Fleiri fréttir Betri skil á ársreikningum Mun fleiri fyrirtæki skila ársreikningum á réttum tíma nú en fyrir fimm árum síða. Þetta sýna nýjar tölur frá CreditInfo. Samkvæmt þeirra tölum var hlutfall þeirra sem skiluðu á réttum tíma 12,8% á árinu 2006 en hafði hækkað í 22,5% á síðasta ári. Skil á ársreikningum milli áranna 2009 og 2010 hækkaði um 4,8% og er fjöldi skilaskyldra félaga nánast sá sami á milli ára. 13.9.2011 16:07 Forstjóri Toys R Us greiddi vændiskonu milljónir Paul Hopes, fyrrverandi forstjóri leikfangafyrirtækisins Toys R Us, greiddi vændiskonu 20 þúsund sterlingspund, eða 3,7 milljónir króna, á viku fyrir þjónustu sína. Hopes er fyrir rétti þessa dagana en hann er grunaður um að hafa stolið um 3,7 milljónum punda, eða 685 milljónum, frá Toys R US. Vændiskonan, sem heitir Dawn Dunbar, bar vitni fyrir réttinum í dag. Dómarinn spurði hana hvernig hún gæti réttlætt það verð sem hún hefði sett upp fyrir að þjónusta Hopes. Hún svaraði því til að hún hefði ekki verðlagt þjónustu sína. Hopes hefði greitt þetta vegna þess að honum fyndist það sanngjarnt. 13.9.2011 16:59 Átta milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka Íslandsbanki skilaði átta milljarða króna rekstrarhagnaði á fyrri helmingi ársins, samkvæmt endurskoðuðum reikningi bankans. 13.9.2011 10:35 Kínverskur fjárfestingasjóður vill kaupa á Ítalíu Einn stærsti fjárfestingasjóðurinn í Kína er að íhuga að kaupa eignir á Ítali, eftir því sem Financial Times og Wall Street Journal greina frá. 13.9.2011 09:44 Allt gert til að koma í veg fyrir greiðsluþrot Grikklands Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að Evrópusambandið gerði allt sem mögulegt væri til þess að koma í veg fyrir að Grikkland færi í greiðsluþrot. Hún segir að ef Grikkland færi úr evrusamstarfinu myndi það hafa dómínóáhrif í för með sér. Það ætti að forðast í lengstu löð. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir þetta. Við verðum að koma í veg fyrir alla ringulreið, evrunnar vegna,“ sagði Merkel. 13.9.2011 09:34 Segja minnisblað til ráðherra vera rangt Norðurál segir rangt að aðeins hafi verið viðræður í gangi við Magma um kaup á HS Orku, eins og fullyrt er í minnisblaði til ráðherra. Höfundur minnisblaðsins segir pólitíska andstöðu hafa verið gegn eign orkukaupanda á orkufyrirtæki. 13.9.2011 06:00 Seldu 600 kíló á þremur dögum Fyrsta pöntun af íslenska neftóbakinu Lundi sem kom nýlega á markað seldist upp á þremur dögum en í henni voru um 600 kíló af tóbaki. Framkvæmdastjórinn segir að salan hafi gengið vonum framar. 12.9.2011 15:25 Æðstu stjórnendur sluppu við uppsagnir Þeir 57 starfsmenn Arion banka sem sagt var upp voru starfandi á öllum sviðum bankans, segir Iða Brá Benediktsdóttir forstöðumaður á samskiptasviði bankans. Hún segir að flestir þeirra hafi verið starfandi á rekstrarsviði og viðskiptabankasviði. 12.9.2011 14:32 Fimmtíu og sjö sagt upp hjá Arion Fimmtíu og sjö starfsmönnum Arion banka var í dag sagt upp störfum. Í tilkynningu frá bankanum segir að þrjátíu og átta þeirra séu úr höfuðstöðvum bankans en nítján á öðrum starfsstöðvum. Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um uppsagnirnar en bankinn segir þær vera lið í hagræðingaferli sem staðið hafi yfir allt frá stofnun bankans eftir hrun. Forsvarsmenn bankans segjast harma aðgerðirnar en að ljóst megi vera að rekstur íslenska fjármálakerfisins sé of kostnaðarsamur. Það eigi einnig við um Arion banka. 12.9.2011 13:54 Héraðsdómur felldi niður mál gegn Sigurjóni Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í dag að fella niður mál gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi forstjóra Landsbankans. Slitastjórn bankans höfðaði málið gegn honum vegna launagreiðslna sem hann fékk skömmu fyrir hrun og krafðist hundruð milljóna af honum. Úrskurðarorð dómara voru lesin upp klukkan hálftvö í dag en úrskurðurinn hefur ekki verið birtur. Slitastjórnin mun þurfa að greiða Sigurjóni 700 þúsund krónur í málskostnað. 12.9.2011 13:36 Framtakssjóður kaupir í N1 - stefnt að skráningu í kauphöll Framtakssjóður Íslands hefur keypt 15,8% hlutafjár í verslunar- og þjónustufyrirtækinu N1 af Íslandsbanka hf. og Glitni. Í tilkynningu segir að jafnframt hafi Framtakssjóðurinn gert samkomulag við Íslandsbanka hf. og nokkra aðra aðila, meðal annars lífeyrissjóði sem eiga fyrir hlut í N1, um að leggja hlutabréf sín inn í sameiginlegt félag. „Það félag mun fara með meirihluta hlutafjár í N1 og leiða áfram þróun og uppbyggingu félagsins. Stefnt er að skráningu N1 í kauphöll á árinu 2013,“ segir ennfremur. 12.9.2011 13:35 Atvinnuleysið um 6,7% Skráð atvinnuleysi í ágúst síðastliðnum var 6,7% en að meðaltali voru 11.294 atvinnulausir í þeim mánuði og fækkaði atvinnulausum um 129 að meðaltali frá júlí. Hlutfallstala atvinnuleysis hækkaði hinsvegar um 0,1 prósentustig vegna árstíðasveiflu í áætluðu vinnuafli. 12.9.2011 13:04 Reginn skilaði 66 milljóna hagnaði Hagnaður Regins ehf., dótturfélags Landsbankans, fyrstu 6 mánuði ársins 2011 nam 66 milljónum króna samanborið við 48 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eignasafn félagsins nam um mitt ár í fyrra um 23 milljörðum króna samanborið við 34 milljarða króna um mitt ár nú. 12.9.2011 12:55 Tölur á mörkuðum lækkuðu í morgun Hlutabréfavísitölur um allan heim lækkuðu þegar markaðir opnuðu eftir helgina, en fjárfestar hafa þungar áhyggjur af skuldastöðu Grikklands og annarra evruríkja. 12.9.2011 12:04 Höfundarréttur framlengdur í 70 ár Evrópusambandið hefur tekið þá ákvörðun að framlengja höfundarrétt á tónlist úr 50 árum í 70 ár. Þetta þýðir að upptökur af tónlist eins og laginu Move It eftir Cliff Richards mun færa tónlistarmönnunum að baki laginu í fjölmörg ár til viðbótar. Samkvæmt gömlu höfundarréttarlögunum rann höfundarréttur á því lagi út fyrir tveimur árum. 12.9.2011 11:42 Markaðir féllu í Evrópu Hlutabréfamarkaðir hafa hríðlækkað í morgun vegna ótta um að Grikkland lendi í greiðsluþroti. FTSE vísitalan í Lundúnum fór niður um 2,5% við opnun markað, franska Cac vísitalan fór niður um 5% og þýska Dax fór niður um 3,5%. Hlutabréf í bönkum lækkuðu mest. Evran féll verulega og hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í 10 ár. Auk þess að hafa áhyggjur af skuldastöðu Grikklands hafa áhyggjur af Ítalíu versnað til muna. Phillip Roesler, efnahagsráðherra Þýskalands, sagði í blaðagrein um helgina að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að Grikkland myndi enda í greiðsluþroti. 12.9.2011 10:02 Skuldir ríkisins nema 1800 milljörðum Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.803 milljörðum króna í lok júní síðastliðins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það svarar 111,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Að teknu tilliti til peningalegra eigna var hrein peningaleg eign ríkissjóðs, þ.e. peningalegar eignir umfram skuldir, neikvæð um 686 milljarða króna í lok þessa ársfjórðungs eða sem svarar 42,4% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar var hrein peningaleg eign ríkissjóðs neikvæð um 35,5% af landsframleiðslu á sama ársfjórðungi 2010 og 27,5% á sama ársfjórðungi 2009. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs versnaði því um 140 milljarða króna milli 2. ársfjórðungs 2010 og 2011. 12.9.2011 09:20 Tekjuhallinn 155 milljarðar Tekjuhalli hins opinbera var 155 milljarðar króna á síðasta ári eða rúmlega 10% af landsframleiðslu, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Þetta er svipaður halli og árið 2009. Þessi óhagstæða niðurstaða skýrist fyrst og fremst af miklum samdrætti í tekjum hins opinbera vegna 11% samdráttar í landsframleiðslu árin 2009-2010 á sama tíma og útgjöldin jukust verulega vegna mikillar skuldsetningar og aukins atvinnuleysis. 12.9.2011 09:16 Kanna grundvöll hópmálsóknar á hendur Björgólfi Thor Fyrrum hluthafar í Landsbankanum eru hvattir til þess að taka þátt undirbúningi að mögulegri hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni fyrrum eiganda bankans. Ólafur Kristinsson lögmaður auglýsir í blöðunum í dag eftir þáttakendum og vitnar hann til lögfræðiálits sem Landslög unnu fyrir fyrrum hluthafa. 12.9.2011 08:25 Bönkum skipt upp og þeim gert að eiga varasjóði Í viðamikilli óháðri skýrslu um bankamál í Bretlandi sem kom út í dag er mælt með því að bönkum verði eftirleiðis skipt upp í viðskipabanka og fjárfestingarbanka. Þá er einnig mælt með því að bankar leggi til hliðar tíu prósent af fjármagni sínu til þess að eiga upp á að hlaupa þegar harðnar á dalnum. 12.9.2011 08:21 Eignir Byrs minnkað um rúma hundrað milljarða Eignir Byrs hafa minnkað um rúma 100 milljarða á tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi Byrs hf., sem reistur var á grunni hins fallna sparisjóðs, sem Viðskiptablaðið fjallar um í dag. 11.9.2011 12:04 Tilkynntu fyrir mistök um andlát Steve Jobs Bandaríska fréttastofan CBS tilkynnti fyrir mistök um andlát Steve Jobs á Twitter síðu fréttastofunnar. Jobs var forstjóri Apple en hann hætti störfum fyrir skömmu vegna þrálátra veikinda, en hann hefur barist við krabbamein. 10.9.2011 21:00 Júanið á flot fyrir árið 2015 Kínversk yfirvöld hafa gefið í skyn að innan tíðar muni þau hætta að handstýra gengi gjaldeyris síns júansins. Að sögn talsmanns verslunarráðs ESB í Kína hafa embættismann þar í landi sagt að gengi júans yrði komið á flot fyrir árið 2015. 10.9.2011 06:00 Lækkar skatta og eykur gjöld Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að lækka skatta um 253 milljarða dala og auka ríkisútgjöld um 194 milljarða, allt í þeim tilgangi að búa til ný störf í samfélaginu. 10.9.2011 04:00 Ráðinn framkvæmdastjóri greiðslukerfa Seðlabankans Guðmundur Kr. Tómasson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri greiðslukerfa Seðlabanka Íslands. 9.9.2011 17:38 Fær leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu Norska fyrirtækið TGS-NOPEG fékk í dag leyfi til að leita að kolvetni á norðanverðu Drekasvæðinu. Nauðsynlegar lagabreytingar varðandi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyfisvetitingar tóku gildi á miðnætti. Gert er ráð fyrir því að útboð á sérleyfum á Drekasvæðinu muni svo hefjast 3. Október næstkomandi eins og gert var ráð fyrir. 9.9.2011 17:09 Landsbankinn og Innovit saman í átak Landsbankinn og Innovit hafa hrint af stokkunum nýju samstarfsverkefni um atvinnu- og nýsköpunarátak um allt land. Á blaðamannafundi fyrr í dag var verkefnið kynnt. „Við ætlum okkur að vera hreyfiafl í samfélaginu og koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Við erum búin að hitta á fulltrúa atvinnulífsins um land allt, hlýða á þá og efla tengslin. Samstarfsverkefni okkar Innovit er hluti af því að efla atvinnu á hverju svæði fyrir sig vítt og breitt um landið. Bankinn er jafnframt búinn að koma á fót sprota- og nýsköpunarþjónustu þar sem að einstaklingar með góða viðskiptahugmynd og vilja stofna eigið fyrirtæki fá greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf, fjármögnun og annarri fjármálaþjónustu,“ segir Steinþór Pálsson, forstjóri Landsbankans. 9.9.2011 16:06 Segir pláss vera fyrir alla nýju veitingastaðina Lokun tveggja rótgróinna veitingastaða í miðborg Reykjavíkur, La Primavera og Domo, benda ekki til þess að veitingastöðum hafi fjölgað um of. Þetta segir Hafliði Halldórsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara. 9.9.2011 16:00 Ræða fiskveiðistjórnunarkerfið í Iðnó Ráðstefna um fiskveiðistjórnunarkerfið verður haldin í Iðnó í dag klukkan þrjú. Frummælandi er Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en erindi flytja þau Grétar Mar Jónsson skipstjóri, Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdarstjóri S.F.Ú. og Lúðvík Kaaber, lögmaður. 9.9.2011 14:37 Enn lækkar verð á mörkuðum Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum og í Evrópu hefur lækkað nokkuð í dag en fjárfestar hafa enn miklar áhyggjur af ástandinu á efnahagskerfi heimsins. Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,7 prósent í dag og olli það lækkunum í Evrópu einnig. 9.9.2011 14:25 Mikil aukning í notkun áls í bílaiðnaði Álnotkun í bandarískum bílaiðnaði mun aukast um allt að 70% fram til ársins 2025 samkvæmt nýlegri könnun. Í tilkynningu frá Samáli, samtökum álframleiðenda hér á landi segir að svipuð þróun sé að eiga sér stað hjá evrópskum og japönskum bílaframleiðendum. Líklegt er talið að þessi þróun leiði til tvöföldunar á álnotkun í framleiðslu bifreiða og muni hún nema um 14 milljónum tonna á ári 2020. 