Viðskipti innlent

Bland tekur þóknun vegna uppboðssölu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
um 70 þúsund sölur fara í gegnum síðuna Bland.is.
um 70 þúsund sölur fara í gegnum síðuna Bland.is. mynd/365
Bland.is tekur nú þóknun af söluandvirði þeirra vara sem seldar eru í gegnum svokallaða uppboðsleið á síðunni. Þóknunin nemur 2 til 6 prósent af söluandvirði þeirrar vöru sem í boði er. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðins.

Hæsta söluþóknunin er aldrei lægri en 50 krónur og aldrei hærri en 7900 krónur. Katrín Jónsdóttir, sölu og markaðsstjóri Bland segir að notenedur hafi tekið vel í breytinguna. Viðbrögðin hafi nær eingöngu verið jákvæð við því að nú sé hægt að selja vörur á uppboði. Hún segir notendur ekki kippa sér upp við það þó þeir þurfi að borga til dæmis 1000 krónur fyrir að selja rúm á 50 þúsund krónur.

Í fréttinni kemur fram að Katrín segir að í hverjum mánuði séu 50 þúsund nýjar heimsóknir skráðar og sölurnar séu 70 þúsund talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×