Viðskipti innlent

Bankarnir greiði ríkinu arð vegna eignarhlutar

Heimir Már Pétursson skrifar
Samkvæmt nýjustu tölum frá Lánamálum ríkisins stóðu skuldir ríkissjóðs í 1.459 ma.kr. í lok ágúst, sem er um 85 % af Vergri landsframleiðslu (VLF). Þar af eru 1.054 ma.kr. innlendar skuldir og 402 ma.kr. erlendar.

Hagsjá Landsbankans segir að af þessum skuldum greiði ríkissjóður um 85 ma.kr. í vexti á árinu 2013. Um 213 ma.kr. af skuldum ríkissjóðs séu skuldabréfaflokkur sem sé eiginfjárframlag ríkisins vegna endurreisnar fjármálakerfisins. Hagsjáin veltir upp þeim möguleika að fjármálastofnanir í eigu ríkisins létti undir með ríkissjóði með arðgreiðslum. Allir viðskiptabankarnir þrír hafi verið reknir með hagnaði seinustu ár, en arðgreiðslur hafi verið mjög takmarkaðar.

Þetta þýði að eigið fé hafi safnast upp í bönkunum. Enn sé langt í að ríkissjóður nái að losa eign sína í fjármálafyrirtækjum með sölu. Þangað til sé spurning í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankanna hvort hægt væri að lækka skuldir ríkissjóðs fyrr með arðgreiðslum frá bönkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×