9.9.2011 14:13 Norðurál bauð líka í hlutinn í HS Orku Norðurál hafði hug á að kaupa hlut Geysis Green Energy í HS Orku árið 2009. Íslandsbanki sá um söluna og ákveðið var að ganga frekar að tilboði Magma Energy Sweden, dótturfyrirtækis kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. 9.9.2011 10:00 Brad Pitt leigði þyrlu af Iceland Stórleikarinn Brad Pitt hefur að undanförnu sveimað yfir Englandi í þyrlu sem er í eigu Iceland verslunarkeðjunnar. 9.9.2011 09:45 Útgjöld hækkuðu um 3% Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 23,6 milljarða króna á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta er nokkru hagstæðari niðurstaða en á sama tíma í fyrra, en mun lakari afkoma en á fyrsta ársfjórðungi 2011. Þá var hún neikvæð um 17 milljarða króna. Tekjuhallinn nam 5,9% af landsframleiðslu ársfjórðungsins og 14,4% af tekjum hins opinbera. 9.9.2011 09:09 Yfir 100 milljónir nota Twitter Yfir hundrað milljónir manna um allan heim nota nú Twitter. Dick Costolo, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem rekur vefsíðuna, segir að fjöldi virkra notenda, sem skrái sig inn á síðuna að minnsta kosti einu sinni í mánuði, hafi aukist um 82% á þessu ári. Um helmingur notenda síðunnar notar hana einu sinni á dag eða oftar. 8.9.2011 22:25 Fékk 10 milljónir gefins frá Búnaðarbankanum Viðskiptavinur Búnaðarbankans fékk tæpar tíu milljónir króna ofgreiddar úr fjárfestingarsjóði fyrir mistök. Viðskiptavinurinn var ekki krafinn um endurgreiðslu fjárhæðarinnar, en tapið var fyrst gjaldfært í bókum Arion banka á þessu ári. 8.9.2011 19:01 Um 60 milljarða halli Tekjur ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum ársins voru um 64 milljörðum lægri en greidd gjöld á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í greinargerð um greiðslujöfnuð ríkissjóðs. Greidd gjöld voru rúmir 307 milljarðar króna, en innheimtar tekjur voru um 242 milljarðar króna. 8.9.2011 17:44 Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir það alvarlegri tíðindi en orð fá lýst, hafi fjármálaráðherra beitt sér á bak við tjöldin til að tryggja að ekkert yrði af uppbyggingu álvers í Helguvík, eins og Morgunblaðið heldur fram í grein Agnesar Bragadóttur í dag. 8.9.2011 15:11 „Hjakkstefna“ ríkisstjórnarinnar lengir kreppuna út áratuginn Það stefnir í enn eitt „hjakkárið“ að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), samkvæmt grein sem hann skrifar í fréttabréf samtakanna. 8.9.2011 14:45 Inspired by Iceland tilnefnt til Euro Effie verðlaunanna Íslenska auglýsingastofan og Íslandsstofa eru komnar í lokaúrslit Euro Effie auglýsingaverðlaunanna fyrir Inspired by Iceland herferðina. 8.9.2011 14:30 Óska eftir fundi í iðnaðarnefnd vegna Morgunblaðsgreinar Þingmennirnir Tryggvi Þór Herbertsson, Jón Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, hafa óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd Í tilefni af frétt í Morgunblaðinu í morgun um að fjármálaráðherra hafi ástunda einhverskonar baktjaldamakk í tengslum við Magma-málið svokallaða. 8.9.2011 14:05 Landsframleiðsla dróst saman Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 4 prósent, samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2010. Þetta er verulega minni samdráttur en árið 2009 þegar hann nam 6,7 prósent, segir á vef Hagstofunnar. 8.9.2011 11:08 Skapar um hundrað ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Turner Broadcasting System, sem meðal annars rekur sjónvarpsstöðvarnar CNN og Cartoon Network, hefur keypt íslenska framleiðslufyrirtækið Latabæ. 8.9.2011 10:26 Björgólfur: Hvers vegna eru ekki fleiri gjaldþrota? "Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli. 8.9.2011 10:21 Turner kaupir Latabæ - Magnús enn við stjórnvölinn Samningar hafa tekist um kaup fjölmiðlarisans Turner Broadcasting á Latabæ, hugarfóstri Magnúsar Scheving. Breska blaðið Guardian segir frá málinu en þar kemur fram að samningurinn sé metinn á fimmtán milljónir punda, eða um 2,7 milljarða íslenskra króna. 8.9.2011 07:14 Sjá næstu 50 fréttir
Betri skil á ársreikningum Mun fleiri fyrirtæki skila ársreikningum á réttum tíma nú en fyrir fimm árum síða. Þetta sýna nýjar tölur frá CreditInfo. Samkvæmt þeirra tölum var hlutfall þeirra sem skiluðu á réttum tíma 12,8% á árinu 2006 en hafði hækkað í 22,5% á síðasta ári. Skil á ársreikningum milli áranna 2009 og 2010 hækkaði um 4,8% og er fjöldi skilaskyldra félaga nánast sá sami á milli ára. 13.9.2011 16:07
Forstjóri Toys R Us greiddi vændiskonu milljónir Paul Hopes, fyrrverandi forstjóri leikfangafyrirtækisins Toys R Us, greiddi vændiskonu 20 þúsund sterlingspund, eða 3,7 milljónir króna, á viku fyrir þjónustu sína. Hopes er fyrir rétti þessa dagana en hann er grunaður um að hafa stolið um 3,7 milljónum punda, eða 685 milljónum, frá Toys R US. Vændiskonan, sem heitir Dawn Dunbar, bar vitni fyrir réttinum í dag. Dómarinn spurði hana hvernig hún gæti réttlætt það verð sem hún hefði sett upp fyrir að þjónusta Hopes. Hún svaraði því til að hún hefði ekki verðlagt þjónustu sína. Hopes hefði greitt þetta vegna þess að honum fyndist það sanngjarnt. 13.9.2011 16:59
Átta milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka Íslandsbanki skilaði átta milljarða króna rekstrarhagnaði á fyrri helmingi ársins, samkvæmt endurskoðuðum reikningi bankans. 13.9.2011 10:35
Kínverskur fjárfestingasjóður vill kaupa á Ítalíu Einn stærsti fjárfestingasjóðurinn í Kína er að íhuga að kaupa eignir á Ítali, eftir því sem Financial Times og Wall Street Journal greina frá. 13.9.2011 09:44
Allt gert til að koma í veg fyrir greiðsluþrot Grikklands Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að Evrópusambandið gerði allt sem mögulegt væri til þess að koma í veg fyrir að Grikkland færi í greiðsluþrot. Hún segir að ef Grikkland færi úr evrusamstarfinu myndi það hafa dómínóáhrif í för með sér. Það ætti að forðast í lengstu löð. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir þetta. Við verðum að koma í veg fyrir alla ringulreið, evrunnar vegna,“ sagði Merkel. 13.9.2011 09:34
Segja minnisblað til ráðherra vera rangt Norðurál segir rangt að aðeins hafi verið viðræður í gangi við Magma um kaup á HS Orku, eins og fullyrt er í minnisblaði til ráðherra. Höfundur minnisblaðsins segir pólitíska andstöðu hafa verið gegn eign orkukaupanda á orkufyrirtæki. 13.9.2011 06:00
Seldu 600 kíló á þremur dögum Fyrsta pöntun af íslenska neftóbakinu Lundi sem kom nýlega á markað seldist upp á þremur dögum en í henni voru um 600 kíló af tóbaki. Framkvæmdastjórinn segir að salan hafi gengið vonum framar. 12.9.2011 15:25
Æðstu stjórnendur sluppu við uppsagnir Þeir 57 starfsmenn Arion banka sem sagt var upp voru starfandi á öllum sviðum bankans, segir Iða Brá Benediktsdóttir forstöðumaður á samskiptasviði bankans. Hún segir að flestir þeirra hafi verið starfandi á rekstrarsviði og viðskiptabankasviði. 12.9.2011 14:32
Fimmtíu og sjö sagt upp hjá Arion Fimmtíu og sjö starfsmönnum Arion banka var í dag sagt upp störfum. Í tilkynningu frá bankanum segir að þrjátíu og átta þeirra séu úr höfuðstöðvum bankans en nítján á öðrum starfsstöðvum. Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um uppsagnirnar en bankinn segir þær vera lið í hagræðingaferli sem staðið hafi yfir allt frá stofnun bankans eftir hrun. Forsvarsmenn bankans segjast harma aðgerðirnar en að ljóst megi vera að rekstur íslenska fjármálakerfisins sé of kostnaðarsamur. Það eigi einnig við um Arion banka. 12.9.2011 13:54
Héraðsdómur felldi niður mál gegn Sigurjóni Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í dag að fella niður mál gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi forstjóra Landsbankans. Slitastjórn bankans höfðaði málið gegn honum vegna launagreiðslna sem hann fékk skömmu fyrir hrun og krafðist hundruð milljóna af honum. Úrskurðarorð dómara voru lesin upp klukkan hálftvö í dag en úrskurðurinn hefur ekki verið birtur. Slitastjórnin mun þurfa að greiða Sigurjóni 700 þúsund krónur í málskostnað. 12.9.2011 13:36
