Fleiri fréttir

Hagar keyptu í 365 fyrir 810 milljónir eftir hrun

Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða 405 milljónir króna.

Mikil uppsveifla á Evrópumörkuðum

Mikil uppsveifla er nú á mörkuðum í Evrópu eftir að fréttir bárust um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn væri að setja saman neyðaraðstoð fyrir Ítalíu og Spán.

Indland stærra en Kína og Bandaríkin 2050

Árið 2050 verður heimurinn breyttur í efnahagslegu tilliti. Hjarta alþjóðahagkerfisins verður ekki á Wall Street, eins og nú. Helstu lífæðar hagkerfisins verða í Indlandi og Kína.

Heimsmarkaðsverð á áli lækkar verulega

Heimsmarkaðsverð á áli hefur stöðugt gefið eftir frá því í apríl s.l. þegar það náði hámarki á árinu. Í dag er álverðið komið niður í rétt rúma 2.000 dollara á tonnið en í apríl s.l. fór verðið í tæpa 2.800 dollara.

AGS setur saman neyðaraðstoð fyrir Ítalíu og Spán

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) er nú að setja saman 800 milljarða dollara, eða 96.000 milljarða króna, neyðaraðstoð sem bjarga á Ítalíu, Spáni og evrunni úr þeim hremmingum sem skuldakreppan hefur valdið á evrusvæðinu.

Sprenging í fjölda gjaldþrota

Alls hafa 1.312 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta hér á landi það sem af er ári, sem er um 69 prósenta aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.

Írak vinnur með Shell og Mitsubishi

Stjórnvöld í Írak hafa samið við olíufyrirtækið Shell og véla- og farartækjaframleiðandann Mitsubishi um nýtingu á jarðgasauðlindum í sunnaverðu Írak. Samningurinn er talinn vera upp á um 17 milljarða dollara, eða um 2.000 milljarða króna, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.

Sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð

Jóhanna Sigurðardóttir sakar sjávarútvegsráðherra um óboðleg vinnubrögð við undirbúning nýs kvótafrumvarps. Hvert ágreiningsmálið í samstarfi stjórnarflokkanna hefur rekið annað í vikunni, en forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa níu líf.

Nikita sækir á nýja markaði

Stofnandi íslenska fyrirtækisins Nikita hefur ákveðið að stækka við sig og sækja á nýja markaði þrátt fyrir að fjölmargir samkeppnisaðilar hafi neyðst til að loka búðum sínum víða um heim í kjölfar efnahagsþrenginga.

Jón segir frumvarpið ekki fullbúið

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ekki svarað símtölum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná í hann. Nú á sjötta tímanum sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að drög að kvótafrumvarpi sem birtar voru á vef ráðuneytisins í gær séu ekki fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra.

Lánshæfismat Belgíu lækkar

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors hefur lækkað lánshæfismatseinkunn Belgíu. Matið lækkar úr AA+ í AA. Niðurstaðan þýðir að það gæti orðið dýrara fyrir ríkissjóð í Belgíu að taka lán í framtíðinni.

20 ár of stuttur samningstími

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslensra útvegsmanna, er ósáttur við kvótafrumvarpið sem birt var á vef sjávarútvegsráðuneytisins í gær. Ástæðurnar eru margvíslegar.

Sjómannasambandinu var ekki kynnt frumvarpið

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ekki kynnt Sjómannasambandi Íslands drög að kvótafrumvarpinu sem var birt á vef ráðuneytisins í gær. „Ég bara vissi það ekki fyrr en áðan að það væri verið að kynna þetta þannig að ég er ekkert farinn að kynna mér þetta,“ segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, í samtali við Vísi.

Fjölmargar leiðir færar fyrir Nubo

Fjölmargar leiðir eru fyrir Huang Nubo að koma að fjárfestingu í ferðaþjónustu, án þess að kaupa stórt landsvæði. Hann býst við því að ákvörðun innanríkisráðherra um að synja Nubo um leyfi til að kaupa Grímsstaði á Fjöllum verði rædd á reglubundnum þingsflokkfundi á morgun. Hann segir að þingflokkurinn hafi ekki rætt málið áður.

Segir framkomu Ögmundar ólíðandi

Framkoma Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra gagnvart öðrum ráðherrum og stjórnarþingmönnum er ólíðandi, sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við Sigurjón Egilsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján vildi þó ekki fullyrða að ríkisstjórnarsamstarfið væri á síðustu metrunum.

Walker á í viðræðum um fjármögnun Iceland

Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland Foods, hefur átt í viðræðum við stofnendur verslunarkeðjanna Matalan og DFS um fjármögnun á mögulegum kaupum hans í Iceland.

Nýtt kvótafrumvarp kynnt

Ráðherra verður heimilt að koma í veg fyrir framsal aflaheimilda ef meira en 15% af aflaheimildum í byggðalagi fiskveiðiárið 2011/2012 verða framseldar úr byggðarlagi, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskveiðistjórnun. Frumvarpið hefur verið kynnt á vef ráðuneytisins.

Ögmundur fær stuðning frá forvera sínum

Björn Bjarnason, forveri Ögmundar Jónassonar sem ráðherra dómsmála, segir að ákvörðun Ögmundar um að synja kínverjanum Huang Nubo um að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum sé lagalega rétt. Ögmundur sagði þegar að hann kynnti ákvörðun sína í gær að hann hefði ekki lagaheimild til að veita Nubo rétt til að kaupa jörðina.

Nubo snýr sér að Svíþjóð og Finnlandi

Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn sem fær ekki að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum, ætlar að snúa sér til annarra Norðurlanda, eins og Svíþjóðar og Finnlands. Þetta segir hann í samtali við kínverska fréttamiðilinn China Daily. Þá ætlar hann að halda áfram með fjárfestingar í Bandaríkjunum. Í samtali við China Daily segir hann að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hafna fjárfestingunni sé óábyrg.

