Fleiri fréttir

Eign sjóða jókst um 0,06 prósent

Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 2.541,7 milljörðum króna í lok ágúst og hafði aukist um 1,7 milljarða frá júlílokum, eða um 0,06 prósent.

Nýsköpunarhádegi Innovit

Fjallað verður um gjaldeyrishöft og áhrif þeirra á sprotafyrirtæki á fyrsta nýsköpunarhádegi Klak Innovit.

Fríverslunarviðræður tefjast

Röskun á starfsemi bandaríska ríkisins þar sem ekki hefur ekki tekist að fá ný fjárlög samþykkt gerir það að verkum að fríverslunarviðræðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins tefjast.

Fáar þjóðir vinna lengur

Ísland er í hópi þeirra landa þar sem fólk vinnur lengst fram á ævina. Engu að síður eru uppi hugmyndir um að seinka hér enn frekar töku ellilífeyris. Óumdeilt að breyta þarf lífeyrissjóðakerfinu. Nefnd er að störfum.

Aukning var mest fyrir vestan

Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um fimm prósent milli ára og voru 259.800 samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Tölurnar ná einungis til gististaða sem opnir eru allt árið.

Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum

Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu.

Myrkvi vann Evrópuverðlaun

Myrkvi frá Borg Brugghúsi náði Evrópumeistaratitli í flokki kaffi- og súkkulaðibættra bjóra á hátíðinni World Beer Awards 2013.

Endurfjármögnun lokið hjá N1

Íslandsbanki og N1 hafa lokið endurfjármögnun á lánum félagsins, samkvæmt tilkynningu bankans. Bankinn veitir félaginu langtímalán ásamt sveigjanlegri skammtímafjármögnun.

Endurfjármögnun lána N1 lokið

Íslandsbanki og N1 hafa lokið endurfjármögnun á lánum félagsins. Íslandsbandki veitir N1 langtímalán ásamt sveigjanlegri skammtímafjármögnun.

Afgangur nam 8,8 milljörðum

Vöruskipti við útlönd í septembermánuði voru hagstæð um 8,8 milljarða króna samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Afgangurinn er meiri en í fyrra mánuði.

220 kílóvolta lína sögð besti kosturinn

Bygging raforkuflutningslínu milli Þjórsársvæðisins og Norðurlands er sögð hagkvæmasta og tæknilega besta leiðin til að styrkja sjálfbært raforkukerfi á Íslandi.

Hækkun ellilífeyrisaldurs sögð blasa við

Fyrirséð er að lífeyrissjóðirnir eigi erfitt með að brúa það bil sem er á milli ávöxtunar eigna og skuldbindinga til framtíðar. Auknar lífslíkur draga úr bata sem orðið hefur á starfsemi þeirra frá og með árinu 2012. Vítahringur hafta blasir við.

Bland tekur þóknun vegna uppboðssölu

Bland.is tekur nú þóknun af söluandvirði þeirra vara sem seldar eru í gegnum svokallaða uppboðsleið á síðunni. Þóknunin nemur 2 til 6 prósent af söluandvirði þeirrar vöru sem í boði er. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðins.

Twitter í hlutafjárútboð

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur ákveðið að setja bréf í fyrirtækinu á hlutabréfamarkað og vonast með því til að afla einum milljarði Bandaríkjadala eða rúmlega 120 milljörðum íslenskra króna. Útboðið er talið það stærsta síðan Facebook fór á markað í fyrra.

VÍB styrkir Víking Heiðar

Víkingur Heiðar Ólafsson mun njóta góðs stuðnings frá VÍB, eignarstýringu Íslandsbanka, næstu tvö árin.

Þróunin hefur verið slakari í Kauphöllinni hér

Síðsta hálfa árið hefur íslenskur hlutabréfamarkaður lítið hækkað í samanburði við nágrannamarkaði. „Það á raunar líka við ef horft er til 90 daga,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka.

Hafa selt lúxusrafbíla fyrir tugi milljóna

Fyrirtækið Northern Lights Energy hefur þegar selt tuttugu lúxusrafbíla af tegundinni Tesla Model S hér á landi. Kosta frá 11,8 milljónum króna. Gísli Gíslason segir að vitundarvakning hafi orðið hér á landi um möguleika rafbílanna.

Frumvarpið sagt skref í rétta átt

"Þetta er spor í rétta átt,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri um nýframkomið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar að lokinn kynningu á stýrivaxtaákvörðun í gær.

Líklegt að vextir hækki með launum

Stýrivextir Seðlabankans eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar. Nefndin boðar hærri vexti hækki laun í komandi kjarasamningum umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði.

Bankarnir greiði ríkinu arð vegna eignarhlutar

Samkvæmt nýjustu tölum frá Lánamálum ríkisins stóðu skuldir ríkissjóðs í 1.459 ma.kr. í lok ágúst, sem er um 85 % af Vergri landsframleiðslu (VLF). Þar af eru 1.054 ma.kr. innlendar skuldir og 402 ma.kr. erlendar.

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að hún hafi ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum.

Actavis hefur keypt írskt lyfjafyrirtæki

Sameining fyrirtækjanna gerir Actavis að leiðandi alhliða lyfjafyrirtæki á alþjóðavísu og er gert ráð fyrir um 11 milljarða dala sameiginlegri veltu á þessu ári

Sjá næstu 50 fréttir