Framtakssjóður kaupir í N1 - stefnt að skráningu í kauphöll Framtakssjóður Íslands hefur keypt 15,8% hlutafjár í verslunar- og þjónustufyrirtækinu N1 af Íslandsbanka hf. og Glitni. Í tilkynningu segir að jafnframt hafi Framtakssjóðurinn gert samkomulag við Íslandsbanka hf. og nokkra aðra aðila, meðal annars lífeyrissjóði sem eiga fyrir hlut í N1, um að leggja hlutabréf sín inn í sameiginlegt félag. „Það félag mun fara með meirihluta hlutafjár í N1 og leiða áfram þróun og uppbyggingu félagsins. Stefnt er að skráningu N1 í kauphöll á árinu 2013,“ segir ennfremur. 12.9.2011 13:35
Atvinnuleysið um 6,7% Skráð atvinnuleysi í ágúst síðastliðnum var 6,7% en að meðaltali voru 11.294 atvinnulausir í þeim mánuði og fækkaði atvinnulausum um 129 að meðaltali frá júlí. Hlutfallstala atvinnuleysis hækkaði hinsvegar um 0,1 prósentustig vegna árstíðasveiflu í áætluðu vinnuafli. 12.9.2011 13:04
Reginn skilaði 66 milljóna hagnaði Hagnaður Regins ehf., dótturfélags Landsbankans, fyrstu 6 mánuði ársins 2011 nam 66 milljónum króna samanborið við 48 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eignasafn félagsins nam um mitt ár í fyrra um 23 milljörðum króna samanborið við 34 milljarða króna um mitt ár nú. 12.9.2011 12:55
Tölur á mörkuðum lækkuðu í morgun Hlutabréfavísitölur um allan heim lækkuðu þegar markaðir opnuðu eftir helgina, en fjárfestar hafa þungar áhyggjur af skuldastöðu Grikklands og annarra evruríkja. 12.9.2011 12:04
Höfundarréttur framlengdur í 70 ár Evrópusambandið hefur tekið þá ákvörðun að framlengja höfundarrétt á tónlist úr 50 árum í 70 ár. Þetta þýðir að upptökur af tónlist eins og laginu Move It eftir Cliff Richards mun færa tónlistarmönnunum að baki laginu í fjölmörg ár til viðbótar. Samkvæmt gömlu höfundarréttarlögunum rann höfundarréttur á því lagi út fyrir tveimur árum. 12.9.2011 11:42
Markaðir féllu í Evrópu Hlutabréfamarkaðir hafa hríðlækkað í morgun vegna ótta um að Grikkland lendi í greiðsluþroti. FTSE vísitalan í Lundúnum fór niður um 2,5% við opnun markað, franska Cac vísitalan fór niður um 5% og þýska Dax fór niður um 3,5%. Hlutabréf í bönkum lækkuðu mest. Evran féll verulega og hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í 10 ár. Auk þess að hafa áhyggjur af skuldastöðu Grikklands hafa áhyggjur af Ítalíu versnað til muna. Phillip Roesler, efnahagsráðherra Þýskalands, sagði í blaðagrein um helgina að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að Grikkland myndi enda í greiðsluþroti. 12.9.2011 10:02
Skuldir ríkisins nema 1800 milljörðum Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.803 milljörðum króna í lok júní síðastliðins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það svarar 111,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Að teknu tilliti til peningalegra eigna var hrein peningaleg eign ríkissjóðs, þ.e. peningalegar eignir umfram skuldir, neikvæð um 686 milljarða króna í lok þessa ársfjórðungs eða sem svarar 42,4% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar var hrein peningaleg eign ríkissjóðs neikvæð um 35,5% af landsframleiðslu á sama ársfjórðungi 2010 og 27,5% á sama ársfjórðungi 2009. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs versnaði því um 140 milljarða króna milli 2. ársfjórðungs 2010 og 2011. 12.9.2011 09:20
Tekjuhallinn 155 milljarðar Tekjuhalli hins opinbera var 155 milljarðar króna á síðasta ári eða rúmlega 10% af landsframleiðslu, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Þetta er svipaður halli og árið 2009. Þessi óhagstæða niðurstaða skýrist fyrst og fremst af miklum samdrætti í tekjum hins opinbera vegna 11% samdráttar í landsframleiðslu árin 2009-2010 á sama tíma og útgjöldin jukust verulega vegna mikillar skuldsetningar og aukins atvinnuleysis. 12.9.2011 09:16
Kanna grundvöll hópmálsóknar á hendur Björgólfi Thor Fyrrum hluthafar í Landsbankanum eru hvattir til þess að taka þátt undirbúningi að mögulegri hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni fyrrum eiganda bankans. Ólafur Kristinsson lögmaður auglýsir í blöðunum í dag eftir þáttakendum og vitnar hann til lögfræðiálits sem Landslög unnu fyrir fyrrum hluthafa. 12.9.2011 08:25
Bönkum skipt upp og þeim gert að eiga varasjóði Í viðamikilli óháðri skýrslu um bankamál í Bretlandi sem kom út í dag er mælt með því að bönkum verði eftirleiðis skipt upp í viðskipabanka og fjárfestingarbanka. Þá er einnig mælt með því að bankar leggi til hliðar tíu prósent af fjármagni sínu til þess að eiga upp á að hlaupa þegar harðnar á dalnum. 12.9.2011 08:21
Eignir Byrs minnkað um rúma hundrað milljarða Eignir Byrs hafa minnkað um rúma 100 milljarða á tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi Byrs hf., sem reistur var á grunni hins fallna sparisjóðs, sem Viðskiptablaðið fjallar um í dag. 11.9.2011 12:04
Tilkynntu fyrir mistök um andlát Steve Jobs Bandaríska fréttastofan CBS tilkynnti fyrir mistök um andlát Steve Jobs á Twitter síðu fréttastofunnar. Jobs var forstjóri Apple en hann hætti störfum fyrir skömmu vegna þrálátra veikinda, en hann hefur barist við krabbamein. 10.9.2011 21:00
Júanið á flot fyrir árið 2015 Kínversk yfirvöld hafa gefið í skyn að innan tíðar muni þau hætta að handstýra gengi gjaldeyris síns júansins. Að sögn talsmanns verslunarráðs ESB í Kína hafa embættismann þar í landi sagt að gengi júans yrði komið á flot fyrir árið 2015. 10.9.2011 06:00
Lækkar skatta og eykur gjöld Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að lækka skatta um 253 milljarða dala og auka ríkisútgjöld um 194 milljarða, allt í þeim tilgangi að búa til ný störf í samfélaginu. 10.9.2011 04:00
Ráðinn framkvæmdastjóri greiðslukerfa Seðlabankans Guðmundur Kr. Tómasson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri greiðslukerfa Seðlabanka Íslands. 9.9.2011 17:38
Fær leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu Norska fyrirtækið TGS-NOPEG fékk í dag leyfi til að leita að kolvetni á norðanverðu Drekasvæðinu. Nauðsynlegar lagabreytingar varðandi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyfisvetitingar tóku gildi á miðnætti. Gert er ráð fyrir því að útboð á sérleyfum á Drekasvæðinu muni svo hefjast 3. Október næstkomandi eins og gert var ráð fyrir. 9.9.2011 17:09
Landsbankinn og Innovit saman í átak Landsbankinn og Innovit hafa hrint af stokkunum nýju samstarfsverkefni um atvinnu- og nýsköpunarátak um allt land. Á blaðamannafundi fyrr í dag var verkefnið kynnt. „Við ætlum okkur að vera hreyfiafl í samfélaginu og koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Við erum búin að hitta á fulltrúa atvinnulífsins um land allt, hlýða á þá og efla tengslin. Samstarfsverkefni okkar Innovit er hluti af því að efla atvinnu á hverju svæði fyrir sig vítt og breitt um landið. Bankinn er jafnframt búinn að koma á fót sprota- og nýsköpunarþjónustu þar sem að einstaklingar með góða viðskiptahugmynd og vilja stofna eigið fyrirtæki fá greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf, fjármögnun og annarri fjármálaþjónustu,“ segir Steinþór Pálsson, forstjóri Landsbankans. 9.9.2011 16:06
Segir pláss vera fyrir alla nýju veitingastaðina Lokun tveggja rótgróinna veitingastaða í miðborg Reykjavíkur, La Primavera og Domo, benda ekki til þess að veitingastöðum hafi fjölgað um of. Þetta segir Hafliði Halldórsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara. 9.9.2011 16:00
Ræða fiskveiðistjórnunarkerfið í Iðnó Ráðstefna um fiskveiðistjórnunarkerfið verður haldin í Iðnó í dag klukkan þrjú. Frummælandi er Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en erindi flytja þau Grétar Mar Jónsson skipstjóri, Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdarstjóri S.F.Ú. og Lúðvík Kaaber, lögmaður. 9.9.2011 14:37
Enn lækkar verð á mörkuðum Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum og í Evrópu hefur lækkað nokkuð í dag en fjárfestar hafa enn miklar áhyggjur af ástandinu á efnahagskerfi heimsins. Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,7 prósent í dag og olli það lækkunum í Evrópu einnig. 9.9.2011 14:25
Mikil aukning í notkun áls í bílaiðnaði Álnotkun í bandarískum bílaiðnaði mun aukast um allt að 70% fram til ársins 2025 samkvæmt nýlegri könnun. Í tilkynningu frá Samáli, samtökum álframleiðenda hér á landi segir að svipuð þróun sé að eiga sér stað hjá evrópskum og japönskum bílaframleiðendum. Líklegt er talið að þessi þróun leiði til tvöföldunar á álnotkun í framleiðslu bifreiða og muni hún nema um 14 milljónum tonna á ári 2020. 9.9.2011 14:13
Norðurál bauð líka í hlutinn í HS Orku Norðurál hafði hug á að kaupa hlut Geysis Green Energy í HS Orku árið 2009. Íslandsbanki sá um söluna og ákveðið var að ganga frekar að tilboði Magma Energy Sweden, dótturfyrirtækis kanadíska fyrirtækisins Magma Energy. 9.9.2011 10:00
Brad Pitt leigði þyrlu af Iceland Stórleikarinn Brad Pitt hefur að undanförnu sveimað yfir Englandi í þyrlu sem er í eigu Iceland verslunarkeðjunnar. 9.9.2011 09:45
Útgjöld hækkuðu um 3% Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 23,6 milljarða króna á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta er nokkru hagstæðari niðurstaða en á sama tíma í fyrra, en mun lakari afkoma en á fyrsta ársfjórðungi 2011. Þá var hún neikvæð um 17 milljarða króna. Tekjuhallinn nam 5,9% af landsframleiðslu ársfjórðungsins og 14,4% af tekjum hins opinbera. 9.9.2011 09:09
Yfir 100 milljónir nota Twitter Yfir hundrað milljónir manna um allan heim nota nú Twitter. Dick Costolo, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem rekur vefsíðuna, segir að fjöldi virkra notenda, sem skrái sig inn á síðuna að minnsta kosti einu sinni í mánuði, hafi aukist um 82% á þessu ári. Um helmingur notenda síðunnar notar hana einu sinni á dag eða oftar. 8.9.2011 22:25
Fékk 10 milljónir gefins frá Búnaðarbankanum Viðskiptavinur Búnaðarbankans fékk tæpar tíu milljónir króna ofgreiddar úr fjárfestingarsjóði fyrir mistök. Viðskiptavinurinn var ekki krafinn um endurgreiðslu fjárhæðarinnar, en tapið var fyrst gjaldfært í bókum Arion banka á þessu ári. 8.9.2011 19:01
Um 60 milljarða halli Tekjur ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum ársins voru um 64 milljörðum lægri en greidd gjöld á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í greinargerð um greiðslujöfnuð ríkissjóðs. Greidd gjöld voru rúmir 307 milljarðar króna, en innheimtar tekjur voru um 242 milljarðar króna. 8.9.2011 17:44
Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir það alvarlegri tíðindi en orð fá lýst, hafi fjármálaráðherra beitt sér á bak við tjöldin til að tryggja að ekkert yrði af uppbyggingu álvers í Helguvík, eins og Morgunblaðið heldur fram í grein Agnesar Bragadóttur í dag. 8.9.2011 15:11
„Hjakkstefna“ ríkisstjórnarinnar lengir kreppuna út áratuginn Það stefnir í enn eitt „hjakkárið“ að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), samkvæmt grein sem hann skrifar í fréttabréf samtakanna. 8.9.2011 14:45
Inspired by Iceland tilnefnt til Euro Effie verðlaunanna Íslenska auglýsingastofan og Íslandsstofa eru komnar í lokaúrslit Euro Effie auglýsingaverðlaunanna fyrir Inspired by Iceland herferðina. 8.9.2011 14:30
Óska eftir fundi í iðnaðarnefnd vegna Morgunblaðsgreinar Þingmennirnir Tryggvi Þór Herbertsson, Jón Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, hafa óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd Í tilefni af frétt í Morgunblaðinu í morgun um að fjármálaráðherra hafi ástunda einhverskonar baktjaldamakk í tengslum við Magma-málið svokallaða. 8.9.2011 14:05
Landsframleiðsla dróst saman Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 4 prósent, samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2010. Þetta er verulega minni samdráttur en árið 2009 þegar hann nam 6,7 prósent, segir á vef Hagstofunnar. 8.9.2011 11:08
Skapar um hundrað ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Turner Broadcasting System, sem meðal annars rekur sjónvarpsstöðvarnar CNN og Cartoon Network, hefur keypt íslenska framleiðslufyrirtækið Latabæ. 8.9.2011 10:26
Björgólfur: Hvers vegna eru ekki fleiri gjaldþrota? "Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli. 8.9.2011 10:21
Turner kaupir Latabæ - Magnús enn við stjórnvölinn Samningar hafa tekist um kaup fjölmiðlarisans Turner Broadcasting á Latabæ, hugarfóstri Magnúsar Scheving. Breska blaðið Guardian segir frá málinu en þar kemur fram að samningurinn sé metinn á fimmtán milljónir punda, eða um 2,7 milljarða íslenskra króna. 8.9.2011 07:14