Atvinnuleysi með minnsta móti

Atvinnuleysi á Íslandi var í minni kantinum samanborið við önnur Evrópuríki á síðasta ári. Óvíða var atvinnuleysið minna en á íslensku landsbyggðinni.

Ungverjaland í ruslflokk

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn Ungverjalands niður í ruslflokk. Ástæðan var mikill skuldavandi og veikar vonir um hagvöxt. Þá er enn talin vera mikil óvissa um hvort landið nær að standa á eigin fótum í efnahagslegu tilliti. Frá því að Ungverjar fengu 20 milljarða evra að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur ekki tekist nægilega vel að örva hagkerfi landsins. Nú er jafnvel litið svo á að landið verði að fá neyðaraðstoð á nýjan leik.

Lánshæfi Belgíu lækkað

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Belgíu. Einkunin var AA+ en er nú AA. S&P hafa áhyggjur af möguleikum landsins til endurfjármögnunar auk þess sem markaðsaðstæður séu erfiðar. Ekkert lát virðist því vera á þeirri svartsýni sem ríkir á evrusvæðinu en S&P metur horfur Belgíu neikvæðar.

Skrítin stemmning hjá Byr og Íslandsbanka

Alþingi samþykkti í gær sölu á hlut ríkisins í Byr til Íslandsbanka og munu bankarnir tveir sameinast undir merkjum Íslandsbanka. Sameiningin kallar á uppsagnir hjá báðum bönkum en ekki er enn ljóst hversu mörgum verður sagt upp en talið að um sé að ræða nokkra tugi starfsmanna.

Ákvörðun Ögmundar vekur spurningar um ríkisstjórnarsamstarfið

Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra segir að ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að hafna beiðni Huangs Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum veki "óhjákvæmilega spurningar um ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri Grænna.“

Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði

"Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum.

Sigsteinn kaupir í Marel

Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel, hefur innleyst kauprétt og keypt 200 þúsund hluti í Marel á um átján milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel.

Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því

"Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar.

Ítalir greiða himinháa vexti

Ítalir voru neyddir til þess að greiða himinháavexti vegna 10 milljarða evra skuldabréfaflokks sem landið þarf að endurfjármagna.

Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi

"Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum.

Ögmundur hafnaði Nubo

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag.

Uppsagnir áfall fyrir fjármálageirann - 1800 misst störf frá hruni

Íslandsbanki undirbýr nú uppsagnir starfsmanna eftir að bankinn sameinaðist BYR í gær. Formaður samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er mjög ósáttur við stefnu stjórnvalda og segir nýjan launaskatt á fjármálafyrirtæki muni valda tíu prósent fækkun til viðbótar.

S&P bætir lánshæfið hjá ÍLS og Landsvirkjun

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur bætt lánshæfiseinkunn bæði Íbúðalánasjóðs (ÍLS) og Landsvirkjunar. Horfum hjá báðum fyrirtækjunum hefur verið breytt úr neikvæðum í stöðugar en einkunnin er sú sama hjá báðum eða BB.

Vírus í gjafabréfum frá iTunes

Öryggissérfræðingar hjá tölvurisanum Apple segja tölvuglæpamenn hafa komið fyrir vírus í vefverslun fyrirtækisins.

Viðskipti með atvinnuhúsnæði jukust um 7 milljarða

Viðskipti með atvinnuhúsnæði á landinu öllu jukust um tæplega 7 milljarða króna á milli september og október í ár. Viðskiptin námu tæpum 12,5 milljörðum króna í október á móti rúmlega 5,6 milljörðum króna í september.

Lítilsháttar lækkun á verðbólgunni

Verðbólgan lækkaði lítilsháttar milli mánaða eða úr 5,3% og í 5,2%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,2% og vísitalan án húsnæðis um 4,7%.

Íbúð í Peking fimmfaldast í verði á sex árum

Mesta húsnæðisbóla allra tíma er í Kína, segja sumir hagfræðingar. Og hún er þegar farin að sýna merki um að hún sé að springa. Tugþúsundir íbúða standa tómar á stórum svæðum. Uppgangurinn í Peking hefur verið ævintýri líkastur á síðustu árum og drifið áfram eitt mesta húsbyggingaskeið í sögu mannkynsins.

Dráttarvextir hækka um 0,25 prósentur

Grunnur dráttarvaxta hækkaði um 0,25 prósentur við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans Íslands í byrjun nóvember. Dráttarvextir hækka því að sama skapi um 0,25 prósentur frá og með 1. desember nk. og verða 11,75%.

Seldu dýrt og fengu ný bréf síðar

Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sem fengu nýverið 0,8% hlut í félaginu án endurgjalds, seldu hluti sem þeir áttu í því á árunum 2008 og 2009 fyrir hundruð milljóna króna. Kaupandinn að bréfunum sem þeir áttu áður voru Hagar sjálfir. Þetta kemur fram í árs- og árshlutareikningum Haga.

Um 160 milljarðar með litla ávöxtun

Um hundrað og sextíu milljarðar króna, í eigu íslensku lífeyrissjóðanna, eru nú inn á innlánsreikningum með lítilli sem engri ávöxtun. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna segir stöðuna áhyggjuefni.

Rekstrarhagnaður N1 nam 6 milljörðum

Hagnaður N1 á fyrstu níu mánuðum ársins nam 6 milljörðum króna. Rekstrartekjur félagsins á tímabilinu námu 42,2 milljörðum króna og jukust um 17% frá árinu áður.

Sjá næstu 50 fréttir