Viðskipti innlent

Viðskipti með atvinnuhúsnæði jukust um 7 milljarða

Viðskipti með atvinnuhúsnæði á landinu öllu jukust um tæplega 7 milljarða króna á milli september og október í ár. Viðskiptin námu tæpum 12,5 milljörðum króna í október á móti rúmlega 5,6 milljörðum króna í september.

Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands segir að í október síðastliðnum var 65 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 56 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 10.575 milljónir króna en 1.875 milljónir króna utan þess.

Af þessum samningum voru 27 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×