Segir hættu á bólumyndun í íslensku efnahagslífi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2014 14:31 Vísir/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að efnahagslífið hefði batnað mjög á kjörtímabilinu. Nú væru merki um þenslu. „Þróunin hefur verið öll mjög í rétta átt. Á þeim forsendum sem við töluðum um á síðasta kjörtímabili. Það er ekki hægt að segja annað en að breytt stefna sé farin að skila sér á mjög mörgum sviðum.“ Sigmundur sagði hlutverk stjórnvalda að skapa aðstæður sem að leyfi hlutunum að þróast í rétta átt. „Við höfum verið að vinna í samræmi við það og árangurinn sást strax síðasta haust, þegar hagvöxturinn tók kipp. Þegar það komst á þessu stöðugleiki og menn höfðu einhverja framtíðarsýn.“ Þá sagði Sigmundur að breytingar á veiðigjöldum hefðu skilað árangri. Tekjur samfélagsins af sjávarútvegi hafi aldrei verið meiri en nú. „Tekjur samfélagsins af sjávarútvegi hafa ekki minnkað, þrátt fyrir þessar breytingar á veiðigjöldum. Sem oft er stillt upp á þann hátt að við höfum lækkað öll veiðigjöld og gefið útgerðinni svo og svo mikla peninga. Eins sérkennilegur og sá málflutningur allur er.“ „Auðvitað skiptir miklu máli hvaða stefnu menn sjá að verið sé að framylgja. Það er það sem við sögðum fyrir kosningar. Það er það sem við sögðum að væri kannski aðalatriðið. Að koma á pólitískum stöðugleika og stjórnvöldum sem að sýndu það í verki að þau myndu innleiða jákvæða hvata frekar en hitt.“ Hann sagði þessa jákvæðu hvata hafa birst á hinum ýmsu sviðum og sagði margar lagabreytingar hafa náð í gegnum Alþingi á síðasta þingi. „Á öllum sviðum samfélagsins er verið að vinna að því að gera löggjöfina þannig úr garði að fyrirtækin fái þrifist, geti fjölgað starfsfólki, fjárfesti, geti borgað hærri laun og um leið að bæta líðan almennings. Með því að breyta ýmissi löggjöf sem snýr að daglegu lífi.“ Sigmundur sagði uppsveifluna ekki hafa verið byrjaða á síðasta kjörtímabili. „Það var hér stöðnun. Fjárfesting var allt síðasta kjörtímabil í sögulegu lágmarki. Fólk flutti þúsundum saman til útlanda. Við bentum á hverju þyrfti að breyta við stjórn landsins, til þess að það sama gæti gerst hér eins og gerðist víða annarsstaðar og gerist oft eftir skarpa niðursveiflu. Að menn færu í uppsveifluna,“ sagði Sigmundur. „Þegar var komin ný ríkisstjórn, með nýjar áherslur og nýja framtíðarsýn. Sem lagði áherslu á pólitískan stöðugleika, lagði áherslu á að breyta lögum og reglum þannig að menn innleiddu hvata en ekki öfugt, ekki hindranir. Þá fóru hlutirnir að snúast við og þeir eru enn að þróast í rétta átt, að því marki að nú þurfa menn allt í einu að huga að því að hér sé hætt á þenslu.“ Sigmundur sagði að áfram þyrfti að gæta töluverðs aðhalds við fjárlagagerð. Þrátt fyrir auknar tekjur og umsvif. Vegna bólumyndunar og einnig vegna skulda ríkisins. „Skuldir ríkisins eru, þrátt fyrir allt allt of miklar. Við erum að borga í kringum 70 milljarða á ári í vexti. Sem að menn geta rétt ímyndað sér hvað væri hægt að gera við ef þetta rynni ekki allt í þessar vaxtagreiðslur.“ Hann sagði að fyrst hafi merki um þenslu sést á hlutabréfamarkaðinum. „Þar sem að lífeyrissjóðirnir eru auðvitað orðnir mjög ráðandi og eru jafnvel að kaupa og selja fram og til baka hlutabréf. Innan lífeyrissjóðakerfisins. Og búnir að hækka verðið verulega mikið og hratt. Auðvitað óttast maður það,“ sagði Sigmundur. Hann sagði mikilvægt að lífeyrissjóðir komi að fjárfestingu í nýsköpun og nýjum fyrirtækjum. „Þeir þurfa að taka þátt í að búa til þau verðmæti sem þurfa að standa undir lífeyri framtíðarinnar. Geta ekki bara verið áskrifendur að 3,5 prósenta ávöxtun frá ríkinu.“ Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að efnahagslífið hefði batnað mjög á kjörtímabilinu. Nú væru merki um þenslu. „Þróunin hefur verið öll mjög í rétta átt. Á þeim forsendum sem við töluðum um á síðasta kjörtímabili. Það er ekki hægt að segja annað en að breytt stefna sé farin að skila sér á mjög mörgum sviðum.“ Sigmundur sagði hlutverk stjórnvalda að skapa aðstæður sem að leyfi hlutunum að þróast í rétta átt. „Við höfum verið að vinna í samræmi við það og árangurinn sást strax síðasta haust, þegar hagvöxturinn tók kipp. Þegar það komst á þessu stöðugleiki og menn höfðu einhverja framtíðarsýn.“ Þá sagði Sigmundur að breytingar á veiðigjöldum hefðu skilað árangri. Tekjur samfélagsins af sjávarútvegi hafi aldrei verið meiri en nú. „Tekjur samfélagsins af sjávarútvegi hafa ekki minnkað, þrátt fyrir þessar breytingar á veiðigjöldum. Sem oft er stillt upp á þann hátt að við höfum lækkað öll veiðigjöld og gefið útgerðinni svo og svo mikla peninga. Eins sérkennilegur og sá málflutningur allur er.“ „Auðvitað skiptir miklu máli hvaða stefnu menn sjá að verið sé að framylgja. Það er það sem við sögðum fyrir kosningar. Það er það sem við sögðum að væri kannski aðalatriðið. Að koma á pólitískum stöðugleika og stjórnvöldum sem að sýndu það í verki að þau myndu innleiða jákvæða hvata frekar en hitt.“ Hann sagði þessa jákvæðu hvata hafa birst á hinum ýmsu sviðum og sagði margar lagabreytingar hafa náð í gegnum Alþingi á síðasta þingi. „Á öllum sviðum samfélagsins er verið að vinna að því að gera löggjöfina þannig úr garði að fyrirtækin fái þrifist, geti fjölgað starfsfólki, fjárfesti, geti borgað hærri laun og um leið að bæta líðan almennings. Með því að breyta ýmissi löggjöf sem snýr að daglegu lífi.“ Sigmundur sagði uppsveifluna ekki hafa verið byrjaða á síðasta kjörtímabili. „Það var hér stöðnun. Fjárfesting var allt síðasta kjörtímabil í sögulegu lágmarki. Fólk flutti þúsundum saman til útlanda. Við bentum á hverju þyrfti að breyta við stjórn landsins, til þess að það sama gæti gerst hér eins og gerðist víða annarsstaðar og gerist oft eftir skarpa niðursveiflu. Að menn færu í uppsveifluna,“ sagði Sigmundur. „Þegar var komin ný ríkisstjórn, með nýjar áherslur og nýja framtíðarsýn. Sem lagði áherslu á pólitískan stöðugleika, lagði áherslu á að breyta lögum og reglum þannig að menn innleiddu hvata en ekki öfugt, ekki hindranir. Þá fóru hlutirnir að snúast við og þeir eru enn að þróast í rétta átt, að því marki að nú þurfa menn allt í einu að huga að því að hér sé hætt á þenslu.“ Sigmundur sagði að áfram þyrfti að gæta töluverðs aðhalds við fjárlagagerð. Þrátt fyrir auknar tekjur og umsvif. Vegna bólumyndunar og einnig vegna skulda ríkisins. „Skuldir ríkisins eru, þrátt fyrir allt allt of miklar. Við erum að borga í kringum 70 milljarða á ári í vexti. Sem að menn geta rétt ímyndað sér hvað væri hægt að gera við ef þetta rynni ekki allt í þessar vaxtagreiðslur.“ Hann sagði að fyrst hafi merki um þenslu sést á hlutabréfamarkaðinum. „Þar sem að lífeyrissjóðirnir eru auðvitað orðnir mjög ráðandi og eru jafnvel að kaupa og selja fram og til baka hlutabréf. Innan lífeyrissjóðakerfisins. Og búnir að hækka verðið verulega mikið og hratt. Auðvitað óttast maður það,“ sagði Sigmundur. Hann sagði mikilvægt að lífeyrissjóðir komi að fjárfestingu í nýsköpun og nýjum fyrirtækjum. „Þeir þurfa að taka þátt í að búa til þau verðmæti sem þurfa að standa undir lífeyri framtíðarinnar. Geta ekki bara verið áskrifendur að 3,5 prósenta ávöxtun frá ríkinu.“
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun