Líklegt að vextir hækki með launum Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. október 2013 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir ákvörðun peningastefnunefndar um óbreytta stýrirvexti í Seðlabankanum í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Verði launahækkanir í komandi kjarasamningum umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands segir peningastefnunefnd bankans að líklegt sé að nafnvextir bankans hækki að óbreyttu í framhaldinu. Fram kemur í umfjöllun greiningardeildar Arion banka að Seðlabankinn spái fimm til sex prósenta hækkun nafnlauna, sem sé umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði, jafnvel þótt hækkunin sé undir sögulegri meðalhækkun launa og töluvert undir launahækkunum síðustu tveggja ára. Á kynningarfundi stýrivaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans í gær áréttaði Már Guðmundsson þó að málið snerist ekki um að taka til baka ávinning launafólks í kjarabaráttu. „Okkur er gert að beita okkar tjórntækjum til að halda verðbólgu sem næst markmiði,“ sagði Már. Bankinn hefði hins vegar ákveðinn sveigjanleika varðandi hversu hratt sú þróun ætti sér stað. „Við setjum ekki raunhagkerfið á hliðina bara til þess að keyra verðbólguna niður í markmið, hvað sem það kostar.“ Um leið sagði hann fyrir því sögulega reynslu að væru launahækkanir umfram framleiðniaukningu og þá verðbólgumarkmið þá myndið það ekki skila sér að lokum í raunávinningi fyrir fólk. „Við verðum líka að tala skýrt svo allir aðilar geri sér grein fyrir hvað okkur ber samkvæmt lögum að gera og taki það þá með í reikninginn í sínum eigin ákvörðunum,“ bætti Már við. Í umfjöllun greiningardeilda bæði Arion og Íslandsbanka er haft orð á því að um töluvert harðari vaxtahækkunartón sé að ræða hjá Seðlabankanum en verið hafi. Skoðun greiningardeildar Arion banka er að ekki hafi verið jafnlíklegt að vextir hækki á næstu mánuðum „síðan hlé var gert á vaxtahækkunarfasa bankans undir lok síðasta árs“. Greining Íslandsbanka telur enn að stýrivextir bankans verði óbreyttir út árið, en segir yfirlýsingu peningastefnunefndar benda til þess að stýrivextir verði hækkaðir snemma á næsta ári. „Reiknum við með tveimur 0,25 prósentustiga hækkunum stýrivaxta á næsta ári.“ Vöxtum var haldið óbreyttum núna í 6,0 prósentum, en færu við slíka hækkun í 6,5 prósent. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Verði launahækkanir í komandi kjarasamningum umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands segir peningastefnunefnd bankans að líklegt sé að nafnvextir bankans hækki að óbreyttu í framhaldinu. Fram kemur í umfjöllun greiningardeildar Arion banka að Seðlabankinn spái fimm til sex prósenta hækkun nafnlauna, sem sé umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði, jafnvel þótt hækkunin sé undir sögulegri meðalhækkun launa og töluvert undir launahækkunum síðustu tveggja ára. Á kynningarfundi stýrivaxtaákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabankans í gær áréttaði Már Guðmundsson þó að málið snerist ekki um að taka til baka ávinning launafólks í kjarabaráttu. „Okkur er gert að beita okkar tjórntækjum til að halda verðbólgu sem næst markmiði,“ sagði Már. Bankinn hefði hins vegar ákveðinn sveigjanleika varðandi hversu hratt sú þróun ætti sér stað. „Við setjum ekki raunhagkerfið á hliðina bara til þess að keyra verðbólguna niður í markmið, hvað sem það kostar.“ Um leið sagði hann fyrir því sögulega reynslu að væru launahækkanir umfram framleiðniaukningu og þá verðbólgumarkmið þá myndið það ekki skila sér að lokum í raunávinningi fyrir fólk. „Við verðum líka að tala skýrt svo allir aðilar geri sér grein fyrir hvað okkur ber samkvæmt lögum að gera og taki það þá með í reikninginn í sínum eigin ákvörðunum,“ bætti Már við. Í umfjöllun greiningardeilda bæði Arion og Íslandsbanka er haft orð á því að um töluvert harðari vaxtahækkunartón sé að ræða hjá Seðlabankanum en verið hafi. Skoðun greiningardeildar Arion banka er að ekki hafi verið jafnlíklegt að vextir hækki á næstu mánuðum „síðan hlé var gert á vaxtahækkunarfasa bankans undir lok síðasta árs“. Greining Íslandsbanka telur enn að stýrivextir bankans verði óbreyttir út árið, en segir yfirlýsingu peningastefnunefndar benda til þess að stýrivextir verði hækkaðir snemma á næsta ári. „Reiknum við með tveimur 0,25 prósentustiga hækkunum stýrivaxta á næsta ári.“ Vöxtum var haldið óbreyttum núna í 6,0 prósentum, en færu við slíka hækkun í 6,5 prósent.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira