann hafa dregist saman á undanförnum árum. Ríkisstjórnin ákvað að hverfa frá hækkun fyrri ríkisstjórnar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna úr 7 prósentum í 14 prósent og enn bólar ekkert á náttúrupassa sem iðnaðarráðherra hefur boðað. „Við erum búin að vera að vinna með stjórnvöldum að varanlegri lausn í sambandi við gjaldtöku af ferðamannastöðum til varðveislu þeirra og uppbyggingar og ég er að vonanst til að við sjáum með haustinu sameiginlegar tillögur stjórnvalda og ferðaþjónustunnar í þeim efnum,“ segir Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að stjórnvöld og ferðaþjónustan svari þeirri spurningu hversu mikinn fjölda ferðamanna Ísland þolir. Hins vegar sé ánægjulegt hversu vel hafi tekist að fjölga ferðamönnum utan háannatímans á sumrin. Vöxtur ferðaþjónustunnar á Íslandi á undanförnum áratug hefur verið mjög hraður og ferðamönnum fjölgað um 16 til 19 prósent á ári. Í samantekt í Morgunblaðinu í dag kemur fram að kortavelta útlendinga á Íslandi var 1,7 milljarði króna meiri í maí síðast liðnum en á sama tíma í fyrra og var 8,7 milljarðar króna. Þetta er nánast tvöföldun á kortaveltu útlendinga í maímánuði á fimm árum. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta enn eitt dæmið um vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum „Já, þetta er auðvitað alveg frábært hvað jaðartími ársins í ferðaþjónustunni hefur eflst,“ segir Grímur. En þessum öra vexti fylgja líka vaxtaverkir og sumir hafa áhyggjur af því að ferðamenn upplifi ekki það sem þeir eru að sækjast eftir þegar nánast er örtröð á hálendinu og öðrum helstu ferðamannastöðum. „Þetta er eitt okkar stærsta verkefni nú um stundir að huga að þessum atriðum. Fólk vill kannski upplifa víðáttu, kyrrð og fámenni. En það eru bara fleiri og fleiri sem vilja njóta þess. Þetta er auðvitað mjög aðkallandi verkefni hjá ferðaþjónustunni og stjórnvöldum að móta stefnu í þessum efnum,“ segir Grímur. Spár gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna fari í eina milljón á þessu ári eða næsta og með fjölgun flugfélaga og áfangastaða sem þjóna Íslandi sér ekki fyrir endann á fjölguninni. Hvað þolir landiðaðtakaámóti mörgum ferðamönnum? „Þetta er grundvallarspurning og orðið brýnt að stjórnvöld og ferðaþjónustan í sameiningu svari henni og þjóðin öll. Við þurfum að velta fyrir okkur þessum grundvallar spurningum, hvað við teljum að sé okkar markmið varðandi fjölda ferðamanna. Ég veit ekki til þess að slíkt markmið sé til í dag,“ segir Grímur. Tekjur ríkissjóðs á hvern ferðamann hafa dregist saman á undanförnum árum. Ríkisstjórnin ákvað að hverfa frá hækkun fyrri ríkisstjórnar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna úr 7 prósentum í 14 prósent og enn bólar ekkert á náttúrupassa sem iðnaðarráðherra hefur boðað. „Við erum búin að vera að vinna með stjórnvöldum að varanlegri lausn í sambandi við gjaldtöku af ferðamannastöðum til varðveislu þeirra og uppbyggingar og ég er að vonanst til að við sjáum með haustinu sameiginlegar tillögur stjórnvalda og ferðaþjónustunnar í þeim efnum,“ segir Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun