Líklegt að vextir hækki með launum Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. október 2013 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir ákvörðun peningastefnunefndar um óbreytta stýrirvexti í Seðlabankanum í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Verði launahækkanir í komandi kjarasamningum umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands segir peningastefnunefnd bankans að líklegt sé að nafnvextir bankans hækki að óbreyttu í framhaldinu. Fram kemur í umfjöllun greiningardeildar Arion banka að Seðlabankinn spái fimm til sex prósenta hækkun nafnlauna, sem sé umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði, jafnvel þótt hækkunin sé undir sögulegri meðalhækkun launa og töluvert undir launahækkunum síðustu tveggja ára. Á kynningarfundi stýrivaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans í gær áréttaði Már Guðmundsson þó að málið snerist ekki um að taka til baka ávinning launafólks í kjarabaráttu. „Okkur er gert að beita okkar tjórntækjum til að halda verðbólgu sem næst markmiði,“ sagði Már. Bankinn hefði hins vegar ákveðinn sveigjanleika varðandi hversu hratt sú þróun ætti sér stað. „Við setjum ekki raunhagkerfið á hliðina bara til þess að keyra verðbólguna niður í markmið, hvað sem það kostar.“ Um leið sagði hann fyrir því sögulega reynslu að væru launahækkanir umfram framleiðniaukningu og þá verðbólgumarkmið þá myndið það ekki skila sér að lokum í raunávinningi fyrir fólk. „Við verðum líka að tala skýrt svo allir aðilar geri sér grein fyrir hvað okkur ber samkvæmt lögum að gera og taki það þá með í reikninginn í sínum eigin ákvörðunum,“ bætti Már við. Í umfjöllun greiningardeilda bæði Arion og Íslandsbanka er haft orð á því að um töluvert harðari vaxtahækkunartón sé að ræða hjá Seðlabankanum en verið hafi. Skoðun greiningardeildar Arion banka er að ekki hafi verið jafnlíklegt að vextir hækki á næstu mánuðum „síðan hlé var gert á vaxtahækkunarfasa bankans undir lok síðasta árs“. Greining Íslandsbanka telur enn að stýrivextir bankans verði óbreyttir út árið, en segir yfirlýsingu peningastefnunefndar benda til þess að stýrivextir verði hækkaðir snemma á næsta ári. „Reiknum við með tveimur 0,25 prósentustiga hækkunum stýrivaxta á næsta ári.“ Vöxtum var haldið óbreyttum núna í 6,0 prósentum, en færu við slíka hækkun í 6,5 prósent. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Verði launahækkanir í komandi kjarasamningum umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands segir peningastefnunefnd bankans að líklegt sé að nafnvextir bankans hækki að óbreyttu í framhaldinu. Fram kemur í umfjöllun greiningardeildar Arion banka að Seðlabankinn spái fimm til sex prósenta hækkun nafnlauna, sem sé umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði, jafnvel þótt hækkunin sé undir sögulegri meðalhækkun launa og töluvert undir launahækkunum síðustu tveggja ára. Á kynningarfundi stýrivaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans í gær áréttaði Már Guðmundsson þó að málið snerist ekki um að taka til baka ávinning launafólks í kjarabaráttu. „Okkur er gert að beita okkar tjórntækjum til að halda verðbólgu sem næst markmiði,“ sagði Már. Bankinn hefði hins vegar ákveðinn sveigjanleika varðandi hversu hratt sú þróun ætti sér stað. „Við setjum ekki raunhagkerfið á hliðina bara til þess að keyra verðbólguna niður í markmið, hvað sem það kostar.“ Um leið sagði hann fyrir því sögulega reynslu að væru launahækkanir umfram framleiðniaukningu og þá verðbólgumarkmið þá myndið það ekki skila sér að lokum í raunávinningi fyrir fólk. „Við verðum líka að tala skýrt svo allir aðilar geri sér grein fyrir hvað okkur ber samkvæmt lögum að gera og taki það þá með í reikninginn í sínum eigin ákvörðunum,“ bætti Már við. Í umfjöllun greiningardeilda bæði Arion og Íslandsbanka er haft orð á því að um töluvert harðari vaxtahækkunartón sé að ræða hjá Seðlabankanum en verið hafi. Skoðun greiningardeildar Arion banka er að ekki hafi verið jafnlíklegt að vextir hækki á næstu mánuðum „síðan hlé var gert á vaxtahækkunarfasa bankans undir lok síðasta árs“. Greining Íslandsbanka telur enn að stýrivextir bankans verði óbreyttir út árið, en segir yfirlýsingu peningastefnunefndar benda til þess að stýrivextir verði hækkaðir snemma á næsta ári. „Reiknum við með tveimur 0,25 prósentustiga hækkunum stýrivaxta á næsta ári.“ Vöxtum var haldið óbreyttum núna í 6,0 prósentum, en færu við slíka hækkun í 6,5 prósent.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent