Viðskipti innlent

Fær leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fyrirtækið hefur fengið leyfi til að leita að kolvetni á Drekasvæðinu.
Fyrirtækið hefur fengið leyfi til að leita að kolvetni á Drekasvæðinu.
Norska fyrirtækið TGS-NOPEG fékk í dag leyfi til að leita að kolvetni á norðanverðu Drekasvæðinu. Nauðsynlegar lagabreytingar varðandi skattlagningu kolvetnisvinnslu og leyfisvetitingar tóku gildi á miðnætti. Gert er ráð fyrir því að útboð á sérleyfum á Drekasvæðinu muni svo hefjast 3. Október næstkomandi eins og gert var ráð fyrir.

Leyfið, sem norska fyrirtækið fékk í dag, felur í sér heimild til að safna yfirborðssýnum af hafsbotni á svæðinu. Jafnframt er gefin heimild til að kanna fyrirhugaða sýnatökustaði með botnsjá. Í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu er tekið fram að leitarleyfið veiti ekki einkarétt til rannsókna né heldur rétt til vinnslu á olíu eða gasi í kjölfar rannsókna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×