Viðskipti innlent

Afgangur nam 8,8 milljörðum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Vöruskipti við útlönd eru bæði meiri og hagstæðari í september en þau voru í ágúst.
Vöruskipti við útlönd eru bæði meiri og hagstæðari í september en þau voru í ágúst. Nordicphotos/AFP
Vöruskipti við útlönd í septembermánuði voru hagstæð um 8,8 milljarða króna samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Fram kemur í tölum Hagstofunnar að útflutningur hafi numið 55,5 milljörðum króna og innflutningur 46,7 milljörðum.

Afgangurinn er nokkuð meiri en í ágústmánuði þegar afgangur á vöruskiptum við útlönd nam 2,9 milljörðum króna.

Miðað við bráðabirgðatölurnar er 40 milljarða afgangur á vöruskiptum fyrstu níu mánuði ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×