Uppsagnir áfall fyrir fjármálageirann - 1800 misst störf frá hruni Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2011 12:02 Íslandsbanki undirbýr nú uppsagnir starfsmanna eftir að bankinn sameinaðist BYR í gær. Formaður samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er mjög ósáttur við stefnu stjórnvalda og segir nýjan launaskatt á fjármálafyrirtæki muni valda tíu prósent fækkun til viðbótar. Alþingi samþykkti í gær sölu á hlut ríkisins í Byr til Íslandsbanka og því ljóst að bankarnir tveir munu sameinast undir merkjum Íslandsbanka. Bankinn tilkynnti í gær að sameiningin myndi kalla á uppsagnir meðal starfsmanna og samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Íslandsbanka er nú verið að undirbúa með hvaða hætti það verður gert. Ekki ert ljóst hversu mörgum verður sagt upp en starfsmenn bankanna bíða nú ákvörðunarinnar uggandi. Formaður samtaka fjármálafyrirtækja Friðbert Traustason segir þetta enn eitt áfallið fyrir greinina en um átján hundruð félagsmenn SSF hafa misst vinnuna á síðustu þremur árum. „Íslandsbanki er búinn að segja okkur frá hvað sé á döfinni en við höfum ekki fengið neinar tölur en við vitum þó að það er alveg ljóst að það eru einhverjir tugir starfsmanna sem munu missa vinnuna," segir Friðbert. Hann segir þetta hafa sérstaklega slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði þar sem þær eru stærsti hluti þeirra sem hafa misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum. „Þetta eru náttúrulega kvennastörf sem við megum alls ekki missa og er mjög merkilegt að ríkisvaldið skuli sérstaklega ýta undir þetta og núna með hugsanlegan nýjum launaskatti á fjármálafyrirtæki upp á 10 prósent sem þýðir ekkert annað en tíu prósent fækkun í viðbót," segi Friðbert. Hann er mjög ósáttur við aðgerðir stjórnvalda í greininni. „Þau ýta undir og eru með allskonar yfirlýsingar að það séu of margir að vinna í þessum störfum í dag sem er þvert á það sem fólkið sjálft upplifir því það er bókstaflega í vinnunni dag og nótt til að bjarga því sem bjargað verður í fjármálum fyrritækja og einstaklinga." Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Íslandsbanki undirbýr nú uppsagnir starfsmanna eftir að bankinn sameinaðist BYR í gær. Formaður samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er mjög ósáttur við stefnu stjórnvalda og segir nýjan launaskatt á fjármálafyrirtæki muni valda tíu prósent fækkun til viðbótar. Alþingi samþykkti í gær sölu á hlut ríkisins í Byr til Íslandsbanka og því ljóst að bankarnir tveir munu sameinast undir merkjum Íslandsbanka. Bankinn tilkynnti í gær að sameiningin myndi kalla á uppsagnir meðal starfsmanna og samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Íslandsbanka er nú verið að undirbúa með hvaða hætti það verður gert. Ekki ert ljóst hversu mörgum verður sagt upp en starfsmenn bankanna bíða nú ákvörðunarinnar uggandi. Formaður samtaka fjármálafyrirtækja Friðbert Traustason segir þetta enn eitt áfallið fyrir greinina en um átján hundruð félagsmenn SSF hafa misst vinnuna á síðustu þremur árum. „Íslandsbanki er búinn að segja okkur frá hvað sé á döfinni en við höfum ekki fengið neinar tölur en við vitum þó að það er alveg ljóst að það eru einhverjir tugir starfsmanna sem munu missa vinnuna," segir Friðbert. Hann segir þetta hafa sérstaklega slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði þar sem þær eru stærsti hluti þeirra sem hafa misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum. „Þetta eru náttúrulega kvennastörf sem við megum alls ekki missa og er mjög merkilegt að ríkisvaldið skuli sérstaklega ýta undir þetta og núna með hugsanlegan nýjum launaskatti á fjármálafyrirtæki upp á 10 prósent sem þýðir ekkert annað en tíu prósent fækkun í viðbót," segi Friðbert. Hann er mjög ósáttur við aðgerðir stjórnvalda í greininni. „Þau ýta undir og eru með allskonar yfirlýsingar að það séu of margir að vinna í þessum störfum í dag sem er þvert á það sem fólkið sjálft upplifir því það er bókstaflega í vinnunni dag og nótt til að bjarga því sem bjargað verður í fjármálum fyrritækja og einstaklinga."
Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira