Viðskipti innlent

220 kílóvolta lína sögð besti kosturinn

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Landsnet segir jarðstrengslausn ekki fýsilega við 220 kílóvolta spennustig.
Landsnet segir jarðstrengslausn ekki fýsilega við 220 kílóvolta spennustig. Mynd/Landsnet
Bygging flutningslínu milli Þjórsársvæðisins og Norðurlands er sögð hagkvæmasta og tæknilega besta leiðin til að styrkja sjálfbært raforkukerfi á Íslandi.

Þetta kom fram í kynningu Gunnars Inga Ásmundssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Landsnets, á fundi sem Samtök atvinnurekenda á Akureyri héldu í gær. Yfirskrift fundarins var „Flöskuháls í flutningi raforku til Eyjafjarðarsvæðisins“.

Guðmundur Ingi áréttaði skoðun Landsnets um að 220 kílóvolta lína væri besti kosturinn, en fyrirtækið hefur lagt til lagningu svonefnds Sprengisandsstrengs með þeirri spennu.

Guðmundur Ingi Ásmundsson
Bæði væru fyrir því tæknilegar ástæður sem tengdust aflsveiflum virkjana, aukinni flutningsþörf og mögulegum viðbrögðum við náttúruhamförum og auk ástæðna sem tengdust umhverfi og sjálfbærni. 

Slík framkvæmd kallaði á færri línur, orkutap yrði minna og nýting virkjana betri. „Flest umhverfisverndarsamtök leggja mikla áherslu á að styrkja flutningskerfin til að bæta nýtingu auðlinda,“ sagði Guðmundur Ingi.

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×