Líklegt að vextir hækki með launum Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. október 2013 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir ákvörðun peningastefnunefndar um óbreytta stýrirvexti í Seðlabankanum í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Verði launahækkanir í komandi kjarasamningum umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands segir peningastefnunefnd bankans að líklegt sé að nafnvextir bankans hækki að óbreyttu í framhaldinu. Fram kemur í umfjöllun greiningardeildar Arion banka að Seðlabankinn spái fimm til sex prósenta hækkun nafnlauna, sem sé umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði, jafnvel þótt hækkunin sé undir sögulegri meðalhækkun launa og töluvert undir launahækkunum síðustu tveggja ára. Á kynningarfundi stýrivaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans í gær áréttaði Már Guðmundsson þó að málið snerist ekki um að taka til baka ávinning launafólks í kjarabaráttu. „Okkur er gert að beita okkar tjórntækjum til að halda verðbólgu sem næst markmiði,“ sagði Már. Bankinn hefði hins vegar ákveðinn sveigjanleika varðandi hversu hratt sú þróun ætti sér stað. „Við setjum ekki raunhagkerfið á hliðina bara til þess að keyra verðbólguna niður í markmið, hvað sem það kostar.“ Um leið sagði hann fyrir því sögulega reynslu að væru launahækkanir umfram framleiðniaukningu og þá verðbólgumarkmið þá myndið það ekki skila sér að lokum í raunávinningi fyrir fólk. „Við verðum líka að tala skýrt svo allir aðilar geri sér grein fyrir hvað okkur ber samkvæmt lögum að gera og taki það þá með í reikninginn í sínum eigin ákvörðunum,“ bætti Már við. Í umfjöllun greiningardeilda bæði Arion og Íslandsbanka er haft orð á því að um töluvert harðari vaxtahækkunartón sé að ræða hjá Seðlabankanum en verið hafi. Skoðun greiningardeildar Arion banka er að ekki hafi verið jafnlíklegt að vextir hækki á næstu mánuðum „síðan hlé var gert á vaxtahækkunarfasa bankans undir lok síðasta árs“. Greining Íslandsbanka telur enn að stýrivextir bankans verði óbreyttir út árið, en segir yfirlýsingu peningastefnunefndar benda til þess að stýrivextir verði hækkaðir snemma á næsta ári. „Reiknum við með tveimur 0,25 prósentustiga hækkunum stýrivaxta á næsta ári.“ Vöxtum var haldið óbreyttum núna í 6,0 prósentum, en færu við slíka hækkun í 6,5 prósent. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Verði launahækkanir í komandi kjarasamningum umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands segir peningastefnunefnd bankans að líklegt sé að nafnvextir bankans hækki að óbreyttu í framhaldinu. Fram kemur í umfjöllun greiningardeildar Arion banka að Seðlabankinn spái fimm til sex prósenta hækkun nafnlauna, sem sé umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði, jafnvel þótt hækkunin sé undir sögulegri meðalhækkun launa og töluvert undir launahækkunum síðustu tveggja ára. Á kynningarfundi stýrivaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans í gær áréttaði Már Guðmundsson þó að málið snerist ekki um að taka til baka ávinning launafólks í kjarabaráttu. „Okkur er gert að beita okkar tjórntækjum til að halda verðbólgu sem næst markmiði,“ sagði Már. Bankinn hefði hins vegar ákveðinn sveigjanleika varðandi hversu hratt sú þróun ætti sér stað. „Við setjum ekki raunhagkerfið á hliðina bara til þess að keyra verðbólguna niður í markmið, hvað sem það kostar.“ Um leið sagði hann fyrir því sögulega reynslu að væru launahækkanir umfram framleiðniaukningu og þá verðbólgumarkmið þá myndið það ekki skila sér að lokum í raunávinningi fyrir fólk. „Við verðum líka að tala skýrt svo allir aðilar geri sér grein fyrir hvað okkur ber samkvæmt lögum að gera og taki það þá með í reikninginn í sínum eigin ákvörðunum,“ bætti Már við. Í umfjöllun greiningardeilda bæði Arion og Íslandsbanka er haft orð á því að um töluvert harðari vaxtahækkunartón sé að ræða hjá Seðlabankanum en verið hafi. Skoðun greiningardeildar Arion banka er að ekki hafi verið jafnlíklegt að vextir hækki á næstu mánuðum „síðan hlé var gert á vaxtahækkunarfasa bankans undir lok síðasta árs“. Greining Íslandsbanka telur enn að stýrivextir bankans verði óbreyttir út árið, en segir yfirlýsingu peningastefnunefndar benda til þess að stýrivextir verði hækkaðir snemma á næsta ári. „Reiknum við með tveimur 0,25 prósentustiga hækkunum stýrivaxta á næsta ári.“ Vöxtum var haldið óbreyttum núna í 6,0 prósentum, en færu við slíka hækkun í 6,5 prósent.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira