Viðskipti innlent

Landsbankinn og Innovit saman í átak

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóri Innovit.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans og Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóri Innovit.
Landsbankinn og Innovit hafa hrint af stokkunum nýju samstarfsverkefni um atvinnu- og nýsköpunarátak um allt land. Á blaðamannafundi fyrr í dag var verkefnið kynnt. „Við ætlum okkur að vera hreyfiafl í samfélaginu og koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Við erum búin að hitta á fulltrúa atvinnulífsins um land allt, hlýða á þá og efla tengslin. Samstarfsverkefni okkar Innovit er hluti af því að efla atvinnu á hverju svæði fyrir sig vítt og breitt um landið. Bankinn er jafnframt búinn að koma á fót sprota- og nýsköpunarþjónustu þar sem að einstaklingar með góða viðskiptahugmynd og vilja stofna eigið fyrirtæki fá greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf, fjármögnun og annarri fjármálaþjónustu,“ segir Steinþór Pálsson, forstjóri Landsbankans.  

Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Innovit, nýsköpunar og frumkvöðlaseturs segir að eitt meginmarkmið Innovit sé að aðstoða fólk sem langar að fylgja eftir hugmyndum sínum, hvort sem það séu nýjar hugmyndir eða hugmyndir innan starfandi fyrirtækja. „Til þess að hugmyndir verði að veruleika notum við þau tól og aðferðir sem við teljum farsælust fyrir frumkvöðla til að ná árangri. Í samstarfi við Landsbankann verður hægt að ná til mun stærri hóps en áður, um land allt og jafnframt efla núverandi þjónustu með þeim sérfræðiúrræðum sem í boði eru innan veggja bankans. Þetta verkefni gerir það að verkum að hver sá sem fær viðskiptahugmynd getur strax farið af stað og unnið af fullum krafti í tvo heila sólahringa með öllum helstu sérfræðingum sem geta veitt ráð um uppbyggingu og stofnun fyrirtækja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×