Viðskipti innlent

Íslenskt efnahagslíf að rétta úr kútnum að mati Moody's

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/GVA
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's gefur Ríkissjóði Íslands áfram lánshæfiseinkunnina Baa3/P-3 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar. Matið fylgir árlegri skýrslu fyrirtækisins um efnahagslega stöðu Íslands.

Í skýrslunni kemur fram að einkunnin byggi á þeirri staðreynd að á Íslandi sé mikil velmegun, efnahagurinn sé að styrkjast til muna auk þess sem skuldastaða ríkissjóðs sé að minnka. Stærsta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika í fjármálakerfinu þegar komi að því að gjaldeyrishöftunum verið lyft.

Matið má sjá hér og skýrsluna í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×