Hafa selt lúxusrafbíla fyrir tugi milljóna 3. október 2013 08:00 Tesla Model S hefur fengið afar góða dóma hérlendis sem erlendis. Þeir kosta frá 11,8 milljónum króna. Fréttablaðið/GVA Tuttugu eintök af lúxusrafbílnum Tesla Model S hafa verið seld hér á landi og voru fyrstu tveir bílarnir afhentir í vikunni. Þetta segir Gísli Gíslason hjá Northern Lights Energy sem flytur bílana inn, en hann segir að um þessar mundir sé að verða vitundarvakning varðandi rafbíla hér á landi. Grunnútgáfan af bílnum kostar frá 11,8 milljónum króna upp í 13,8 milljónir þannig að óhætt er að gefa sér að bílarnir hafa selst fyrir hátt í 250 milljónir króna. Mikil umræða hefur verið um Tesla-bílana, sem framleiddir eru í Bandaríkjunum, og hafa þeir fengið gríðargóða dóma bæði hérlendis og erlendis. Meðal annars segir í nýlegri umsögn bílablaðs Fréttablaðsins að hann sé engum líkur. Hann kemst upp í 100 kílómetra hraða á 4,2 sekúndum og dýrari útgáfurnar fara allt að 480 kílómetra á hleðslunni. Bíllinn er afar eftirsóttur erlendis þar sem hann var til dæmis söluhæsti bíllinn í Noregi í byrjun síðasta mánaðar. „Þeir eru búnir að selja 200 bíla í Noregi, en þar er núna sex mánaða biðlisti eins og alls staðar annars staðar í Evrópu nema hjá okkur,“ segir Gísli og bætir því við að þeir geti enn selt um þrjátíu bíla í ár. Gísli segir að mikill spenningur sé fyrir þessum bíl og þó að verðmiðinn sé vissulega hár sé þarna um að ræða lúxusbíl og verðið sé jafnvel lægra en á sambærilegum bensínbílum, meðal annars frá Audi. „Þessi bíll er betri en bensínbílarnir,“ fullyrðir Gísli. „Það eina neikvæða sem hefur verið sagt um þá er að þeir sem hafa prófað þá missa áhugann á að keyra Ferrari-bílana sína.“ Gísli segir að mikil vakning sé nú hér á landi varðandi rafbíla sem séu orðnir raunhæfur kostur hér á landi. „Nú er verið að fara að setja upp hleðslustöðvar um allt land og því ekki eftir neinu að bíða lengur. Það eru sennilega um fjörutíu rafbílar á Íslandi í dag og þeir eru að ná að keyra um 150 til 200 kílómetra á hleðslunni og er svo bara stungið í samband hvar sem er.“ Gísli segir að lokum að nú sé afar spennandi tími í rafbílageiranum og gríðarlegur áhugi í samfélaginu. Valinkunnir Tesla-kaupendurÁ vefsíðunni plugincars.com er fjallað um innreið Tesla Model S hér á landi og taldir upp sjö valinkunnir menn sem fullyrt er að hafi tryggt sér eintak. Þeir eru eftirfarandi: Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri Wow Air og eigandi Títan fjárfestingafélags. Ragnar Agnarsson, eigandi Saga Film. Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir. Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton auglýsingastofu. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs Árborgar. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Tuttugu eintök af lúxusrafbílnum Tesla Model S hafa verið seld hér á landi og voru fyrstu tveir bílarnir afhentir í vikunni. Þetta segir Gísli Gíslason hjá Northern Lights Energy sem flytur bílana inn, en hann segir að um þessar mundir sé að verða vitundarvakning varðandi rafbíla hér á landi. Grunnútgáfan af bílnum kostar frá 11,8 milljónum króna upp í 13,8 milljónir þannig að óhætt er að gefa sér að bílarnir hafa selst fyrir hátt í 250 milljónir króna. Mikil umræða hefur verið um Tesla-bílana, sem framleiddir eru í Bandaríkjunum, og hafa þeir fengið gríðargóða dóma bæði hérlendis og erlendis. Meðal annars segir í nýlegri umsögn bílablaðs Fréttablaðsins að hann sé engum líkur. Hann kemst upp í 100 kílómetra hraða á 4,2 sekúndum og dýrari útgáfurnar fara allt að 480 kílómetra á hleðslunni. Bíllinn er afar eftirsóttur erlendis þar sem hann var til dæmis söluhæsti bíllinn í Noregi í byrjun síðasta mánaðar. „Þeir eru búnir að selja 200 bíla í Noregi, en þar er núna sex mánaða biðlisti eins og alls staðar annars staðar í Evrópu nema hjá okkur,“ segir Gísli og bætir því við að þeir geti enn selt um þrjátíu bíla í ár. Gísli segir að mikill spenningur sé fyrir þessum bíl og þó að verðmiðinn sé vissulega hár sé þarna um að ræða lúxusbíl og verðið sé jafnvel lægra en á sambærilegum bensínbílum, meðal annars frá Audi. „Þessi bíll er betri en bensínbílarnir,“ fullyrðir Gísli. „Það eina neikvæða sem hefur verið sagt um þá er að þeir sem hafa prófað þá missa áhugann á að keyra Ferrari-bílana sína.“ Gísli segir að mikil vakning sé nú hér á landi varðandi rafbíla sem séu orðnir raunhæfur kostur hér á landi. „Nú er verið að fara að setja upp hleðslustöðvar um allt land og því ekki eftir neinu að bíða lengur. Það eru sennilega um fjörutíu rafbílar á Íslandi í dag og þeir eru að ná að keyra um 150 til 200 kílómetra á hleðslunni og er svo bara stungið í samband hvar sem er.“ Gísli segir að lokum að nú sé afar spennandi tími í rafbílageiranum og gríðarlegur áhugi í samfélaginu. Valinkunnir Tesla-kaupendurÁ vefsíðunni plugincars.com er fjallað um innreið Tesla Model S hér á landi og taldir upp sjö valinkunnir menn sem fullyrt er að hafi tryggt sér eintak. Þeir eru eftirfarandi: Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri Wow Air og eigandi Títan fjárfestingafélags. Ragnar Agnarsson, eigandi Saga Film. Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir. Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton auglýsingastofu. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs Árborgar.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira